ÓE: Móðurborði fyrir i7 5550 örgjörva

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
arnarfs89
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 28. Jan 2015 20:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

ÓE: Móðurborði fyrir i7 5550 örgjörva

Pósturaf arnarfs89 » Mið 28. Jan 2015 20:34

Óska eftir móðurborði fyrir i7 örgjörva sem fyrst. Mitt móðurborð er að öllum líkindum ónýtt en það var af gerðinni Gigabyte X58A-UD3R og mér vantar eithvað sem styður örgjörvan minn sem er i7 5550. Fékk upplýsingar í dag að ég þyrfti að upfæra móðurborðið, örgjörvan og vinnsluminnin því örgjörvinn væri of gamall og það væri ekkert móðurborð í sölu á íslandi sem styður i7 örgjörva, en ef einhver veit hvar ég gæti nálgast svona móðurborð þá væru upplýsingar hrikalega vel þegnar :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Móðurborði fyrir i7 5550 örgjörva

Pósturaf Klemmi » Mið 28. Jan 2015 20:52

Held þú sért eitthvað að ruglast á örgjörvaheitinu.

M.v. móðurborðið er líklegra að þetta sé i7-950?

Ef móðurborðið er bilað, þá þarftu annað hvort að finna þér nýtt undir örgjörvann eða kaupa móðurborð og örgjörva. Minnin geturðu notað áfram. Það er þó til nóg af móðurborðum fyrir i7 örgjörva, en hins vegar er erfitt að finna móðurborð með LGA1366 socketi fyrir örgjörvann þinn, enda kom X58 kubbasettið út fyrir rúmum 6 árum síðan.




Höfundur
arnarfs89
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 28. Jan 2015 20:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Móðurborði fyrir i7 5550 örgjörva

Pósturaf arnarfs89 » Mið 28. Jan 2015 21:36

Klemmi skrifaði:Held þú sért eitthvað að ruglast á örgjörvaheitinu.

M.v. móðurborðið er líklegra að þetta sé i7-950?

Ef móðurborðið er bilað, þá þarftu annað hvort að finna þér nýtt undir örgjörvann eða kaupa móðurborð og örgjörva. Minnin geturðu notað áfram. Það er þó til nóg af móðurborðum fyrir i7 örgjörva, en hins vegar er erfitt að finna móðurborð með LGA1366 socketi fyrir örgjörvann þinn, enda kom X58 kubbasettið út fyrir rúmum 6 árum síðan.



Já mikið rétt, var að ruglast þarna þar sem ég var ekki með þetta fyrir framan mig :) Takk fyrir svarið. Held áfram að leita að móðurborði með LGA1366 socketi og vona það besta, annars er það bara að bíta í það súra og kaupa allt nýtt.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Móðurborði fyrir i7 5550 örgjörva

Pósturaf Xovius » Fim 29. Jan 2015 00:42

Það hlýtur einhver að eiga þetta. Er ekki einhver hérna með nokkurra ára gamla tölvu sem þarf að fara að upgradea?