Síða 1 af 1

Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 18:16
af xaim
Vantar Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá fyrir Toshiba Satellite A200-1GU , held að skjárin sé bilaður. Hann gefur smá Brightness í sig í Neðra hægri horni þegar hún kveikir á sér en dimmir svo þannig mar varla sér stafina eða backgroundið
Prufaði að tengja annan skjá við VGA outputtið og það svínvirkar og ekkert óeðlilegt þar ..

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 19:09
af Athena.V8
xaim skrifaði:Vantar Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá fyrir Toshiba Satellite A200-1GU , held að skjárin sé bilaður. Hann gefur smá Brightness í sig í Neðra hægri horni þegar hún kveikir á sér en dimmir svo þannig mar varla sér stafina eða backgroundið
Prufaði að tengja annan skjá við VGA outputtið og það svínvirkar og ekkert óeðlilegt þar ..


Þá er skjárinn í fínu lagi... Þig vantar inverter

Kom upp álíka vandamál með T60 vélina mína, skjárinn lýstist upp
þegar ég breytti skjábirtu-stillingunum og svo dó birtan á slow motion pace
Inverterinn var vandamálið

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 19:36
af topas
Ég á skjá í þessa vél... verð 10.000 með ísetningu

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:07
af xaim
ætla aðeins að skoða þetta fyrst þetta getur kannski verið inverterin eða Lampin í skjánum

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:10
af biturk
xaim skrifaði:ætla aðeins að skoða þetta fyrst þetta getur kannski verið inverterin eða Lampin í skjánum


prufaðu að slökkva ljósin hjá þér og lýsa á skjáinn með vasaljósi.....ef þú sérð myndina þá er inverterinn farinn :happy

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:20
af xaim
ég sé myndina með að líta mjööööög djúpt á skjáinn ..þetta er eins og að lækka brigthness í 1 af 100 möguleikum

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:21
af biturk
já, þá er inverter farinn, engin ástæða til að skipta um skjáinn í heilu lagi, hann er fínn hjá þér :happy

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:24
af xaim
hvar er hægt að kaupa inverta á landinu ..þeas fyrir utan af notuðum tölvum hjá einstaklingum ...hvað kosta þeir ef svo er ?

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:33
af biturk
það er held ég ill mögulegt þó ég viti það ekki

best er að panta bara af ebay eða svipuðu og skella í, kostar yfirleitt lítið og oft á tíðum er hægt að skrúfa úr og í þó ég þekki það ekki ´þessari tilteknu tölvu......gætir þurft að lóða

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:37
af xaim
þessi inverter er reyndar bara skrúfaður í og tengdur með tveim snúrum

Re: Vantar 15.4" TFT Ferðatölvu skjá

Sent: Sun 11. Sep 2011 00:39
af xaim
Sorry en vantar ekki skjá lengur ég náði að redda mér öðrum inverter og hann lagaði vandamálið en takk samt