ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 00:11

Þá er ég endanlega búinn að gefast upp á að gera við R60 vél konunar (pantaði inverter, svo backlight og nú virðist sem inverterinn sem ég fékk fyrst hafiverið gallaður)

Það er líka ekki hollt fyrri hjónabandið að hafa hana standandi yfir sér með skeiðklukku.

Hún er í skóla og 14,1" vélin hennar var hvort sem er orðin stór og klunnaleg m.v. þær sem hinar stelpurnar voru með.

Endilega aðstoðið mig við að finna nýja vél eða bjóðið mér sniðuga tölvu til sölu fer í þetta í vikunni, helst á morgun.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf SolidFeather » Mið 19. Jan 2011 00:15




Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 00:21

SolidFeather skrifaði:http://www.netverslun.is/verslun/product/TP-EDGE-13-K625-4500-ATI-Sv%C3%B6rt-6s-W7HP,12331,327.aspx


Ég er intel maður og horfi á að það verði að slá þessa út: http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 9,327.aspx

Það þarf að vera eitthvað helvíti krassandi.

Svo mun ég eftir megni reyna að krúnka út afslátt hjá Nýherja, en held að þeim þar sé ekkert voðalega vel mig þessa dagana...



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf SolidFeather » Mið 19. Jan 2011 00:24

Er þetta ekki skólavél fyrir konuna?

Þessi sem ég benti á er létt og hitnar ekki mikið.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 00:28

SolidFeather skrifaði:Er þetta ekki skólavél fyrir konuna?

Þessi sem ég benti á er létt og hitnar ekki mikið.


Ég benti á eins vél bara með Intel... ég er með fordóma gagnvart AMD.

= Virkilega flott ábending hjá þér sem ég mun hafa í huga og meta upp á hvort Intel sé þess virði. Var bara að benda á að þú hittir strax næstum í Bullseye m.v. mínar pælingar. =D>




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jan 2011 00:31

rapport skrifaði:Ég er intel maður og horfi á að það verði að slá þessa út: http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 9,327.aspx


Hvað er að þessari? Ef ég væri að finna mér litla vél fyrir skólann í dag væri það líklega ofangreind vél eða :
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 0,420.aspx



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 00:36

Þið bendið bara á AMD týpurnar, ég er tilbúinn að borga auka fyrir að fá intel. Treysti AMD ágætlega en bara ekki í fartölvum...

En vélarnar sem þið hafið bent á eru NICE mun reyna komast í að versla á morgun.

Held mig við Intel TP EDGE vélina í bili allavega.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jan 2011 00:44

rapport skrifaði:Þið bendið bara á AMD týpurnar, ég er tilbúinn að borga auka fyrir að fá intel. Treysti AMD ágætlega en bara ekki í fartölvum...

En vélarnar sem þið hafið bent á eru NICE mun reyna komast í að versla á morgun.

Held mig við Intel TP EDGE vélina í bili allavega.


Alveg sammála þér svosem hvað varðar Intel VS. AMD, og þá sérstaklega í fartölvum. Líklega myndi ég fá mér i380 Edge vélina, það angrar mig hinsvegar hversu cheap hún lúkkar m.v. Lenevo.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 00:51

AntiTrust skrifaði:
rapport skrifaði:Þið bendið bara á AMD týpurnar, ég er tilbúinn að borga auka fyrir að fá intel. Treysti AMD ágætlega en bara ekki í fartölvum...

En vélarnar sem þið hafið bent á eru NICE mun reyna komast í að versla á morgun.

Held mig við Intel TP EDGE vélina í bili allavega.


Alveg sammála þér svosem hvað varðar Intel VS. AMD, og þá sérstaklega í fartölvum. Líklega myndi ég fá mér i380 Edge vélina, það angrar mig hinsvegar hversu cheap hún lúkkar m.v. Lenevo.


nkl. munurinn á TP EDGE og TP er það sem vefst fyrir mér.

En ef ég hef ekki tekið eftir einhverri flottri MSI eða ASUS vél eða bara einhverri sem er lítil, vönduð og flott... þá væri ég líka til í að stökkva á eina slíka...

Sýndi t.d. konunni i7 ASUS vél sem er hérna til sölu á 200þ. og hún glotti bara sagði "NEI TAKK" og horfði á mig eins og ég væri klikk í kúlunni, ég sem var bara að reyna að vera nice... skilurru... :oops:




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jan 2011 01:01

Þótt ég sé yfirhöfuð ekki mjög hrifinn af Packard Bell vélum eftir að hafa þjónustað þær, þá verð ég að gefa þessari vél hérna að hún er mjög vel spekkuð, og lítur furðusexí út. Ef þessar batterýstölur ná 80% í realtime usage m.v. uppgefið er það ekkert slor heldur.

Sjá : http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23651

Svo verð ég að gefa TimeLine línunni frá Acer það líka eftir að hafa handfjatlað nokkrar að þær virðast vera með sæmilegt build quality og fína spekka.

Sjá : http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9986cb7586

Hérna er ein Asus vél, hef litla sem enga reynsly af þeim en tölurnar ljúga víst ekki, og Asus síðast þegar ég vissi efst á reliability listanum.

Sjá : http://tl.is/vara/20601



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf SolidFeather » Mið 19. Jan 2011 01:12

Svo má ekki gleyma TrackPad-inum sem TP eru með. Gætekki verið án hans.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Jan 2011 01:13

Er sjálfur með Toshiba Satellite T130 13.3", fannst hún hundleiðinleg þar til ég skellti í hana SSD, mæli klárlega með þessum vélum ef þú getur nálgast þær (veit ekki hvort við eigum enn 1x svart eintak niðrí vinnu, annars ef TL á þessa hvítu http://www.tl.is/vara/20037 væri það örugglega vinsælt hjá frúnni ).

Ef þetta er bara basic skriffinnska og vefráp þarftu ekki að hafa áhyggjur af örgjörvanum, það er ágætis kraftur í honum og keyrir mjög kaldur. Annars mæli ég frekar með því, fyrir svona vél, að vera ekkert að eltast við/borga mikið fyrir einhvern svaka örgjörva og skjástýringu. Frekar spara peninginn og fá þér SSD í staðin. Miklu meira snappy í vinnslu og keyrir kaldar/betri rafhlöðuending sökum "slakari" vélbúnaðs.
Annars verð ég að vera sammála þér, borgaðu meira fyrir Intel. Eins og staðan er í dag og hefur verið síðustu ár þá mæli ég eindregið á móti því að fá sér fartölvu með AMD örgjörva. Þeir einfaldlega draga meira rafmagn, hitna þar af leiðandi meira sem veldur verri batterýsendingu og meiri hávaða.

Rauntíminn á rafhlöðunni hjá mér með Mushkin Callisto SSD disk er ca. 8klst með lága birtu á skjánum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jan 2011 01:27

Klemmi skrifaði:Frekar spara peninginn og fá þér SSD í staðin. Miklu meira snappy í vinnslu og keyrir kaldar/betri rafhlöðuending sökum "slakari" vélbúnaðs.
Annars verð ég að vera sammála þér, borgaðu meira fyrir Intel. Eins og staðan er í dag og hefur verið síðustu ár þá mæli ég eindregið á móti því að fá sér fartölvu með AMD örgjörva.


Yfirleitt hef ég verið með á planinu að henda SSD í i7 vélina mína, en ákvað að byrja á að henda einum í T60 vélina í staðinn. Fór í því umhugsunarferli að skoða kosti og galla og gat ekki betur séð en að flest öll þau review/benchmarks sem ég skoðaði gaf til kynna að SSD væri ekki að spara rafmagn, heldur yfirleitt að eyða meira rafmagni en HDD.

Hefur þetta breyst e-ð á síðasta ári/mánuðum? Væri rosalega gaman að fá e-ð feedback frá þeim sem til þekkja hvort það séu ákveðnir diskar sem taka minna rafmagn en aðrir eða eru komnir lengra á veg í powersave tækni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 01:42

Hvernig tók T60 vélin í SSD?

Ertu með T7600 í henni?



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf kjarribesti » Mið 19. Jan 2011 01:49



_______________________________________

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 01:53

kjarribesti skrifaði:http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=3005&id_sub=4169&topl=245&page=1&viewsing=ok&head_topnav=LAP_TOS_T130-10G
þessi er svosem ekki slæm ?


Hún er heldur ekki neitt æðisleg.

Ég vil frekar kaupa TP EDGE vélina í von um að hún bæði endist lengi vélbúnaðarlega séð og verði ekki "úreld" of fljótt tæknilega séð.

Búinn að senda betlpóst... nú er farinn að sofa og leggjast á bæn um að Jólasveinninn verði hjá Nýherja á morgun.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jan 2011 09:25

rapport skrifaði:Hvernig tók T60 vélin í SSD?

Ertu með T7600 í henni?


Ekki enn kominn í, bara búið að taka ákvörðunina ;) Verður keyptur í byrjun næsta mánaðar.

En nei, ég er með T2400 í henni. Hafði hugsað mér að skipta honum út fyrir T5500 þar sem hann er 64bit og ég vill nýta þessi 4GB af ram sem ég er með í henni en chipsetið í henni er víst 32bit only og T5500 styður ekki VTx. Annars er ég að fíla T2400, hann er að virka fínt fyrir low-volted CPU og er að skila mér 4.5klst á tæplega 2 ára gamalli 9cell. IBM að standa fyrir sínu.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1572
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 47
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf Benzmann » Mið 19. Jan 2011 09:35

http://www.samsungsetrid.is/vorur/154/

aðeins dýrari en þú hafðir hugsað þér, en still góðir speccar á henni miðað við stærð.

ef ég væri að kaupa mér fartölvu í dag, þá væri þetta eflaust hún.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 12:33

benzmann skrifaði:http://www.samsungsetrid.is/vorur/154/

aðeins dýrari en þú hafðir hugsað þér, en still góðir speccar á henni miðað við stærð.

ef ég væri að kaupa mér fartölvu í dag, þá væri þetta eflaust hún.


Sammála, þessi vél er með DVD drifi , ögn lelegri CPU, meira minni, myndavél, lookið er með þessari...

EN... nVidia skjástýring (liklega á móðurborðinu í svona lítilli vél) = þó nokkrar líkur á lélegum lóðningum og vandræðum með skjástyringuna í framtiðinni. nVidia er bara klikka á þessu sviði allt of oft. Veit um vandamál hjá Acer, PackardBell, Dell o.f.l. vegna þessa... líka bara í skjákortunum þeirra sem fólk hefur verið að "baka" til að þau endist lengur...

IBM vélin fær almennt ágætis review og ég veit hvaða áhættu ég er að taka þar, 1.generation vélar hjá þeim hafa átt það til að vera með bögga en aldrei það slæma að það hrjái notendur mikið eða vélarnar verði óstarfhæfar. (nema kannski T60 dokku vandamalið).



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1572
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 47
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf Benzmann » Mið 19. Jan 2011 12:36

rapport skrifaði:
benzmann skrifaði:http://www.samsungsetrid.is/vorur/154/

aðeins dýrari en þú hafðir hugsað þér, en still góðir speccar á henni miðað við stærð.

ef ég væri að kaupa mér fartölvu í dag, þá væri þetta eflaust hún.


Sammála, þessi vél er með DVD drifi , ögn lelegri CPU, meira minni, myndavél, lookið er með þessari...

EN... nVidia skjástýring (liklega á móðurborðinu í svona lítilli vél) = þó nokkrar líkur á lélegum lóðningum og vandræðum með skjástyringuna í framtiðinni. nVidia er bara klikka á þessu sviði allt of oft. Veit um vandamál hjá Acer, PackardBell, Dell o.f.l. vegna þessa... líka bara í skjákortunum þeirra sem fólk hefur verið að "baka" til að þau endist lengur...

IBM vélin fær almennt ágætis review og ég veit hvaða áhættu ég er að taka þar, 1.generation vélar hjá þeim hafa átt það til að vera með bögga en aldrei það slæma að það hrjái notendur mikið eða vélarnar verði óstarfhæfar. (nema kannski T60 dokku vandamalið).



samt, Acer og Packard bell eru ekkert eitthvað High Quality vörur, svo það er hægt að búast við þessu hjá þeim.


hef reyndar aldrei átt Samsung tölvu, og sé þær ekki mikið á verkstæðinu, svo ég myndi alveg taka áhættuna á að kaupa mér þessa.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf stebbi23 » Mið 19. Jan 2011 13:00

Samsung eru náttlega mjög nýir í fartölvum sem er kannski ástæðan fyrir að þú sérð engar, en þeir eru samt stærstir í skjám, minnum og mjög stórir í hörðum diskum.
Mæli samt hiklaust með merkinu, veit að þeir eru með fáránlega litla bilunartíðni í sjónvörpum og myndavélum(0,014% sem er 1,5 á hverjar 1000. 5% er viðurkennt).
Þeir voru litlir í sjónvörpum og ákváðu svo að verða stærstir, búið. Voru litlir í compact myndavélum og ákváðu að verða stærstir, búið.
Og mig minnir að þeir hafi sagst ætla að verða stærstir í fartölvum sem er held ég erfiðara verk svo ég myndi veðja að þeir geri vélarnar vel.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 13:07

Svo maður slái um sig...

Benjamin Franklin skrifaði:When in doubt, don't.


= Ég vel það sem ég treysti :arrow: "ThinkPad" þetta logo greinilega selur 8-[



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7659
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 13:57

Fór og skoðaði TP EDGE vélina áðan og við frúin féllum fyrir henni og við fáum vélina seinnipartinn...

Þessi vél er algjört fis, flott og sterklega byggð, er bara farinn að hlakka til að fáhana heim \:D/




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: ÓE - lítilli fartölvu MAX 150þ.

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Jan 2011 18:35

AntiTrust skrifaði:
Klemmi skrifaði:Frekar spara peninginn og fá þér SSD í staðin. Miklu meira snappy í vinnslu og keyrir kaldar/betri rafhlöðuending sökum "slakari" vélbúnaðs.
Annars verð ég að vera sammála þér, borgaðu meira fyrir Intel. Eins og staðan er í dag og hefur verið síðustu ár þá mæli ég eindregið á móti því að fá sér fartölvu með AMD örgjörva.


Yfirleitt hef ég verið með á planinu að henda SSD í i7 vélina mína, en ákvað að byrja á að henda einum í T60 vélina í staðinn. Fór í því umhugsunarferli að skoða kosti og galla og gat ekki betur séð en að flest öll þau review/benchmarks sem ég skoðaði gaf til kynna að SSD væri ekki að spara rafmagn, heldur yfirleitt að eyða meira rafmagni en HDD.

Hefur þetta breyst e-ð á síðasta ári/mánuðum? Væri rosalega gaman að fá e-ð feedback frá þeim sem til þekkja hvort það séu ákveðnir diskar sem taka minna rafmagn en aðrir eða eru komnir lengra á veg í powersave tækni.


Ég hef líklega ekki komið þessu nægilega vel frá mér, ég var aðallega að tala um að vélin í heild með "slappari" örgjörva og skjástýringu myndi skila sér í lengri rafhlöðuendingu :)

En þó varðandi hina spurninguna, að þá af þeim reviewum sem ég hef séð þá eru Intel diskarnir að koma bezt út varðandi orkunotkun. Það þarf þó að passa upp á að skoða þetta með réttu hugarfari. SSD diskarnir eyða nánast jafn miklu og venjulegir diskar í idle og einnig nánast jafn miklu og venjulegir diskar í full load. Hins vegar eru þeir sneggri að hlutunum s.s. vinna meiri vinnu á hverri tímaeiningu en nota álíka mikið rafmagn m.v. tíma.
Það má s.s. ekki láta blekkja sig á því að horfa bara á idle wattage og load wattage.

Annars hef ég ekki rekist á neitt nýlegt um að nýrri stýringar séu farnar að minnka orkunotkunina enn fremur :(