[ÓE] Molex to 8pin PCI-E

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
Sparky
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Þri 06. Apr 2004 23:38
Reputation: 0
Staðsetning: Sandgerði
Staða: Ótengdur

[ÓE] Molex to 8pin PCI-E

Pósturaf Sparky » Sun 09. Okt 2016 15:07

Einhver sem getur reddað mér?




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Molex to 8pin PCI-E

Pósturaf Emarki » Sun 09. Okt 2016 15:45

Mæli alls ekki með að "redda sér tengi" til að geta tengt 8pin pci-e í skjákort.

Spurningin sem þú þarft að spurja er, hversu mikið amper er aflgjafinn minn með á 12Voltinu, og hversu mikið þarf kortið sem ég er að tengja.

Stundum er ástæða fyrir því að maður er ekki með rétta snúru, Eina rökrétta tengingin sem gæti búið til alvöru 8pin pci-e tengi er tengi sem breytir frá tveimur 6pin pci-e tengjum.

6pin pci-e : 75W
8pin pci-e : 150W

12V molex plugið er náttúrulega algjörlega háð aflinu á 12V frá aflgjafanum þínum.

Hvaða Kort ertu að tengja ?

Hvaða aflgjafa ertu með ?




Höfundur
Sparky
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Þri 06. Apr 2004 23:38
Reputation: 0
Staðsetning: Sandgerði
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Molex to 8pin PCI-E

Pósturaf Sparky » Sun 09. Okt 2016 17:45

Þetta er rétt hjá þér. Á einhver 2x 6pin í 8pin adaper hér?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Molex to 8pin PCI-E

Pósturaf jonsig » Sun 09. Okt 2016 20:15

Ég prufaði einhverntíman í skóla að keyra aflfrekt skjákort með svona pin-adapter og tengdi við frekar góðan aflgjafa uþb 800W frá þekktum framleiðanda.

Á meðan hafði ég monitoringu á hitastigi á aflgjafanum og fylgdist með spennustigi,gáruspennu /yfirsveiflur. Sem skilaði sér á afllínur íhluta tölvunnar.

Útkoman var sú að álagið var mishlaðið á aflgjafan sem gerði það að verkum að þau rail sem voru undir eðlilegu álagi fór spennan á þeim að vera óstabíl, tuflanadeyfing á rail´ið fyrir skjákortið fór að sýna slæmt performance. Vegna þess að mengið af þessum aflgjöfum notast við svokallaða hóp-reglun fyrir útgangs aflstýringu.

Þetta hefði skilað sér í stuttri endingu á psu, og solid state þéttar á móbóum/skjákortum ofl hafa töluvert betri endingu en rafvökvaþéttar EN hata spennugárur. Dauðdagi þeirra ákvarðast af hita/spennu og gárum.

þannig að ég giska á að þessi plögg séu no go nema þú hafir tæknilegri psu eins og seasonic eða þessáttar. Og hafa tvö ódýr psu er ekki góð hugmynd nema hafa seasonic týpu.