Síða 1 af 1

Hjálp óskast - sjónvarpsvesen

Sent: Mán 24. Jún 2024 14:36
af az1982
Daginn,

getið þið gefið mér ráð til að hjálpa öldruðum pabba mínum að horfa á sjónvarpið #-o

Hann er pirraður yfir myndgæðum í Sjónvarpi Símans appinu.

Setupið er svona;

Sony OLED XR-55A90J
Stock routerinn frá Símanum
Ljósleiðari frá Mílu

Enginn “myndlykill” eða svoleiðis (er það ennþá til?) og streymt yfir WiFi, engin LAN snúra beint í sjónvarpið. Sjónvarpið og routerinn eru ca 4m frá hvort öðru, engir veggir á milli.

Netflix er í 100% gæðum hjá honum? Ég vill meina að þetta sé bara Sjónvarp Símans appið, fáir bara ekki betri gæði en þetta úr því. Er það rétt, eða væri hægt að bæta þetta með öðrum router, beintengingu, Ljósleðaranum í stað Mílu eða e-ð?

Re: Hjálp óskast - sjónvarpsvesen

Sent: Mán 24. Jún 2024 14:53
af Hausinn
Þegar þú segir að hann sé pirraður yfir myndgæðum, ertu að meina að það koma fram truflanir í myndinni eða bara að upplausnin sé lág?

Re: Hjálp óskast - sjónvarpsvesen

Sent: Mán 24. Jún 2024 14:55
af rostungurinn77
Hann væri ekki fyrsti maðurinn sem kvartar undan appinu.

Hann er væntanlega með snjallsjónvarp. Það sakar ekki að prufa að tengja það með ethernet kapli.

Er hann með leigubeini eða sinn eigin beini og hvernig beini er hann með?

Annars er myndlykilinn ennþá til. Apple TV eða sambærilegt er þó hraðbyri að leysa myndlykilinn af hólmi nema kannski hjá þeim allra elstu.

Re: Hjálp óskast - sjónvarpsvesen

Sent: Mán 24. Jún 2024 15:12
af az1982
upplausnin dettur stundum niður - engar truflanir held ég

svo bara allskonar smáhlutir - td lagg þegar þú skiptir milli stöðva