Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf roadwarrior » Mán 01. Maí 2017 20:02

Vantar svona snúru eins og er á myndinni. Ef einhver á svona og vantar að losna við þá má hinn sami láta mig vita
Viðhengi
s-l500.jpg
s-l500.jpg (21.73 KiB) Skoðað 1111 sinnum



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf hagur » Mán 01. Maí 2017 21:50

Má ég forvitnast fyrir hvað þetta er?



Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf roadwarrior » Þri 02. Maí 2017 21:10

hagur skrifaði:Má ég forvitnast fyrir hvað þetta er?

Ætla að reyna að koma hdmi merki og hljóði inná "gamalt" sjonvarp sem er ekki með HDMI tengi en er með DVI og RCA hljóð inngang. Er með HDMI í RGB breyti þannig að þetta er smá tilrauna starfsemi :sleezyjoe



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf hagur » Þri 02. Maí 2017 22:29

Skilðig .... ég held ég geti sagt þér strax að þetta virki ekki með svona einföldum kapli. Þarftu bara ekki að fá þér HDMI -> DVI adapter? Þá ættirðu að vera kominn með myndina amk. Svo spurning um að taka hljóðið með öðrum leiðum ef source device býður uppá það.

Önnur leið væri að fjárfesta í HDMI -> DVI/RCA converter boxi, t.d svona: https://www.amazon.com/Converter-Digita ... B00FCYKO8W



Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf roadwarrior » Mið 03. Maí 2017 19:43

hagur skrifaði:Skilðig .... ég held ég geti sagt þér strax að þetta virki ekki með svona einföldum kapli. Þarftu bara ekki að fá þér HDMI -> DVI adapter? Þá ættirðu að vera kominn með myndina amk. Svo spurning um að taka hljóðið með öðrum leiðum ef source device býður uppá það.

Önnur leið væri að fjárfesta í HDMI -> DVI/RCA converter boxi, t.d svona: https://www.amazon.com/Converter-Digita ... B00FCYKO8W


Heyrðu þú reddaðir mér alveg með þessari hugmynd/tillögu. :happy
Vantaði nefnilega lausn á þessu vandamáli fyrir næstu helgi og var því brunninn inná tíma með þetta.... að ég hélt. Hefði pantað eitthvað af eBay ef ég hefði haft tíma en var búinn að steingleyma Amazon og international fast shipping hjá þeim. Fór reyndar aðeins ódýrari leið og pantaði þetta:
https://www.amazon.com/gp/product/B00KB ... UTF8&psc=1
Pantaði þetta í dag og fæ þetta á föstudaginn og borgaði ekki nema rétt um 6þús sem var svona nokkurnveginn á því budgeti sem ég var búinn að hugsa mér í þetta fikt.
Það eru svona tengi á sjónvarpinu RCA og AV innganur þannig að ég ætti að vera helv góður. Þannig að ég get verið góður næstu tvær vikurnar á næturvöktunum í sauðburðinum og glápt á PLEX á meðan :sleezyjoe



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf upg8 » Mið 03. Maí 2017 20:02

Ertu ekki að fara alltof flókna leið að þessu fyrir lakari gæði? En svosem nógu gott til að vera með í fjárhúsinu :)


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Friggz
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 01:19
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf Friggz » Lau 06. Maí 2017 09:50

Hugsa að það gangi ekki að nota HDMI í DVI breyti. HDMI er pure digital merki en RGB er pure analog merki. Það sem gæti gengið er að fá HDMI í VGA breyti (VGA er analog) og síðan VGA í RGB kapal. Stóra spurningin er hvort inngangurinn á sjónvarpinu sé RCA eða BNC. Ég á bæði HDMI-VGA breytistykki og VGA-BNC (Y/Pb/Cb/Pr/Cr) kapal. Þetta gæti virkað fyrir þig. Ef sjónvarpið er með RCA tenglum þá þyrftir þú að verða þér út um BNC-RCA breyta.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vantar DVI snúru í RGB (sjá mynd)

Pósturaf upg8 » Lau 06. Maí 2017 20:34

DVI stendur fyrir digital video stream og því myndi maður ætla að sjónvarp með DVI sé ekki takmarkað við RGB þrátt fyrir að DVI geti flutt analog merki. Því þá væri eðlilegra að sjónvarpið væri með VGA tengi. Hinsvegar er aldrei gott að giska á svona því er alltaf best að finna service manual fyrir sjónvarpið sem maður er að eiga við.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"