Síða 1 af 1

Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 19:51
af hilmar01
Vantar topp leikjatölvu með skjá, lyklaborð og eitthvað gúdderí væri ekki verra í skiptum fyrir benzann minn. Vil ekki 100k tölvu+pening, vill alvöru keppnisvél á sléttu.

Um er að ræða 90 módel af W124.

260E

2,6 6cyl 160hp, nýupptekin, ný heddpakkning, hedd tekið í gegn, hvarfar fjarlægðir og púst tekið í gegn
Ssk
Ekinn eitthvað yfir 300k
Fer með endurskoðun líklega, er óskoðaður eins og er, þarf einhverja smáást en hefur verið í notkun.
Lækkaður
Tau innrétting í fínu standi
Rafdrifin topplúga, svínvirkar
Mjög ryðlítill

Skiptiverð 245þús. Þessir bílar, jafnvel 4 cyl bílarnir eru að auglýsast í lagi á 3xx þús. Fair verð sem verður ekki haggað.

Fínn í spól ef menn eru að hugsa það, grillar einar á fullu núna, með soðið drif gæti þetta orðið mega skemmtilegur bíll.

Mynd

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 20:26
af DJOli
smurbók?

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 20:39
af mercury
hægt að fá að sjá betri myndir ? hvernig er ástandið á honum ? skoðun ?

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 20:47
af DJOli
tvítugur bíll, þó svo að lúxusbíll sé, ef án smurbókar er jafn verðmætur og 500 króna brauðrist.

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 20:52
af halli7
DJOli skrifaði:tvítugur bíll, þó svo að lúxusbíll sé, ef án smurbókar er jafn verðmætur og 500 króna brauðrist.

Rólegur !

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 20:58
af Black
DJOli skrifaði:tvítugur bíll, þó svo að lúxusbíll sé, ef án smurbókar er jafn verðmætur og 500 króna brauðrist.


ef það er hyundai eða kia e-ð kóreskt drasl, Bensinn þolir það alveg að vera ekki smurður á réttum tíma.. og það eru ekki allir bílar með smurbók, t.d ég sé um viðhald á mínum bíl og smyr hann sjálfur skipti um bremsuborða etc.. ég hef reyndar skrifað í smurbókina en það eru ekki allir sem gera það,

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 21:04
af GullMoli
DJOli skrifaði:tvítugur bíll, þó svo að lúxusbíll sé, ef án smurbókar er jafn verðmætur og 500 króna brauðrist.


4. gr.

Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.
Það er stranglega bannað að búa til tvo eða fleiri þræði um sama hlutinn.

Ekki koma með svona óþarfa athugasmend þegar þráðarhöfundur hefur ekki einu sinni svarað upprunalega innlegginu þínu.

Re: Leikjatölva í skiptum fyrir W124 Benz, 260E 6cyl

Sent: Mán 13. Feb 2012 22:45
af hilmar01
DJOli skrifaði:tvítugur bíll, þó svo að lúxusbíll sé, ef án smurbókar er jafn verðmætur og 500 króna brauðrist.


Frekari póstar frá þér í þennan þráð eru afþakkaðir.

Til ykkar hinna, hann er í fínu standi þannig séð, er óskoðaður eins og er en fer í skoðun við fyrsta tækifæri og fer frá mér líklega á enduskoðun útá að minnsta kosti drifskaftsupphengju. Fengi þá endurskoðun 3 sem væri hægt að fá frest fram í enda apríl á þannig að hægt er að nota hann vandræðalaust í tvo og hálfan mánuð. Fékk síðast endurskoðun í fyrra útá eitthvað smá sem á að vera eitthvað búið að kíkja á. Perur og smotterí. Einhver nokkur skipti eru skrifuð í smurbók, annars er þetta þannig bíll að hann ætti ekki að hafa verið vanræktur.

Boddíið er ryðlítið, sérstaklega miðað við aðra svona bíla sem ég hef séð. Stærsti útlitsgallinn er brotinn framstuðari sem ég er að bíða eftir svari með frá náunga sem er að rífa svona bíl. Mjög gott að keyra hann, en löngunin í BF3 er sterkari en að eiga þennan sem aukabíl.

Betri myndir koma þegar birtir á morgun.