Hjálp með Wifi setup í nýju húsi
Sent: Lau 21. Sep 2024 20:01
Sælir vaktarar.
Vorum loksins að fjárfesta í húsi hér í DK og ég er að vesenast með netið hjá okkur. Langar alltaf að hafa allt beintengt eins og ég get en sé ekki að það verði möguleiki í þetta sinn. Húsið var allt tekið í gegn 2016 eftir bruna, en það hefur verið sparað í rafmagninu að því leyti að gömlu lagnaleiðirnar voru bara notaðar og ekki verið sett ethernet í öll herbergi eða fjölgað innstungum. Arg...
Allavega, eins og sést á grunnmyndinni þá er þetta þokkalega stórt, 171fm íbúðin sjálf. Troldtekt í loftum, léttir milliveggir (léttsteypa (dk. letbeton)). Númeraði aðeins til útskýringar.
#1 Rafmagnstafla og ljósleiðarabox.
#2 Cat6 strengur kemur inn í íbúð, router hjá fyrrverandi eiganda hangir.
#3 Cat6 Fyrrverandi eigandi var með endurvarp
Það þarf að sjálfsögðu að vera góð dekkun allsstaðar, það eru auðvitað nettengd tæki í hverju herbergi (sjónvörp, tölvur, þetta venjulega), hef mestar áhyggjur af staka herberginu við þvottahúsið. Það væri alveg séns að fara að vesenast með sýnilega kapla meðfram gólflistum/uppvið loft en væri alveg til í að sleppa því í þessari umferð.
Væri ekki einhverskonar Unifi setup málið? Með router á #2 og PoE access point á #3? Kannski fleiri endurvörp? Átta mig ekki alveg á hversu öflugar græjur ég þarf til að vera með þokkalega öflugt Wifi innanhúss. Geta mér fróðari menn ráðlagt í þessum efnum? Og endilega ef ég get útskýrt betur, spyrja.
*edit sett í vitlausan undirflokk, átti að sjálfsögðu að fara í "Hugbúnaður, net og stýrikerfi"
Vorum loksins að fjárfesta í húsi hér í DK og ég er að vesenast með netið hjá okkur. Langar alltaf að hafa allt beintengt eins og ég get en sé ekki að það verði möguleiki í þetta sinn. Húsið var allt tekið í gegn 2016 eftir bruna, en það hefur verið sparað í rafmagninu að því leyti að gömlu lagnaleiðirnar voru bara notaðar og ekki verið sett ethernet í öll herbergi eða fjölgað innstungum. Arg...
Allavega, eins og sést á grunnmyndinni þá er þetta þokkalega stórt, 171fm íbúðin sjálf. Troldtekt í loftum, léttir milliveggir (léttsteypa (dk. letbeton)). Númeraði aðeins til útskýringar.
#1 Rafmagnstafla og ljósleiðarabox.
#2 Cat6 strengur kemur inn í íbúð, router hjá fyrrverandi eiganda hangir.
#3 Cat6 Fyrrverandi eigandi var með endurvarp
Það þarf að sjálfsögðu að vera góð dekkun allsstaðar, það eru auðvitað nettengd tæki í hverju herbergi (sjónvörp, tölvur, þetta venjulega), hef mestar áhyggjur af staka herberginu við þvottahúsið. Það væri alveg séns að fara að vesenast með sýnilega kapla meðfram gólflistum/uppvið loft en væri alveg til í að sleppa því í þessari umferð.
Væri ekki einhverskonar Unifi setup málið? Með router á #2 og PoE access point á #3? Kannski fleiri endurvörp? Átta mig ekki alveg á hversu öflugar græjur ég þarf til að vera með þokkalega öflugt Wifi innanhúss. Geta mér fróðari menn ráðlagt í þessum efnum? Og endilega ef ég get útskýrt betur, spyrja.
*edit sett í vitlausan undirflokk, átti að sjálfsögðu að fara í "Hugbúnaður, net og stýrikerfi"