[ÓE] Túbuskjá, CRT monitor

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Skjámynd

Höfundur
acapulco22
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2023 22:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[ÓE] Túbuskjá, CRT monitor

Pósturaf acapulco22 » Mið 05. Jún 2024 17:24

Ég þrái að hafa það old school, er ekki picky, bara eins lengi og hann á einhvað eftir, Skal taka hann niður stigann ókeypis,

Annars er ég til að greiða 5000/10000 krónur fyrir flott eintak, 17 til 21 tommu međ ágætt refresh rate

Einhvað sem myndi gera Unreal Tournament, Quake, CS 1.6 betri upplifun, myndi að sjálfsögðu taka af ykkar höndum, er einhver sem vill blessa mig með sínum gamla?

Takk fyrir! :D
Síðast breytt af acapulco22 á Mið 05. Jún 2024 17:34, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: [ÓE] Túbuskjá, CRT monitor

Pósturaf CendenZ » Mið 05. Jún 2024 17:37

Það er nánast ekkert til af þessu og öllu var hent á haugana. EN Ef þú finnur bilað eintak eru verkstæðin enga stund að skipta um þétta og jafnvel jonsig hérna á vaktinni reiðubúinn að skipta um fyrir nokkra fimmara.

Ég hef skrifað það áður hérna og skrifa það aftur, ein stærsta ástæða fyrir því að CRT skjám var fleygt í gámavís var vegna þess að verkstæðin voru að rukka stjarnfræðilega háar upphæðir við að skipta um þétta. 50 þúsund kall fyrir 15-20 árum sem var náttúrulega bara glórulaus græðgi. Auðvitað hentu menn þessu bara og keyptu lcd

Ég átti syncmaster sem fór á haugana, fékk tilboð frá tveimur verkstæðum upp á 50 þúsund kall að skipta um þá. Við erum að tala um að í dag væri það kannski 150 þúsund kall, við að skipta um þétta............. Bíddu hvað varð um þessi verkstæði aftur ? uh já, fóru rakleitt á hausinn.


/rage :lol:

Ég myndi renna við í góða hirðinum og hjálpræðis og þessum sjoppum, það dúkka alveg oft upp svona hlutir
Síðast breytt af CendenZ á Mið 05. Jún 2024 17:38, breytt samtals 1 sinni.