Síða 1 af 1

[ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Mán 21. Maí 2012 23:09
af Gislinn
Sælir piltar og dömur,

Ég leita af gömlu drasli á borð við diskettu drif, dot-matrix prentara, gamlir harðir diskar (helst minni en 40 MB á stærð) o.þ.h. dóti. Í raun er ég að leita af öllum hlutum sem innihalda servo eða stepper mótora.

Ef þið eigið einhver hræ, eða vitið um einhvern sem á eitthvað svoleiðis dót fyrir mjög lítið eða gefins þá megið þið endilega vera í sambandi. :happy

Kærar þakkir.

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Mán 21. Maí 2012 23:10
af Klaufi
Smíða robot?

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Mán 21. Maí 2012 23:13
af Gislinn
Klaufi skrifaði:Smíða robot?


Jú það er víst. :)

Á ekki nema 4 róbota núna (3 smíðaðir frá grunni, einn út frá kitti (fyrsti)), svo veit ég ekki hvort maður ætti að flokka 3D prentarann sem stationary róbot. Ef svo er þá eru þeir 5.

Tveir til viðbótar á planinu fyrir þetta ár, mótorar eru bara svo dýrir þar sem USD er orðinn svo hár.

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Mán 21. Maí 2012 23:59
af playman
Hverninn róbóta ertu búin að smíða?
ertu með einhverja síðu sem þú sækir "blueprint"?

Og annars vegar, hvar á landinu ertu staddur?

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:21
af Gislinn
playman skrifaði:Hverninn róbóta ertu búin að smíða?
ertu með einhverja síðu sem þú sækir "blueprint"?

Og annars vegar, hvar á landinu ertu staddur?


Er í Reykjavík. Á einn bíl sem forðast hávaða og ljós (kitt sem ég er búinn að betrumbæta), einn svifnökkva sem átti að fara í hönnunarkeppni HÍ 2009, einn klifrara sem getur klifrað upp lóðréttann vegg með 4kg með sér og svo eina littla þyrlu sem getur flogið eftir gps.

Næst á dagskrá er quadcopter og hexapod, (þegar cnc fræsinn er ready).

Ég er sjúkur þegar kemur að mechatronic. :-)

Engin blueprint, bara orginal hönnun eftir löng research session.

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Þri 22. Maí 2012 09:06
af playman
Gislinn skrifaði:Er í Reykjavík. Á einn bíl sem forðast hávaða og ljós (kitt sem ég er búinn að betrumbæta), einn svifnökkva sem átti að fara í hönnunarkeppni HÍ 2009, einn klifrara sem getur klifrað upp lóðréttann vegg með 4kg með sér og svo eina littla þyrlu sem getur flogið eftir gps.

Næst á dagskrá er quadcopter og hexapod, (þegar cnc fræsinn er ready).

Ég er sjúkur þegar kemur að mechatronic. :-)

Engin blueprint, bara orginal hönnun eftir löng research session.


Djöfull líst mér á þig :happy
Ef þú hefðir verið á Akureyri þá hefði ég getað reddað þér slatta af slátri í þetta project.

Mér hefur alltaf langað að smíða sjálvirkan fræsi, veistu hvar ég get fundið DIY
fræsir sem hentar "byrjendum" í uppsettningu?
Var búin að googla þetta fyrir laungu síðan, en fann aldrey neitt almennilegt.

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Þri 22. Maí 2012 13:35
af Gislinn
playman skrifaði:Djöfull líst mér á þig :happy
Ef þú hefðir verið á Akureyri þá hefði ég getað reddað þér slatta af slátri í þetta project.

Mér hefur alltaf langað að smíða sjálvirkan fræsi, veistu hvar ég get fundið DIY
fræsir sem hentar "byrjendum" í uppsettningu?
Var búin að googla þetta fyrir laungu síðan, en fann aldrey neitt almennilegt.


Það fer eftir því hvort þú viljir smíða kit eða bara fá teikningar og smíða útfrá þeim? Einnig skiptir mjög miklu máli hvað þig langar að fræsa (plast, timbur, ál, harðari málma...)?

Það er fullt af teikningum af fræsum fyrir mjúk efni á netinu, ef maður ætlar í harðari efni (ál, málma o.s.fr.) þá þarf maður oftast að skoða þetta miklu betur. :)

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Þri 22. Maí 2012 14:20
af playman
Gislinn skrifaði:Það fer eftir því hvort þú viljir smíða kit eða bara fá teikningar og smíða útfrá þeim? Einnig skiptir mjög miklu máli hvað þig langar að fræsa (plast, timbur, ál, harðari málma...)?

Það er fullt af teikningum af fræsum fyrir mjúk efni á netinu, ef maður ætlar í harðari efni (ál, málma o.s.fr.) þá þarf maður oftast að skoða þetta miklu betur. :)

Myndi frekar vilja smíða útfrá teikningum, og ég myndi án efa nota mest plast og tré, og hugsanlega eithvað af áli.

Re: [ÓE] Gamalt tölvudót

Sent: Þri 22. Maí 2012 20:00
af Gislinn
playman skrifaði:
Gislinn skrifaði:Það fer eftir því hvort þú viljir smíða kit eða bara fá teikningar og smíða útfrá þeim? Einnig skiptir mjög miklu máli hvað þig langar að fræsa (plast, timbur, ál, harðari málma...)?

Það er fullt af teikningum af fræsum fyrir mjúk efni á netinu, ef maður ætlar í harðari efni (ál, málma o.s.fr.) þá þarf maður oftast að skoða þetta miklu betur. :)

Myndi frekar vilja smíða útfrá teikningum, og ég myndi án efa nota mest plast og tré, og hugsanlega eithvað af áli.


Gætir viljað skoða þetta (linkur). :happy


en on topic, enginn sem á eitthvað gamalt dót í geymslunum sem vill losna við það?