Leggja CAT í íbúð
Sent: Mið 02. Júl 2025 10:47
Heil og sæl,
Núna er ég með íbúð sem er þannig uppsett að ég er með ljósleiðarabox inni í stofu, þar sem sjónvarp og router eru líka staðsett, en ég er að koma mér upp skrifstofuaðstöðu inni í svefnherbergi í öðrum hluta íbúðar. Það er í raun tvennt sem ég vil gera; ég vil leggja CAT inn í svefnherbergið (cat6e væntanlega fyrir 10gbe tengingu) og svo langar mig að geyma NAS boxið mitt inni í skáp sem er á gangi nálægt svefnherberginu (engin innstunga þar inni, en rafmagnstaflan er þar þannig að ég geri ráð fyrir að það sé ekki of mikið mál að setja tengil?).
Málið er að ég hef ekki neina hugmynd um hversu mikil vinna þetta er fyrir rafvirkja. Ég ætla að fá tilboð en það væri frábært að fá hugmynd frá ykkur sem hafa gert þetta um hversu marga tíma megi áætla í svona / hvað það gæti kostað.
Eitt sem ég veit ekki hvort skipti máli: Það eru nú þegar cat tengi inni í stofunni (á bak við sjónvarpið) og inni í öðru herbergi. Þessi tengi virðast vera beintengd hvoru öðru og bara með 100mbs tengihraða sín á milli. Veit ekki hvort það einfaldi lífið fyrir rafvirkjann.
Núna er ég með íbúð sem er þannig uppsett að ég er með ljósleiðarabox inni í stofu, þar sem sjónvarp og router eru líka staðsett, en ég er að koma mér upp skrifstofuaðstöðu inni í svefnherbergi í öðrum hluta íbúðar. Það er í raun tvennt sem ég vil gera; ég vil leggja CAT inn í svefnherbergið (cat6e væntanlega fyrir 10gbe tengingu) og svo langar mig að geyma NAS boxið mitt inni í skáp sem er á gangi nálægt svefnherberginu (engin innstunga þar inni, en rafmagnstaflan er þar þannig að ég geri ráð fyrir að það sé ekki of mikið mál að setja tengil?).
Málið er að ég hef ekki neina hugmynd um hversu mikil vinna þetta er fyrir rafvirkja. Ég ætla að fá tilboð en það væri frábært að fá hugmynd frá ykkur sem hafa gert þetta um hversu marga tíma megi áætla í svona / hvað það gæti kostað.
Eitt sem ég veit ekki hvort skipti máli: Það eru nú þegar cat tengi inni í stofunni (á bak við sjónvarpið) og inni í öðru herbergi. Þessi tengi virðast vera beintengd hvoru öðru og bara með 100mbs tengihraða sín á milli. Veit ekki hvort það einfaldi lífið fyrir rafvirkjann.