Ég fór í Advania um daginn og þau sögðust vera hætt að taka inn Surface vélarnar til sölu, það tæki svo langan tíma að senda þær út í viðgerð að notendaupplifunin hafi verið svo slæm þegar þær biluðu. Að auki væru þau með Dell Venue 11 Pro spjaldtölvuna, dokku og lyklaborð sem væri "sambærileg". Ég er hins vegar mjög hrifinn af Surface tölvunum og langar rosalega mikið að kaupa mér nýju Surface 3.
Spurningin er hins vegar hvar maður gerir það? Þegar ég reyni að forpanta hana í gegnum linkinn hér að ofan kemur í ljós að þeir senda bara innan Bandaríkjanna. Þegar ég vel Microsoft Store Worldwide og vel Ísland gefst mér bara færi á að kaupa Windows og Office hugbúnaðinn.
Er einhver Vaktari sem hefur eða ætlar sér að panta Surface 3 að utan? Dettur ykkur í hug hvaðan maður gæti hugsanlega keypt hana með ásættanlegu sendingargjaldi? Mér dettur í hug að senda skeyti á ShopUSA og þannig þjónustur en ég vil kaupa Type Cover líka og langar helst í evrópskt layout á lyklaborðinu. (Er til eitthvað sem heitir ShopEU? )
Tölvan fer ekki í almenna sölu fyrr en eftir helgi þ.a. það liggur svo sem ekkert á. En það væri gaman að heyra frá einhverjum sem veit hvernig maður getur fengið svona tölvu senda hingað á klakann.
Hvar kaupir maður Surface 3? (non-Pro útgáfuna)
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 215
- Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
- Reputation: 13
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar kaupir maður Surface 3? (non-Pro útgáfuna)
Já er þá bara málið að bíða eftir að vélin fer í almenna sölu og panta hana frá amazon.co.uk? Hver er tollurinn nú til dags á tölvum? Og er vaskurinn 24,5%?