Síða 1 af 1

Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Þri 08. Des 2009 21:19
af gardar
Óska eftir Zyxel Prestige 600 router sem er stilltur inn á kerfið hjá tal/hive.

Það hlýtur einhver sem hefur flutt sig frá tal yfir til símans að eiga svona router á lausu :)

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Þri 08. Des 2009 22:26
af dave57
Á, einn svona frá Hive, annan frá Vodafone... Þarf kannski að grafa aðeins í geymslunni :-)

Kv. Davíð

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Þri 08. Des 2009 22:31
af depill
Þið væntanlega vitið að það eru harðkóðuð username og password inní þessa routera? Frá HIVE/Tal það er, þannig að routerinn mun kannski ekki virka í dag þar sem það sé búið að disable routerinn sem er líklegt að hafi gerst hafi hann ekki skilað routernum og hann hefur verið merktur sem týndur/ónýtur ( eða hann er að fara fá óskemmtilegt bréf frá Tal með rukkun fyrir honum )

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Þri 08. Des 2009 23:06
af gardar
depill skrifaði:Þið væntanlega vitið að það eru harðkóðuð username og password inní þessa routera? Frá HIVE/Tal það er, þannig að routerinn mun kannski ekki virka í dag þar sem það sé búið að disable routerinn sem er líklegt að hafi gerst hafi hann ekki skilað routernum og hann hefur verið merktur sem týndur/ónýtur ( eða hann er að fara fá óskemmtilegt bréf frá Tal með rukkun fyrir honum )



Ef þú ert búinn að borga af routernum í ár, þá áttu hann. Eða það sögðu tal menn mér amk...

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 00:25
af Carc
Ég á einn 660HW-61. Keypti hann á sínum tíma þannig ekkert svona TAL/Hive vessen.

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 01:53
af mind
gardar skrifaði:
depill skrifaði:Þið væntanlega vitið að það eru harðkóðuð username og password inní þessa routera? Frá HIVE/Tal það er, þannig að routerinn mun kannski ekki virka í dag þar sem það sé búið að disable routerinn sem er líklegt að hafi gerst hafi hann ekki skilað routernum og hann hefur verið merktur sem týndur/ónýtur ( eða hann er að fara fá óskemmtilegt bréf frá Tal með rukkun fyrir honum )



Ef þú ert búinn að borga af routernum í ár, þá áttu hann. Eða það sögðu tal menn mér amk...


Þetta lítur bara út fyrir að vera hræðsluáróður.

Nema tal sé bókstaflega að opna hvern einasta router og lóða kubb við hann þá er notendanafn og lykilorð ekki fast við routerinn!

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 03:05
af andr1g
Þú getur alveg breytt notendanafninu og lykilorðinu.. en langlíklegast er lykilorðið inná routerinn eitthvað sem Tal hefur, það er sjaldnast admin á router frá þeim. Alltaf hægt að prufa að resetta.

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 13:07
af depill
mind skrifaði:Þetta lítur bara út fyrir að vera hræðsluáróður.

Nema tal sé bókstaflega að opna hvern einasta router og lóða kubb við hann þá er notendanafn og lykilorð ekki fast við routerinn!

Væntanlega hefurðu ætlað að kvóta í mig ( bara ), það er ekki lóðað í kubb, harðkóðað er kannski of hart speaking en samt auðveldast að útskýra það þannig.

HIVE/Tal fundu uppá því að þeir gætu sparað í þjónustukostnaði með því að hleypa ekki fólki inná routerana og líma allar nauðsynlegar upplýsingar undir routerana og láta einfaldan bækling fylgja með. Þannig fengju þeir einstaka væl frá ofurnördanum sem vill gera allt sjálfur, en slepptu við alla aulana sem voru að reyna gera portforward á ytri töluna með því að breyta notendanafninu ( vá ég vann í Nethjálpinni hjá Vodafone, það var virkilega skrítið hvað fólk var að reyna gera við routerana ).

Þess vegna tók HIVE/Tal sig til og gerði sitt config, það gengur út á það að breyta default http administration portinu, bæði svo að routerinn svari ekki venjulega og svo ef það það skyldi einhver vilja forwarda porti 80 þá er það hægt. Og svo er LAN-to-LAN regla sem bannar samskipti inná routerinn ( var allavega þannig, þegar ég var að gera þetta í afleysingjum þegar ég vann hjá HIVE ( þetta er ekki gert samt handvirkt, það er scripta sem þarf að keyra handvirkt á nokkra í einu :P ) ).

Það sem er gert er að setja inn username og password inná routerinn, breyta default admin porti, banna samskipti inná routerinn nema frá IPnetinu uppí skrifstofum og breyta lykilorðinu inná routerinn inní obscure lykilorð sem var frekar langt og ég man ekki hvernig er í dag ( það er samt lítið mál þannig séð að phisa þetta lykilorð af Tal ef viljinn er fyrir hendi ) og svo er rom-0 skráin ( sambærilegt við running-config ) hent yfir á rom-d ( default ), þannig að í hvert skipti sem routerinn er resetaður að þá fer hún í gamla configið.

Ef þú veist ekki lykilorðið inná routerinn, þá ertu screwed, nema þú reynir eithvað hack sem þú átt ekki að geta gert þar sem að eldveggurinn bannar samskipt inná routerinn ( nema frá IPneti TAL/Hive, þetta er samt ekki alltaf, bæði lazy þjónustufulltrúa slökkva stundum á eldveggnum og í einhverjum týpum sérstaklega VoIP routerunum var þetta ekki virkt ). Og ef þig langar til þess að nota routerinn með öðrum ISPa ertu screwed þar sem þú getur ekki resetað hann nema í configið frá HIVE/Tal ( þetta var b.t.w líka gert hjá Vodafone, nema að fólk fékk að vita lykilorðið inná routerinn ).

Þetta með að fólk eignist routerinn eftir 12 mánuði er þá eithvað glænýtt, og ég myndi fá þetta skriflegt eða taka símtalið upp ( mundu þú verður að tilkynna þjónustufulltrúanum að þú sért að taka símtalið upp, annars er það ólöglegt ). Þar sem að ég þekki til þess að HIVE/Tal hafi elt fólk uppi með routerana með lögfræðingi og veseni.

Skilmálar TAL skrifaði:#
Áskrifandi fær afnot af endabúnaði (router) frá Tali, gegn gjaldi. Áskrifandi skuldbindur sig til þess að leyfa ekki öðrum að nota búnaðinn með því að selja, leigja, gefa eða láta hann með öðrum hætti af hendi. Eyðileggist eða glatist endabúnaðurinn ber áskrifanda að greiða fyrir hann samkvæmt gildandi gjaldskrá Tals hverju sinni. Segi annar aðilinn upp áskrift, ber áskrifanda að skila endabúnaði innan 7 daga. Geri hann það ekki hefur Tal heimild til að skuldfæra andvirði hans samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.

#
Uppsögn á þjónustu skal berast skriflega og miðast ávallt við 1. dag næsta mánaðar á eftir. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en ADSL búnaði (router) hefur verið skilað og áskilur Tal sér rétt til að taka gjald fyrir þjónustuna fram að þeim tíma.


Svo ég myndi ekki treysta þessu, að þú eignist búnaðinn. Enda er þannig séð ekkert að þú að leigja búnað, þannig séð mjög þægilegt þar sem að þú ert upgrade-safe. Ef að þú þarft að fara í VDSL, ljós eða whatever þarftu ekki að kaupa neitt bara skipta um búnað.

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 13:49
af gardar
Af mér vitandi, þá opna þeir þessa routera fyrir alla í dag... Þar að segja adsl routerana sem eru ekki voip routerar... Þeir hafa allavega opnað 2 routera fyrir mig :)
Ég er búinn að vera hjá hive/tal frá því á fyrsta ári hive... Í mörg ár vildu þeir ekki opna eitt né neitt, en virðast vera farnir að gera það núna, prófaðu bara að hringja upp í þjónustuver depill :)

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 09. Des 2009 14:03
af depill
gardar skrifaði:Af mér vitandi, þá opna þeir þessa routera fyrir alla í dag... Þar að segja adsl routerana sem eru ekki voip routerar... Þeir hafa allavega opnað 2 routera fyrir mig :)
Ég er búinn að vera hjá hive/tal frá því á fyrsta ári hive... Í mörg ár vildu þeir ekki opna eitt né neitt, en virðast vera farnir að gera það núna, prófaðu bara að hringja upp í þjónustuver depill :)


Ég þekki svo mikið af fólki þarn að ég hef alltaf bara notað mína eigin routera ( og hef þess vegna ekki þörf fyrir að láta opna routerinn ). Ég er hjá TAL og er með minn Cisco 877-M router tengdan við þá syncandi á 16/2 :)

En já það er vonandi að þetta sé svona, en ég myndi samt tékka hvort að þeir leyfa þér að eiga routerinn :P

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mið 16. Des 2009 02:51
af gardar
bömp!

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Fös 25. Des 2009 16:42
af gardar
bump!

Re: Óska eftir Tal/Hive Zyxel Prestige 600 router

Sent: Mán 04. Jan 2010 18:33
af gardar
bump!