[ÓE] örgjörva (LGA775)/DDR2 800MHz minni/skjákorti

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
Guffaluff
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 14. Ágú 2011 09:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[ÓE] örgjörva (LGA775)/DDR2 800MHz minni/skjákorti

Pósturaf Guffaluff » Mið 26. Nóv 2014 23:20

Fyrirsögnin segir nokkurn veginn það sem segja þarf :).

Er með eldri turn sem hefur reynst mjög vel síðastliðin 6 og hálft ár, en er eðlilega farinn að sýna ellimerki þegar kemur að leikjaspilun og þyngri vinnslu. Þar sem ég hef ekki aurana í að byggja mér nýjan turn sem stendur, þá ætlaði ég að láta reyna á notaða markaðinn og sjá hvort einhver lumi á 775 socket örgjörva og DDR2 800MHz minni sem væri hægt að fá á góðu verði? Og þá hugsanlega einhverju þokkalegu skjákorti líka. Langar að reyna að fleyta mér aðeins áfram áður en ég smíða mér nýjan turn þegar ég hef efni á að gera það almennilega :)

Vil helst einhverja af Core2 Extreme línunni (X9770, X9775, X9650 o.s.frv), en skoða líka Q-línuna (Q9550, Q9450, Q9500 o.s.frv.). Búinn að rannsaka móðurborðið og það supportar þessar línur. Er svo annars opinn fyrir tillögum.

Núverandi:

Örgjörvi: Intel Core2 Duo E8400, 3.0GHz (2170 stig hjá Passmark)
Minni: 4gb (2x 2gb) DDR2 800MHz (langar að stækka mig í 6-8gb, er með 4x raufar)
Skjákort: Nvidia GeForce 9800GTX+ 512mb (904 stig hjá Passmark)

Endilega hendið á mig tilboðum, hlítur einhver að luma á afgöngum af eldri vélum ;)