Síða 1 af 1

LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Þri 05. Nóv 2024 18:43
af SneezeGuard
Sæl/ir

Ég var að fá mér nýtt LG sjónvarp og samkvæmt frétt á siminn.is frá 12. maí 2023 á Sjónvarp Símans appið að vera aðgengilegt í því. Mér tekst hins vegar engan veginn að finna það.

Tækið er þetta hér: https://ht.is/lg-75-qd-nanocell-uhd-sma ... arp-1.html

Þar er meira að segja tekið fram að það ætti að ná Sjónvarpi Símans. Ég fann NovaTV app, en mér sýnist ég þurfa að vera þá með áskrift í gegnum Nova en ekki símann.

Upplýsingar um sjónvarp:

[LG] webOS TV QNED756RA
webOS TV Version: webOS23 / 8.4.0-2001

Eina sem ég sé er að í auglýsingu stendur webOS24, en tækið virðist vera með webOS23

Ég er búinn að uppfæra sjónvarpið og setja region á Iceland.

Getur einhver leiðbeint mér með hvað ég er að gera rangt?

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Þri 05. Nóv 2024 20:38
af TheAdder
Ertu búinn að endurræsa tækið eftir að þú stilltir það á Ísland?

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Þri 05. Nóv 2024 20:41
af SneezeGuard
TheAdder skrifaði:Ertu búinn að endurræsa tækið eftir að þú stilltir það á Ísland?


Ég stillti það á Ísland í upphafi, og síðan þá hef ég endurræst það nokkrum sinnum vegna uppfærslu og til að samþykkja uppfærða skilmála.

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Mið 06. Nóv 2024 03:12
af Opes
Þú gætir þurft að sækja á LG síðunni, setja á USB lykil og uppfæra þannig.
Skoðaðu þetta og byrjaðu á TV Software Update Guide, þarft að ganga úr skugga um að þetta sé pottþétt firmware fyrir rétt model.

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Mið 06. Nóv 2024 21:13
af svanur08
Ég fékk webOS24, þó mitt TV væri webOS23, mæli með að uppfæra í það, ef þú ert ekki búinn að því.

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Sent: Mið 06. Nóv 2024 21:18
af svanur08
Færð FILMMAKER MODE í Dolby Vision.