Síða 1 af 1

Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Sun 31. Mar 2024 16:43
af Moldvarpan
Ég er að spá í að kaupa mér earbuds, og úrvalið er orðið meira en mig grunaði. Samsung, sony, Beats, Bose, JBL, Sennheiser og mun fleirri.

Ég er ekki apple maður, svo mig langar ekki í þeirra buds.

Hvað væri best að kaupa? Þurfa að vera þægilegir.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Sun 31. Mar 2024 17:00
af Moldvarpan
Af því sem ég hef skoðað finnst mér Samsung Galaxy Buds2 Pro vera álitlegasti kosturinn.

Þeir eru ódýrastir hjá Nova, en ef maður kaupir hjá Elko, þá getur maður skilað innan 30daga og fengið endurgreitt ef manni finnst þeir óþægilegir? Right?

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Sun 31. Mar 2024 17:15
af TheAdder
Ég er með Jabra, Elite serían hjá þeim hefur hentað mér mjög vel, gott noise cancelation, tengist við tvö tæki í einu, og passa vel í mín eyru.

Edit viðbót:
Jabra Elite hafa að mínu mati frábært hearthrough mode, ég er með Elite 8 active og Elite 65. NC frábær, og ég nota þau sem heyrnarhlífar í vinnu.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Sun 31. Mar 2024 17:16
af littli-Jake
Ég á Galaxy pro (blátt box) og gömul Galaxy + (svart box)

Ég tek alltaf gömlu + Þau bara sitja betur. Soundið er svipaðar og batteríið í + er jafnvel betra.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Sun 31. Mar 2024 17:24
af audiophile
Þegar stórt er spurt....

Að velja True Wireless heyrnatól er oft ekki einfalt og erfiðara finnst mér en aðrar tegundir heyrnatóla. Margt sem þarf að hafa í huga eins og hljómgæði, suðvörn, umhverfishljóð, verð og hvernig þau passa þér. Mæli með að versla þau þar sem þú getur skilað og skipt. Ekki gaman að sitja uppi með 40-50þ króna heyrnatól sem þú fílar ekki eða passa ekki í eyrun. Ég hef prófað margar týpur af TW frá þessum helstu og hef nokkrar skoðanir...

Alls ekki útiloka Apple og þá helst Airpods Pro 2. Þau eru með bestu TW sem hægt er að fá og ég er Android maður. Þau eru með þeim léttustu og þægilegustu í eyru og passa líklega flestum. Frábært ANC og laaaang besta og náttúrulegasta Transparency/Ambient Mode. Flott hljómgæði og nett box í vasa.

Sony XF1000XM5 hafa fín hljómgæði en soldið muddy bassi, gott ANC, allt í lagi Transparency Mode. Stærð á boxi sleppur. Þau eru með memory foam tappa sem ég þoli ekki og passa illa í mín eyru.

Bose QC Buds Ultra eru með mjög gott ANC. Bassinn í þeim er alltof ýktur og nánast óhlustandi á þau. Þau eru óþarflega stór og boxið alltof stórt. Líkar minnst við þessi.

Beats Studio eru fín en getur alveg eins fengið þér Airpods. Sami framleiðandi.

Samsung Buds Pro 2. Öll TW frá Samsung eru merkilega góð hljómgæðilega séð. Kemur kannski ekki á óvart þar sem Samsung á AKG/Harman. Ég á sjálfur fyrstu gerðina af Buds Pro og líkar vel við þau. Buds 2 Pro eru aðeins betri og nettari. Fínt ANC þó ekki eins gott og Bose og Apple. Mjög fín hljómgæði. Transparency er eins og hjá öllum nema Apple, heyrir greinilega að hljóðið kemur gegnum lítinn míkrófón og er ónáttúrulegt. Ekkert custom EQ. Fín stærð á boxi.

Sennheiser TWS 3 (TWS 4 voru að koma og á eftir að prófa). Sennheiser alltaf solid þegar kemur að hljómgæðum. ANC er á pari við hina og einnig Transparency. Finnst tólin aðeins of stór og boxið líka og stórt. Ég elska Sennheiser en TWS línan þeirra hefur einhvernveginn aldrei náð mér. Sjáum hvernig TWS 4 verða sem bjóða meðal annars upp á aptX Lossless codec eins og Bose.

TLDR;

Ef hljómgæði eru ekki númer 1,2 og 3 fáðu þér Airpods Pro 2 :megasmile

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 10:04
af littli-Jake
Damn dude.....

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 10:21
af Moldvarpan
Er búinn að vera hugsa þetta, ég hugsa að ég sleppi því að kaupa mér besta.

Er að spá í að kaupa mér Samsung Galaxy Buds FE https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-buds-fe-333135/SMR400NZAAEUB

Ég er almennt ekki mikið fyrir heyrnartól of any kind, nota alltaf hátalara. Er aðallega að hugsa um að nota þetta í nýrri vinnu sem ég er að byrja í.
En einnig í göngum og í ræktinni.

En falla svona in ear heyrnartól undir 30 daga skilarétt Elko?

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 10:25
af Hjaltiatla
Ég verslaði Google Pixel Buds A-Series í Elko um daginn og er sáttur með þá í það sem ég nota þá í. Er stundum að vinna heima og nota þá reglulega tengda við fartölvuna til að spjalla á teams og þegar ég er eitthvað á flakki. Hefði eflaust skoðað Google Pixel Buds Pro ef ég væri eingöngu að nota earbuds heyrnatól en ég nota Bose quietcomfort líka þannig að mér fannst óþarfi að skoða þá.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 10:36
af benony13
Moldvarpan skrifaði:Er búinn að vera hugsa þetta, ég hugsa að ég sleppi því að kaupa mér besta.

Er að spá í að kaupa mér Samsung Galaxy Buds FE https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-buds-fe-333135/SMR400NZAAEUB

Ég er almennt ekki mikið fyrir heyrnartól of any kind, nota alltaf hátalara. Er aðallega að hugsa um að nota þetta í nýrri vinnu sem ég er að byrja í.
En einnig í göngum og í ræktinni.

En falla svona in ear heyrnartól undir 30 daga skilarétt Elko?



Já þetta fellur undir skilarettinn hjá Elko

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 10:49
af T-bone
Ég var ofan í þessari holu í sirka 10 daga, það er að ákveða hvaða headphone ég ætti að fá mér af þessu.

Las 100 review, bar saman allar officially upplýsingar og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég endaði á samsung buds 2 pro og er verulega sáttur.

Close second í minni rannsóknarvinnu var Sony.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 11:06
af axyne
Ég á Jabra Elite 7 Active og er rosalega ánægður með þau þegar ég er úti að hjóla/hlaupa/ganga, tolla mjög vel í eyrunum.
Ef þú ert að leita þér að einhverju í ræktina þá myndi ég skoða IP rating.

Hinsvegar ef þú ætlar að nota þau til að horfa á vidjó í tölvu þá eru þau alveg glötuð, alltaf mikið delay og Jabra bara yptir öxlum og segjast ekki supporta windows...

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 11:35
af jonsig
Ekki þeir nýjustu , en gott sound og það besta er að það er hægt að skipta um li-ion rafhlöður í þessu mjög auðveldlega.

sony wf-1000xm3

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 11:38
af audiophile
Moldvarpan skrifaði:Er búinn að vera hugsa þetta, ég hugsa að ég sleppi því að kaupa mér besta.

Er að spá í að kaupa mér Samsung Galaxy Buds FE https://elko.is/vorur/samsung-galaxy-buds-fe-333135/SMR400NZAAEUB

Ég er almennt ekki mikið fyrir heyrnartól of any kind, nota alltaf hátalara. Er aðallega að hugsa um að nota þetta í nýrri vinnu sem ég er að byrja í.
En einnig í göngum og í ræktinni.

En falla svona in ear heyrnartól undir 30 daga skilarétt Elko?


Buds FE eru mjög fín fyrir peninginn. Svipa mikið til gömlu Buds 2. Lítil og nett. Flott hljómgæði fyrir peninginn.

Já hægt að skila earbuds í Elko.

Re: Hvaða earbuds eru bestir?

Sent: Mán 01. Apr 2024 18:29
af braudrist
Hef aldrei fílað bluetooth gæði. Keypti mér þessi https://www.hljodfaerahusid.is/is/uppto ... -v2-in-ear

Klikkað verð en klikkuð earbuds. Bætti svo við USB-C snúru sem er einnig með hljóðnema og media tökkum.

Svo eru líka til ódýrari bluetooth earbuds eins og þessi sem hægt væri að skoða

https://www.hljodfaerahusid.is/is/uppto ... earbuds-rd