Síða 1 af 1

Skjákort óskast

Sent: Fim 04. Ágú 2011 16:17
af NiveaForMen
Daginn

Ég er að leita eftir skjákorti þar sem gamla 9600gt kortið virðist vera byrjað að svíkja. Þar sem það stendur til að fjárfesta í nýrri tölvu áður en langt um líður vil ég frekar kaupa notað skjákort en nýtt.

Móðurborð : Gigabyte P35 - DS3L
Örgjörvi : Q6600 orginal klukkun
Minni : 4 GB
PSU : ~ 500w

Hversu öflugt skjákort telið þið að tölvan ráði við, viti þið um svoleiðis kort eða eigið jafnvel til sölu?

Svör óskast í þræði eða í einkaskilaboðum.

Re: Skjákort óskast

Sent: Fim 04. Ágú 2011 17:03
af MatroX
ég skal selja þér 480gtx

Re: Skjákort óskast

Sent: Fim 04. Ágú 2011 17:48
af AncientGod
ef þú vilt ódýrt en samt gott þá skal ég selja þér Geforce 8800GTX kortið sem ég á fyrir 5.000 krónur.

Re: Skjákort óskast

Sent: Fim 04. Ágú 2011 18:15
af NiveaForMen
Sælir, eftir á sé ég að gáfulegt hefði verið að láta verðhugmynd fylgja með, en það væri um 10-15þ kr.

Matrox: Heldurðu að tölvan ráði við kortið? Sá ég ekki rétt að þú settir ca 45þ á kortið? Það er töluvert meira en ég hafði hugsað mér, en takk samt.

AncientGod: Flott, það kemur vel til greina. Leyfum þessu að hanga þangað til um helgina, verðum svo í bandi.

Re: Skjákort óskast

Sent: Fim 04. Ágú 2011 18:28
af BirkirEl
Er að selja ati4850, hæsta boð í það er 5000. Mátt endilega bjóða.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk