Síða 1 af 1
Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 11:08
af tanketom
Sælir vaktarar,
núna er ég í miklum pælingum varðandi þvottavél og þurrkara. Hef alltaf haft þetta í tveimur tækjum, en hvernig eru þessar sambyggðu vélar að koma út? Er með dýr sem fellir frekar mikið hár — er það vandamál? Er að hugsa um Samsung
Re: Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 11:14
af Gemini
Ég veit ekkert en myndi giska að ef þú ert með nóg pláss þá er svona betra upp á endingu að hafa tvö sjálfstæð tæki. Það hækkar væntanlega bilanatíðni og væntanlega bindur hendur á þeim sem hönnuðu þetta á að velja bestu lausnina vs fjölhæfustu. En auðvitað eru margir í plássvandræðum og þá er þetta líklega fínasta lausn.
Re: Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 11:17
af Viggi
Samsung tækið mitt hefur verið að virka vel. Muna bara að kaupa þurkarabolta svo að fötin komi ekki öll krumpuð úr vélinni
Re: Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 11:22
af Hausinn
Ef þú hefur pláss fyrir tvær vélar er vanalega betra að hafa þvottavél og þurrkara sitt og hvort. Þurrkunarprógröm í sambyggðum vélum eru ekki eins góð og í stökum þurrkara. Sambyggðar vélar henta vel í lítil rými þar sem betra er að hafa bara eina vél.
Eitt sem er reyndar mjög þægilegt við sambyggðar vélar er að þú þarft ekki að færa þvott frá þvottavél yfir í þurrkara, heldur getur þú keyrt allt prógramið í einni sennu. Mjög þægilegt að henda handklæði og þurrkur í vélina á hæðstu stillingu á morgnana og taka þau síðan úr tilbúin eftir vinnu.
Re: Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 11:29
af tanketom
Hausinn skrifaði:Ef þú hefur pláss fyrir tvær vélar er vanalega betra að hafa þvottavél og þurrkara sitt og hvort. Þurrkunarprógröm í sambyggðum vélum eru ekki eins góð og í stökum þurrkara. Sambyggðar vélar henta vel í lítil rými þar sem betra er að hafa bara eina vél.
Eitt sem er reyndar mjög þægilegt við sambyggðar vélar er að þú þarft ekki að færa þvott frá þvottavél yfir í þurrkara, heldur getur þú keyrt allt prógramið í einni sennu. Mjög þægilegt að henda handklæði og þurrkur í vélina á hæðstu stillingu á morgnana og taka þau síðan úr tilbúin eftir vinnu.
Það er einmitt sem ég var að hugsa, veit ekki hversu oft þvottur hefur gleymst í vélinni og allt byrjað að lykta, skil ekki afhverju bæði þvottavélar og þurkara opnast ekki sjálfkrafa eftir þvott/þurk eins og margar uppþvottavélar gera en kanski hjálpar að hafa þetta tengt appi sem minnir mann á?
Re: Sambyggð þvottatæk
Sent: Sun 11. Maí 2025 12:30
af rapport
Það er mikill munur á þvottavélum, hversu vel þær þvo.
Er með svona 2:1 vél í skúrnum fyrir tuskur og vinnufatnað sem er OK en það sem er skrítnast er að það er enginn filter fyrir þurrkarann, það fer því allt í skolpið.