Síða 1 af 1

[ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Sun 18. Nóv 2012 02:35
af MarsVolta
Sælir,

Ég er að leitast eftir AppleTV 2. Er líka til í að skoða að kaupa tækið nýtt, er einhver búð sem er ennþá að selja þetta?

Sendið mér PM ef þið eruð með tæki til sölu :)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

***Breytt***

Einnig er ég til í að skoða kaup á nettri Media center vél ef einhver er að selja :happy

Re: [ÓE] AppleTV 2

Sent: Sun 18. Nóv 2012 10:20
af PhilipJ
Ég held þú fáir bara apple tv 3 í verslunum hér á landi. Sem er ekki hægt að gera untethered jailbreak á (sem er líklega ástæðan fyrir að þú ert að leita að nr. 2 :P ). Sem gerir það frekar useless :(

Re: [ÓE] AppleTV 2

Sent: Sun 18. Nóv 2012 11:59
af MarsVolta
PhilipJ skrifaði:Ég held þú fáir bara apple tv 3 í verslunum hér á landi. Sem er ekki hægt að gera untethered jailbreak á (sem er líklega ástæðan fyrir að þú ert að leita að nr. 2 :P ). Sem gerir það frekar useless :(


Sæll,

Ég gerði svo sem ráð fyrir því að það væri engin með þetta í sölu lengur. En já það er planið að jailbreak-a tækið, annars er það eins og þú segir, freeeekar useless ;).

Re: [ÓE] AppleTV 2

Sent: Sun 18. Nóv 2012 15:40
af BugsyB

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Centre vél

Sent: Mán 19. Nóv 2012 23:56
af MarsVolta
Bömp

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Þri 20. Nóv 2012 02:24
af capteinninn
Hvað með að kaupa Raspberry Pi og setja upp XBMC á henni?

Getur fengið græjuna í Miðbæjarradíó ef ég man rétt

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Þri 20. Nóv 2012 03:04
af MarsVolta
hannesstef skrifaði:Hvað með að kaupa Raspberry Pi og setja upp XBMC á henni?

Getur fengið græjuna í Miðbæjarradíó ef ég man rétt


Sæll,

Ég hef verið að pæla í því, en hef áhyggjur af hljómgæðum. Any tips ?

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Þri 20. Nóv 2012 09:37
af AntiTrust
Ég hef lesið um að Raspberry-ið hreinlega höndli ekki afspilun á 720p/1080p með DTS hljóðrás. Hef þó ekki prufað sjálfur, kannski e-r hér sem gæti kommentað betur á þetta.

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Þri 20. Nóv 2012 10:25
af C2H5OH
AntiTrust skrifaði:Ég hef lesið um að Raspberry-ið hreinlega höndli ekki afspilun á 720p/1080p með DTS hljóðrás. Hef þó ekki prufað sjálfur, kannski e-r hér sem gæti kommentað betur á þetta.


ég get sagt að óyfirklukkuð Raspberry á openelec getur ekki spilað 720p/1080p með DTS hljóðrás. Höndlar samt annað HD, það er hægt að yfirklukka upp í 1 ghz og þá hef ég heyrt að hún ráði við það en hef ekki reynt á það

Re: [ÓE] AppleTV 2/Media Center vél

Sent: Þri 20. Nóv 2012 15:22
af BugsyB
rpi ræður við afspilun í hd með dts ef þú ert með passthroug og lætur magnaran decoda hljóðið. meðli með xbian á rpi