Síða 1 af 1

Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 17:53
af svanur08
Er búinn að vera lengi með netflix og var að kaupa mér í ár nýtt LG OLED C3 tæki og helvíti sáttur með að geta séð efni á netflix í 4K og Dolby vision, en var að pæla prufa líka disney+. Er þess virði að fá sér disney+ áskrift? Og er slatti af efni í 4K Dolby vision á disney+?

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 18:10
af Minuz1
$14 spurning dagsins

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 18:18
af svanur08
Minuz1 skrifaði:$14 spurning dagsins


Hehehe, en var þá að hugsa um að kaupa bara 1 ár í einu. Það er líka frítt að spurja, ekki frítt að kaupa áskrift.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 18:56
af Danni V8
Alveg þess virði að horfa á myndir eins og Encanto og Elemental á Disney+ bara fyrir myndgæðin í OLED, eða mér finnst það amk

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:03
af appel
Það er ekkert á Disney+ sem ég hef áhuga á, þannig að ég myndi alltaf velja Netflix fram fyrir Disney+.

En þú verður varla fátækur á að prófa báðar áskriftir fyrst þú hefur efni á svona fínu sjónvarpi :) kostar minna en pulsa og kók á bæjarins beztu.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:05
af svanur08
appel skrifaði:Það er ekkert á Disney+ sem ég hef áhuga á, þannig að ég myndi alltaf velja Netflix fram fyrir Disney+.

En þú verður varla fátækur á að prófa báðar áskriftir fyrst þú hefur efni á svona fínu sjónvarpi :) kostar minna en pulsa og kók á bæjarins beztu.


Hehehe true.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:17
af svanur08
En horfði aftur better call saul season 1-5 vantar ennþá 6 seríuna, sem ég hef ekki séð ennþá helvíti lengi að koma með loka seríuna á netflix á íslandi, komið í usa. En horfði aftur á stranger things, góðir þættir, flottir í nýja tv. Bíð þá eftir better call saul seríu 6 og seríu 5 stranger things.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:17
af jonfr1900
Disney kostar 10,99€ á mánuði (hækkar í Janúar úr 8,99€) og það eru auglýsingar á leiðinni á ódýrari áskriftarleiðinni. Það er mikið efni þarna, sérstaklega hentugt ef þú ert með börn.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:34
af gutti
netflix koma af og til nýjar myndir með dolby atoms !!! er með disney borga 1 ár nota frekar lítið er spá borga frekar netflix hætta með disney í bili

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 19:56
af Viggi
Netflix+Plex er mín blanda. Of margar streymosþjónustur með æítið af interesting efni

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 21:02
af elri99
Hvað með Discovery plus. Veit einhver hvenær þeir mæta.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 21:35
af Icarus
Ef þú ert með börn þá er Disney+ nobrainer. Ótrúlega mikið magn af teiknimyndum þarna inni með íslensku tali.

Án þess... þá nota ég það so and so. Mögulega myndi taka tímabil með Disney og tímabil með Netflix.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Mið 27. Des 2023 22:06
af g0tlife
Nota Disney+ aðalega fyrir börnin. Horfi á þetta þegar eitthvað nýtt Star Wars eða Marvel kemur inn. En ef þú ert ekki með börn þá getiru tekið einn og einn mánuð yfir árið til þess að horfa á það sem þú villt.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Fim 28. Des 2023 00:13
af Stuffz
ég var að lækka áskriftina mína á netflix niðrí lægsta, búinn að vera með áskrift síðan 2016 og bara horft á gömul startrek og nokkrar bíómyndir, sem ég er með á eitthverjum diskum eitthversstaðar hvortsem er en aðallega vegna þess að ég horfi mest á youtube og mína eigin skjáframleiðslu.

Re: Netflix vs Disney+

Sent: Fös 29. Des 2023 08:08
af Hjaltiatla
Um að gera að prófa Disney+ í mánuð og sjá hvernig þér líkar, tekur þér bara Netflix pásu á meðan.
Sjálfur myndi ég velja Netflix ef ég þyrfti að velja á milli þessara tveggja streymisveitna. Hins vegar er óþarfi að vera fastur í áskrift hjá einni streymisveitu eða borga fyrir margar. Fínt að geta hoppað á milli streymisveitna.