Síða 1 af 1

Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Fös 15. Des 2017 14:42
af andribolla
Góðan dag

ég er að spá i að kaupa notaða fartölvu ca 6ára gömul

með henni er svo dokka og hleðslutæki

ThinkPad T430 Laptop

Mynd


er einhver hér sem gæti gefið mér verðhugmynd á svona græju

takk fyrir

kv. Andri

Re: Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Fös 15. Des 2017 16:02
af linenoise
Þessi resolution meikar engan sens? Standard skjáir með t430 eru annað hvort 1366x768 eða 1600x900. Var skipt um skjá í henni? Er hann nokkuð enn meira crap en original skjáirnir sem fylgja með?

T430 með lélegri örgjörva (i3-2370M t.d.), 4GB og 128 GB SSD fara oft á 40-50K á bland.is
Myndi halda að þessi upgrade væru kannski 15K virði. Þannig að 55-65K þætti mér sanngjarnt ef skjárinn er ekki eitthvað drasl. Kannski meira ef það er ekki mikið framboð af T430 akkúrat núna.

Re: Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Fös 15. Des 2017 17:21
af Tesy
linenoise skrifaði:Þessi resolution meikar engan sens? Standard skjáir með t430 eru annað hvort 1366x768 eða 1600x900. Var skipt um skjá í henni? Er hann nokkuð enn meira crap en original skjáirnir sem fylgja með?

T430 með lélegri örgjörva (i3-2370M t.d.), 4GB og 128 GB SSD fara oft á 40-50K á bland.is
Myndi halda að þessi upgrade væru kannski 15K virði. Þannig að 55-65K þætti mér sanngjarnt ef skjárinn er ekki eitthvað drasl. Kannski meira ef það er ekki mikið framboð af T430 akkúrat núna.


Sýnist þetta vera skjáir sem eru tengdir við dock en ekki actual tölvuskjárinn. Ég myndi persónulega ekki borga meira en 35-40 þúsund fyrir 6 ára gömul fartölvu sama þó að T430 séu rock solid vélar.

Re: Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Lau 16. Des 2017 12:17
af linenoise
Tesy skrifaði:Ég myndi persónulega ekki borga meira en 35-40 þúsund fyrir 6 ára gömul fartölvu sama þó að T430 séu rock solid vélar.

Kannski tveir punktar.
Hún er í mesta lagi rúmlega 5 ára, því t430 kom fyrst út sumarið 2012, og væntanlega verið að seljast ný a.m.k þangað til t440 kom út haustið 2013.

Í öðru lagi þá er held ég skásta tölvan á bland á 40 þús eða minna sé T420. Hinar eru frá 7 ára gömlum inspiron og til 4-5 ára gamalla Toshiba satellite o.s.frv. Þannig að ef maður er ekki með sambönd, þá held ég að 40 þús sé í besta falli að kaupa manni T420. Þannig að mér finnst ennþá 50 og upp úr góður díll fyrir þessa. 65K er vissulega stretching it samt, enda hægt að fá nýja celeron fyrir þann pening. Dokkan er samt einhverra þúsara virði.

Sá líka að semi pimpuð T420 seldist á 50-55K hér í fyrra. viewtopic.php?f=11&t=70317&p=629649&hilit=t420#p629649

Svo er náttúrulega spurningin hversu góð nýting á peningunum þetta er. Mér finnst hún góð af því það er auðvelt að viðhalda Thinkpad og sumt fólkið mitt (aðallega konan mín) missir tölvuna sína mánaðarlega í gólfið.

Re: Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Lau 16. Des 2017 12:44
af einarhr
linenoise skrifaði:
Tesy skrifaði:Ég myndi persónulega ekki borga meira en 35-40 þúsund fyrir 6 ára gömul fartölvu sama þó að T430 séu rock solid vélar.

Kannski tveir punktar.
Hún er í mesta lagi rúmlega 5 ára, því t430 kom fyrst út sumarið 2012, og væntanlega verið að seljast ný a.m.k þangað til t440 kom út haustið 2013.

Í öðru lagi þá er held ég skásta tölvan á bland á 40 þús eða minna sé T420. Hinar eru frá 7 ára gömlum inspiron og til 4-5 ára gamalla Toshiba satellite o.s.frv. Þannig að ef maður er ekki með sambönd, þá held ég að 40 þús sé í besta falli að kaupa manni T420. Þannig að mér finnst ennþá 50 og upp úr góður díll fyrir þessa. 65K er vissulega stretching it samt, enda hægt að fá nýja celeron fyrir þann pening. Dokkan er samt einhverra þúsara virði.

Sá líka að semi pimpuð T420 seldist á 50-55K hér í fyrra. viewtopic.php?f=11&t=70317&p=629649&hilit=t420#p629649

Svo er náttúrulega spurningin hversu góð nýting á peningunum þetta er. Mér finnst hún góð af því það er auðvelt að viðhalda Thinkpad og sumt fólkið mitt (aðallega konan mín) missir tölvuna sína mánaðarlega í gólfið.


Það fer ekki á milli mála að Thinkpad eru góðar vélar en þessi vél er ekki meira en 40 þúsund kr virði max, þetta er allavega 5 ára tölva. Ég hef sjálfur átt pró Lenovo og HP vélar sem kostuðu sitt nýjar, HP Workstation vélina með ssd i7 2nd gen 17" skjá fór á 50 þúsund fyrir 2 árum, síðan þá hefur krónan styrkst mjög mikið og tölvubúnaður töluvert hagstæðari í dag en fyrir 3 árum.

Ef þú skoðar Vaktina daglega þá sést það greinilega að það er erfiðara að selja notaða hluti í dag og fara því ótrúlegustu vélar á lítin pening

Re: Verð athugun ThinkPad T430 Laptop

Sent: Sun 17. Des 2017 09:54
af andribolla
Sælir
já það er rétt þetta eru skjáir tengdir við dokkuna sem eru þarna í speecy.
miðað við þessa vél https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=70317&p=629649&hilit=t420#p629649
held ég að 35-40 með dokkuni sé ásættanlegt verð

kv. Andri