Síða 1 af 1

Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Sun 08. Des 2024 14:25
af blitz
... Þetta hefur legið í skúrnum sjúklega lengi

Denon AVR1911

Acoustic Energy Neo One + Acoustic Energy Neo Center

Magnarinn er stundum með smá dutlunga en virkar vel - fjarstýring er líklega týnd en á eftir að leita.

Er hægt að fá eitthvað fyrir svona dót? Þessir hátalarar virðast fá fína dóma

Mynd

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Sun 08. Des 2024 16:20
af Sinnumtveir
Á pappírunum ætti úr þessu dóti að fást hið fínasta sánd, þannig að eitthvað ættirðu að geta fengið fyrir þetta.

Án minnstu ábyrgðar myndi ég skjóta á 15-30K

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Sun 08. Des 2024 17:34
af rapport
Mikið af svona í Góða hirðinum

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Sun 08. Des 2024 22:16
af Sinnumtveir
rapport skrifaði:Mikið af svona í Góða hirðinum


Nei, það er ekki mikið af svona í Góða hirðinum, en svona sést samt öðru hvoru.

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Mán 09. Des 2024 08:28
af blitz
Ef einhver hefur áhuga á þessu er sjálfsagt að henda á mig PM

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Þri 10. Des 2024 19:39
af Sinnumtveir
blitz skrifaði:Ef einhver hefur áhuga á þessu er sjálfsagt að henda á mig PM


Ég er uþb safnari og á "góðan" lager af sambærilegum græjum en fyrir einhverjar tugþúsundir Íslendinga sem aldrei á ævinni hafa heyrt í alvöru græjum mæli ég með að einhverjir þeirra losi þig undan varðveislu þessa búnaðar.

Ég held að aðalvandamálið sé að fólk sem aldrei upplifir alvöru græjur er fullkomlega ómeðvitað um að það sé að fara á mis við einhver eftirsóknarverð gæði.

Ef ég ætti ekker svona dót myndi ég sennilega stökkva til :)

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Þri 10. Des 2024 21:25
af blitz
Sinnumtveir skrifaði:
blitz skrifaði:Ef einhver hefur áhuga á þessu er sjálfsagt að henda á mig PM


Ég er uþb safnari og á "góðan" lager af sambærilegum græjum en fyrir einhverjar tugþúsundir Íslendinga sem aldrei á ævinni hafa heyrt í alvöru græjum mæli ég með að einhverjir þeirra losi þig undan varðveislu þessa búnaðar.

Ég held að aðalvandamálið sé að fólk sem aldrei upplifir alvöru græjur er fullkomlega ómeðvitað um að það sé að fara á mis við einhver eftirsóknarverð gæði.

Ef ég ætti ekker svona dót myndi ég sennilega stökkva til :)


Núna ertu eiginlega að sannfæra mig að taka til í skúrnum, kaupa chromecast og nota þetta.

Re: Denon AVR1911 og AE Neo 3.0

Sent: Mið 11. Des 2024 21:07
af Sinnumtveir
blitz skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
blitz skrifaði:Ef einhver hefur áhuga á þessu er sjálfsagt að henda á mig PM


Ég er uþb safnari og á "góðan" lager af sambærilegum græjum en fyrir einhverjar tugþúsundir Íslendinga sem aldrei á ævinni hafa heyrt í alvöru græjum mæli ég með að einhverjir þeirra losi þig undan varðveislu þessa búnaðar.

Ég held að aðalvandamálið sé að fólk sem aldrei upplifir alvöru græjur er fullkomlega ómeðvitað um að það sé að fara á mis við einhver eftirsóknarverð gæði.

Ef ég ætti ekker svona dót myndi ég sennilega stökkva til :)


Núna ertu eiginlega að sannfæra mig að taka til í skúrnum, kaupa chromecast og nota þetta.


Frábær lausn myndi ég segja. Þessar græjupælingar eru kannski fræið sem eðal karlmannshellir vex upp af.

PS. Ekki viss um að ég myndi kaupa chromecast, en hei, þetta er þitt líf, þínir peningar :)