ÓE leikjaborðtölvu fyrir drenginn

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
OBG
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fös 11. Sep 2015 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

ÓE leikjaborðtölvu fyrir drenginn

Pósturaf OBG » Mán 14. Sep 2020 14:40

Drengurinn minn er að leita að börðtölvu til að kaupa, hann er ekki að spila neina þunga leiki, aðalega Roblox og Among us þessa dagana. Hann er ekki að leita að neinu of dýru þar sem hann þarf að borga fyrir þetta sjálfur ;) .. Skjár, lyklaborð og mús ekki nauðsinnlegt en fínt ef að það er í boði.



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: ÓE leikjaborðtölvu fyrir drenginn

Pósturaf Hörde » Þri 15. Sep 2020 00:46

Sæll, ég á gamla i7-3770 vél sem ég er löngu hættur að nota. Þið getið fengið hana frítt ef þið viljið sækja hana.

Það er nánar tiltekið þessi vél hér og hún ætti að vera í góðu lagi þó ég hafi ekki ræst hana í einhvern tíma. Hún er þó með 16GB af minni og 128GB SSD en ég á líka auka kubba ef þið viljið fá 32GB í vélina.

Þetta er annars alveg fínasta vél og ræður líklega við 99% af öllum tölvuleikjum sem þið gætuð viljað spila. Ég hef sjálfur ekkert við hana að gera svo hún er bara komin út í bílskúr.




Höfundur
OBG
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fös 11. Sep 2015 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ÓE leikjaborðtölvu fyrir drenginn

Pósturaf OBG » Þri 15. Sep 2020 09:30

Hörde skrifaði:Sæll, ég á gamla i7-3770 vél sem ég er löngu hættur að nota. Þið getið fengið hana frítt ef þið viljið sækja hana.

Það er nánar tiltekið þessi vél hér og hún ætti að vera í góðu lagi þó ég hafi ekki ræst hana í einhvern tíma. Hún er þó með 16GB af minni og 128GB SSD en ég á líka auka kubba ef þið viljið fá 32GB í vélina.

Þetta er annars alveg fínasta vél og ræður líklega við 99% af öllum tölvuleikjum sem þið gætuð viljað spila. Ég hef sjálfur ekkert við hana að gera svo hún er bara komin út í bílskúr.



Snilld, hann verður hæstánægður með þetta takk fyrir, get komið og sótt hana í dag ef hentar ...



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: ÓE leikjaborðtölvu fyrir drenginn

Pósturaf Hörde » Þri 15. Sep 2020 21:58

Sælir, ég sá ekki póstinn fyrr en núna. Ég sendi þér PM með símanúmeri og þess háttar.