Síða 1 af 1

Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 08:55
af Fumbler
Hvar hérna á klakanum finn ég svona rör, sem er frá hliðinni á kassanum og nær að CPU viftunni.

Eitthvað svipað og er á þessari mynd sem ég fann
Mynd
Smella á myndina til að fá stærri mynd

Getur einhver sagt mér var ég get verslað svona, finn það ekki á þessum helstu vef verslunum.

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 11:21
af demigod
dettur í hug Landvélar, þeir eru allavega með allskonar rör fyrir bíla og tæki, kanski ekki custom made fyrir tölvur en eitthvað sem hægt er að nota kanski

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 11:29
af ManiO
Gætir fiffað þetta sjálfur með smá mausi. Eldhúsrúlla, "smá" duct tape og pappi.

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 11:46
af KermitTheFrog
Ég á svona heima úr CoolerMaster Centurion 5 kassa. Er ekkert að nota þetta...

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 11:58
af tolli60
það var svona rör í kassa sem ég keypti í computer.is kannski er hægt að kaupa þau stök

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 11:59
af gardar
ManiO skrifaði:Gætir fiffað þetta sjálfur með smá mausi. Eldhúsrúlla, "smá" duct tape og pappi.



Er sniðugt að vera að þvælast með eldfiman pappa í kringum sjóðheitan cpu?

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 12:23
af KermitTheFrog
gardar skrifaði:
ManiO skrifaði:Gætir fiffað þetta sjálfur með smá mausi. Eldhúsrúlla, "smá" duct tape og pappi.



Er sniðugt að vera að þvælast með eldfiman pappa í kringum sjóðheitan cpu?


Hvað ætli það þurfi heitt loft til að kveikja í pappa? Það er eitthvað aðeins hærra en lofthitinn inni í venjulegum kössum er.

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 12:25
af ManiO
gardar skrifaði:
ManiO skrifaði:Gætir fiffað þetta sjálfur með smá mausi. Eldhúsrúlla, "smá" duct tape og pappi.



Er sniðugt að vera að þvælast með eldfiman pappa í kringum sjóðheitan cpu?



Nota þunnan pappa sem er notaður í pappakassa, og setja svo vel af duct tape-i yfir,þetta fer líka bara yfir viftuna, kemst ekkert í snertingu við yfirborð örgjörvans og snertiflatar kælingarinnar. Svo að hitinn sem að þetta væri í væri MAX í kringum 60°C, ef það færi einhverntímann svo hátt.

Ef einhver er djarfur er hægt að kanna þetta með ofni og smá pappa kassa bút. :roll: ATH: Hvorki ég né Vaktin mælir með að einhver prófi þetta.

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 12:56
af Fumbler
Takk fyrir þetta, ég er búinn að finna.
ég átti leir fram hjá start.is og kíkti þar inn, þeir voru með nokkra svona ofaní tilboðs kassa, tók einn á 250 kr.

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 13:38
af Gúrú
ManiO skrifaði:
gardar skrifaði:
ManiO skrifaði:Gætir fiffað þetta sjálfur með smá mausi. Eldhúsrúlla, "smá" duct tape og pappi.

Er sniðugt að vera að þvælast með eldfiman pappa í kringum sjóðheitan cpu?

[...]


Hafið þið hugvitringarnir heyrt af plastglösum :) (Einnota jafnvel)
Fást í öllum stærðum og gerðum og eru létt og loftheld?

Re: Hvar finn ég Rör fyrir ofan CPU viftu

Sent: Fim 05. Nóv 2009 14:52
af Lallistori
Hafið þið hugvitringarnir heyrt af plastglösum :) (Einnota jafnvel)
Fást í öllum stærðum og gerðum og eru létt og loftheld?


Haha ætlaði einmitt að fara benda á þetta :D