Síða 1 af 1

Kæling í lokuðum sjónvarpsskáp

Sent: Mán 11. Nóv 2024 12:53
af siggi376
Er einhver hér með einhverja sniðuga kælilausn fyrir sjónvarpsskáp sem er með PS5 og heimabíómagnara inni í skápnum.

Hef verið að reyna að skoða eitthvað aðeins um þetta. Nokkuð sniðug lausn frá AC Infinity https://acinfinity.com/quiet-cabinet-fans/

Er til eitthvað svipað til hér? Er til einhver svona fan controller fyrir venjulegar kassaviftur sem er hugsaður í þessum tilgangi? Væri næs ef það væri eitthvað svona "Smart" í honum þannig að vifturnar kveiki ekki á sér fyrr en eftir að hitinn nær einhverju X stigi svo maður þyrfti ekki að hafa þetta í gangi 24/7

Re: Kæling í lokuðum sjónvarpsskáp

Sent: Mán 11. Nóv 2024 13:59
af Squinchy
leysti þetta svona í gamla sjónvarpsskápnum mínum. Svona hitastýringu og lætur hana stýra stökum utanályggjandi tengil, setur svo stillanlegan spennugjafa í þann tengil og venjulegar pc viftur í skápinn
https://www.ronning.is/hitastillir-fk%C ... s011430-00
https://www.ronning.is/tengill-%C3%A1fe ... ssi-20eaks

Græjan setur þá straum á tengilinn þegar hitinn er kominn upp fyrir það sem stillt er á og slekkur þegar hitinn lækkar

Re: Kæling í lokuðum sjónvarpsskáp

Sent: Þri 12. Nóv 2024 14:37
af Stutturdreki
Fyrir mig var 'nóg' að fá mér dósabor og gera nokkur loft-göt á botnin á skápnum. Gæti verið betra en tölvudótið inn í skápnum slekkur amk. ekki lengur á sér vegna hita ef ég læt það svitna eitthvað, er svona ~60°c idle og 70-75°c í hóflegri notkun. Þyrfti að vera betri loftun ofan á eða á hlið á skápnum svona upp á loftskipti en konan kann engan vegin að meta svona framkvæmdir.

AC Infinity lítur geðveikt vel út og ég skoðaði það töluvert (fann það líka undir öðru nafni á evrópskum amazon man bara ekki hvað það var) en í dag myndi ég fá mér https://noctua.at/en/nv-sph1 og svo bara venjulegar kassaviftur. Man ekki eftir að hafa séð hitastýringu/skynjara hjá Noctua, það er það eina sem vantar í þennann pakka. Noctua er svo líka með 5v usb viftur ef það hentar betur.

ps. Er Noctua fanboy svo það hefur töluverð áhrif á mínar skoðanir/plön.