Síða 1 af 1

[ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:18
af astro
Vantar tvo svona 6pin to 6+2pin eða 8pin kapal sem tengist úr modular PSU og í skjákort. Það eiga eflaust einhverjir svona kapla sem þeir eru ekki að nota í PSU kassanum sínum :)

Mynd

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:28
af Njall_L
Hvernig PSU, mismunandi framleiðendur nota mismunandi pinouts.
Hef t.d. farið yfir tölvu þar sem að skipt var um modular aflgjafa, eigandinn nennti ekki að skipta um kaplana þar sem að tengin voru eins en mismunandi pinouts á köplunum urðu þess valdandi að harðir diskar í vélinni brunnu og skemmdust þar af leiðandi.

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 22:56
af jarpur
Njall_L skrifaði:Hvernig PSU, mismunandi framleiðendur nota mismunandi pinouts.
Hef t.d. farið yfir tölvu þar sem að skipt var um modular aflgjafa, eigandinn nennti ekki að skipta um kaplana þar sem að tengin voru eins en mismunandi pinouts á köplunum urðu þess valdandi að harðir diskar í vélinni brunnu og skemmdust þar af leiðandi.


Skil ekki hvernig þú getur fengið það út. Diskar og drif eru með samhæft pinaut þannig að það á ekki að geta ruglast nema einhverjir misvitrir spekúlantar hafi átt við tengin. [-X

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 23:08
af kizi86
hef átt nokkur modular psus.. eitt psuið hafði bara svona tengi eins og er á pcie og svo mismunandi tengi á hinum endanum.. þannig að jú alveg hægt að setja í vitlaust tengi á psu.. gerði það sjálfur að setja óvart sata brautina í pci-e á psu, tók sem betur fer eftir því áður en kveikti á tölvunni..

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 23:11
af Emarki
Kom þessa snúra ekki með aflgjafanum ?

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fös 12. Ágú 2016 23:30
af jonsig
Að láta minni kapal genga hlutverki stærri kapals er frekar dumb. Það er ástæða fyrir því að hann þarf að vera 8pin , fáðu þér nýtt psu.
Svipað heimskulegt og hafa tvö group-regulated PSU :face

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Lau 13. Ágú 2016 08:40
af Njall_L
jarpur skrifaði:
Njall_L skrifaði:Hvernig PSU, mismunandi framleiðendur nota mismunandi pinouts.
Hef t.d. farið yfir tölvu þar sem að skipt var um modular aflgjafa, eigandinn nennti ekki að skipta um kaplana þar sem að tengin voru eins en mismunandi pinouts á köplunum urðu þess valdandi að harðir diskar í vélinni brunnu og skemmdust þar af leiðandi.


Skil ekki hvernig þú getur fengið það út. Diskar og drif eru með samhæft pinaut þannig að það á ekki að geta ruglast nema einhverjir misvitrir spekúlantar hafi átt við tengin. [-X


Tengin sem fóru í diskana eru alltaf með sama pinout. Hinsvegar voru mismunandi pinout á þeim tengjum sem að fóri í aflgjafann sjálfan. Það olli því að ef Sata Power tengið var mælt þá komu 5V þar sem átti að ver GND o.s.f.v

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Lau 13. Ágú 2016 19:12
af Emarki
Ef aflgjafinn þinn kom ekki með 8 pinna tengi heldur bara 6 pinna þá þýðir ekkert fyrir þig að bara redda nýrri snúra til að leysa það.

6pinna pci-express tengi er 75 wött, 8pinna pci-express tengi er 150 wött.

Þú getur fengið tengi sem tekur 2. 6 pinna pci-e tengi og breytir í 1 stk 8 pinna pci-e.

Athugaðu hvað aflgjafinn ræður við ýtarlega áður enn þú tengir eitthvað annað skjákort.

Til þess að þú skemmir ekki aflgjafann eða kortið.

kv. Einar.

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Sun 14. Ágú 2016 10:20
af jonsig
Hittir naglann á höfuðið Emarki, en þetta er örugglega ekki það sem hann vildi heyra. Ef þú skilur mig :)

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Mán 15. Ágú 2016 17:47
af astro
Aflgjafinn sem ég er með er Gigabyte ODIN GT 800W og er aðeins með 6PIN PCI-e tengjum á aflgjafanum sjálfum. PCI-e kaplarnir sem komu með aflgjafanum (sem ég týndi) eru 6PIN öðru megin (sem fer í PSU) og 6+2 á hinum endanum (sem fer þá í skjákort), og er 25A.

Takk samt fyrir innleggin, þetta er komið og virkar príðilega þrátt fyrir alla besserwisserana sem vita betur :)

Mynd
Mynd

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Mán 15. Ágú 2016 18:02
af Moldvarpan
Hvernig skjákort varstu að tengja við aflgjafann?

Re: [ÓE] PCI-e PSU kapall 6pin to 6+2pin/8pin

Sent: Fim 18. Ágú 2016 19:42
af jonsig
astro skrifaði:Aflgjafinn sem ég er með er Gigabyte ODIN GT 800W og er aðeins með 6PIN PCI-e tengjum á aflgjafanum sjálfum. PCI-e kaplarnir sem komu með aflgjafanum (sem ég týndi) eru 6PIN öðru megin (sem fer í PSU) og 6+2 á hinum endanum (sem fer þá í skjákort), og er 25A.

Takk samt fyrir innleggin, þetta er komið og virkar príðilega þrátt fyrir alla besserwisserana sem vita betur :)

Mynd
Mynd


Hverjir voru þessir besserwisserarnir?
þeir sem vildu forða þér frá því að skemma tölvuna þína?

Það væri gaman að skoða gáruspennuna á rail´inu hjá þér sem er að rústa íhlutunum hjá þér.
Grunar að þú hafir tekið dumb-ass leiðina. Gangi þér vel með það.