Síða 1 af 1

Hvað eru menn að taka í sjónvarpsþjónustu?

Sent: Lau 06. Júl 2024 18:26
af az1982
Sjá titil..

Hvað er best til þess að hafa góðan pakka af erlendum stöðvum/fréttaþjónustum/cable ef maður vill ekki nota Sjónvarp Símans?

Bæði heima og á ferðinni..

Aðeins búinn að skoða YouTube TV en sýnist þeir blokka VPN ansi grimmt. Leiðinlegt að borga hátt mánaðargjald fyrir þjónustu en vera svo blokkaður. Er einhver svona þjónusta þar sem maður þyrfti ekki að nota VPN?

E-d annað á Íslandi en Sjónvarp Símans?

Re: Hvað eru menn að taka í sjónvarpsþjónustu?

Sent: Lau 06. Júl 2024 20:52
af jonfr1900
Ef þú getur. Þá getur þú sett upp þinn eigin gervihnattadisk. Þá getur þú náð 28.3E, 19.2E og síðan 13.0E sem nást best á Íslandi. Það er hægt að fá diska með þannig uppsetningu að þú getur verið með mörg LNB á sama armi. Það er einnig 0.8W sem er með norrænu stöðvanar og Rúv (allt læst).

Þannig ertu laus við internetið og allar takmarkanir. Síðan er ekkert mál að tengja saman alla gervihnattadiskana með DiSeqC í einn kapal sem fer í sjónvarpið hjá þér.