Síða 1 af 1

ÓE pörtum fyrir PS1 verkefni.

Sent: Þri 21. Jan 2014 22:45
af Monk
Óska eftir innvolsi í þetta verkefni: viewtopic.php?f=47&t=58735

Vantar:
SSD - 20GB ætti að vera alveg nóg.

Fartölvu móðurborð með öllu tilheyrandi - þarf að vera ca. 18x14cm eða minna. Þarf að ráða við XBMC hnökralaust, annars skipta speccar litlu máli. Skoða líka að kaupa fartölvu í heilu lagi og slátra henni sjálfur.

DVD drif - Topphlaðið (semsagt með loki, ekki sleða)

USB tengi til að koma fyrir framan á vélinni.

Dremel fjölnotaverkfæri - Ég kaupi það sjálfur fljótlega en það sakar ekki að óska eftir notuðu fyrst ;)

Ódýrt er betra, en ég skoða allt.

Re: ÓE pörtum fyrir PS1 verkefni.

Sent: Þri 21. Jan 2014 23:28
af upg8
Þú getur notað DVD úr fartölvu sem er með sleða, tekur bara skelina af og breytir lítillega. Þarft svo viðeigandi millistykki þar sem það er sjaldnast notast við venjulega SATA kapla á fartölvum. Þú gætir líka hugsanlega þurft SATA yfir í USB ef móðurborðið sem þú færð er úr netbook en þá væri líklega auðveldara að fá top loaded usb drif til að byrja með, fyrri valkosturinn gæti líklega verið ódýrari og því nefni ég hann.

Gætir raunar líka notast við venjulegt DVD drif ef þú ert djarfur og finnur drif sem er með nógu litlu PCB inní skelinni og fjarlægir meðal annars sleðann og annan óþarfa. Hér gerir Ben Heck slíkt mod á Xbox 360 en það er reyndar aðeins minna DVD drif heldur en þau eru flest. http://benheck.com/12-24-2008/pelican-case-xbox-360