Síða 1 af 1

Skjávarpa kaup

Sent: Mið 17. Júl 2024 19:50
af dedd10
Sælir Vaktarar

Hef aðeins verið að skoða skjávarpa á Amazon og nú eru Prime days í gangi.

Einhver sem hefur fengið sér einhverja af þessum og geta mælt með eða á móti?

https://www.amazon.co.uk/gp/product/B0C ... P0W9&psc=1

https://www.amazon.co.uk/dp/B0CFQJLHJK? ... e=osi&th=1

https://www.amazon.de/-/en/Auto-Focus-T ... 29&sr=1-25

https://www.amazon.com/Projector-Blueto ... ctor-vs-20 Finnst þessi spennandi miðað við verð og review á netinu, einhver prufað hann?

Re: Skjávarpar af Amazon

Sent: Fim 18. Júl 2024 11:21
af frr
Ég held þú ættir að kíkja á Rossmann og umræður hanns um Amazon "reviews".
Þessi neðsti er sagður með 26000 eða 200000 lumens, það skiptir engu máli upp á myndgæði hvort hann noti wifi 5 eða 6 og ég myndi ekki treysta neinum fullyrðingum þarna án frekari athugana. Þú getur búist við minna raunbirtu, á um 600 lumens miðað við aðrar auglýsingar. Þetta geta verið fín kaup samt sem áður.

Re: Skjávarpar af Amazon

Sent: Fim 18. Júl 2024 17:27
af hagur
Spekkarnir sem eru uppgefnir á þessum ódýru skjávörpum eru algjört þvaður. 26000 lumens? Einmitt. Svo er native upplausn oft á tíðum alls ekki 1080p, þó að 1080p og jafnvel 4K merki sé supported.

Myndi skoða The Hookup á Youtube, hann hefur tekið saman review um svona ódýra Amazon varpa og þar eru alveg nokkrir sem er hægt að mæla með amk fyrir svona lítinn pening.

Re: Skjávarpar af Amazon

Sent: Lau 20. Júl 2024 19:52
af dedd10
Þessi WiMiUS P62 virðist fá fína dóma.

Hef líka skoðað xiaomi varpana, td Xgimi MoGo 2 Pro eða Dangbei Emotn N1

Hefur einhver reynslu af einhverjum af þessum?

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fim 25. Júl 2024 19:46
af dedd10
Ef einhver er að selja skjávarpa er ég líka alveg til í að skoða notað í góðu ástandi.

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fim 01. Ágú 2024 00:36
af dedd10
Einhver sem getur mælt með einhverju?

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fim 01. Ágú 2024 17:46
af KristinnK
Skoðaðu bara umfjallanirnar hjá þessum gæja. Hann er með samanburði í ólíkum verðflokkum, undir 100 dali, 100-200 dali, 200-350 dali. Við keyptum okkur Groview JQ818C fyrir 140 dali sem var með betri skjávörpunum í 100-200 dala samanburði. Hann er ekkert fullkominn, t.d. er myndin frá linsunni örlítið ,,blurry". En hann er bjartur, hefur góða liti, góða skerpu, og er miklu, miklu lágværari en gömlu glóperuskjávarparnir.

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fös 02. Ágú 2024 10:21
af nidur
Enda ekki allir skjávarpa gæjar á því að kaupa sjónvarp?

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fös 02. Ágú 2024 10:48
af astro
nidur skrifaði:Enda ekki allir skjávarpa gæjar á því að kaupa sjónvarp?


Enda ekki allir bíla gæjar á því að kaupa jeppling/jeppa? :sleezyjoe

Ég hef átt sjónvarp og sjávarpa, ég er með UHD lampa skjávarpa í dag og er að fara uppfæra í UHD laser skjávarpa fljótlega.

Fyrir mér þá snýst þetta snýst allt um hvað rýmið býður uppá að mínu mati. Bæði stærð rýmis og hversu vel maður nær að loka á utanaðkomandi birtu án þess að þetta lýti út eins og rúnk klefi :snobbylaugh

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fös 02. Ágú 2024 11:13
af nidur
astro skrifaði:hversu vel maður nær að loka á utanaðkomandi birtu án þess að þetta lýti út eins og rúnk klefi :snobbylaugh


Nákvæmlega, helsta ástæðan fyrir því að ég hætti að pæla í skjávarpa fyrir stofuna, er með allt of mikið af gleri.

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fös 02. Ágú 2024 19:24
af hagur
astro skrifaði:
nidur skrifaði:Enda ekki allir skjávarpa gæjar á því að kaupa sjónvarp?


Enda ekki allir bíla gæjar á því að kaupa jeppling/jeppa? :sleezyjoe

Ég hef átt sjónvarp og sjávarpa, ég er með UHD lampa skjávarpa í dag og er að fara uppfæra í UHD laser skjávarpa fljótlega.

Fyrir mér þá snýst þetta snýst allt um hvað rýmið býður uppá að mínu mati. Bæði stærð rýmis og hversu vel maður nær að loka á utanaðkomandi birtu án þess að þetta lýti út eins og rúnk klefi :snobbylaugh


Auh fellow "alvöru skjávarpamaður" ;) Hvaða varpa ertu með og hvað ertu að spá í að uppfæra í? Ég er sjálfur með BenQ TK850 sem er með gamaldags peru, var að spá í BenQ HT4550i sem er með LED ljósgjafa, en fannst hann heldur dýr.

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Fös 02. Ágú 2024 23:52
af Hrotti
hagur skrifaði:
astro skrifaði:
nidur skrifaði:Enda ekki allir skjávarpa gæjar á því að kaupa sjónvarp?


Enda ekki allir bíla gæjar á því að kaupa jeppling/jeppa? :sleezyjoe

Ég hef átt sjónvarp og sjávarpa, ég er með UHD lampa skjávarpa í dag og er að fara uppfæra í UHD laser skjávarpa fljótlega.

Fyrir mér þá snýst þetta snýst allt um hvað rýmið býður uppá að mínu mati. Bæði stærð rýmis og hversu vel maður nær að loka á utanaðkomandi birtu án þess að þetta lýti út eins og rúnk klefi :snobbylaugh


Auh fellow "alvöru skjávarpamaður" ;) Hvaða varpa ertu með og hvað ertu að spá í að uppfæra í? Ég er sjálfur með BenQ TK850 sem er með gamaldags peru, var að spá í BenQ HT4550i sem er með LED ljósgjafa, en fannst hann heldur dýr.


Mig grunar að BenQ HT4550i sé besta bang for the buck sem þú færð í dag. Hvar hefurðu fundið besta verðið á honum?

Re: Skjávarpa kaup

Sent: Lau 03. Ágú 2024 00:23
af hagur
Hrotti skrifaði:
hagur skrifaði:
astro skrifaði:
nidur skrifaði:Enda ekki allir skjávarpa gæjar á því að kaupa sjónvarp?


Enda ekki allir bíla gæjar á því að kaupa jeppling/jeppa? :sleezyjoe

Ég hef átt sjónvarp og sjávarpa, ég er með UHD lampa skjávarpa í dag og er að fara uppfæra í UHD laser skjávarpa fljótlega.

Fyrir mér þá snýst þetta snýst allt um hvað rýmið býður uppá að mínu mati. Bæði stærð rýmis og hversu vel maður nær að loka á utanaðkomandi birtu án þess að þetta lýti út eins og rúnk klefi :snobbylaugh


Auh fellow "alvöru skjávarpamaður" ;) Hvaða varpa ertu með og hvað ertu að spá í að uppfæra í? Ég er sjálfur með BenQ TK850 sem er með gamaldags peru, var að spá í BenQ HT4550i sem er með LED ljósgjafa, en fannst hann heldur dýr.


Mig grunar að BenQ HT4550i sé besta bang for the buck sem þú færð í dag. Hvar hefurðu fundið besta verðið á honum?


Hann kostar allsstaðar það sama í USA sýnist mér, 2999 dollara plús VAT en hann það er reglulega eitthvað offer á honum. Var t.d á 2799 dollara fyrir nokkrum vikum á bhphotovideo.com en ég missti af því, var sjálfur í USA nokkrum dögum eftir að því tilboði lauk. Er svona aðeins að melta þetta núna.