Ég þarf að smíða kraftmagnara á næstunni og er ákveðinn í að panta mér https://shop.icepoweraudio.com/product/2000as2-hv/ til þess. Ég þarf 20 rásir s.s.10 módúla og þarf að finna einhverja kassa utan um þá. Það eru til tilbúnir kassar en þeir kosta 250eur fyrir hvern módúl og ég vildi mikið frekar ná að koma þessu öllu í 2-3 stærri kassa. Hefur einhver hérna gert eitthvað svipað og getur gefið góð ráð? t.d. hvar er best að finna kassa osfrv.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Sun 10. Des 2023 23:39
af drengurola
Hrotti skrifaði:Ég þarf að smíða kraftmagnara á næstunni og er ákveðinn í að panta mér https://shop.icepoweraudio.com/product/2000as2-hv/ til þess. Ég þarf 20 rásir s.s.10 módúla og þarf að finna einhverja kassa utan um þá. Það eru til tilbúnir kassar en þeir kosta 250eur fyrir hvern módúl og ég vildi mikið frekar ná að koma þessu öllu í 2-3 stærri kassa. Hefur einhver hérna gert eitthvað svipað og getur gefið góð ráð? t.d. hvar er best að finna kassa osfrv.
Sæll.
Þú finnur bönsj af kössum á Ali - ál er bara ál og það ætti ekki að skipta öllu - passa bara að holurnar passi ef þú nennir ekki að bora þær út sjálfur. Audiophonics í Frakklandi er líka megasniðugt, finnur allt sem þú þarft þar - þeir áttu Icepower-kassa síðast þegar ég skoðaði. Partsexpress er líka flott - þú þarft að senda þeim tölvupóst en þeir senda til Ísland no problem.
En þá er spurningin, í hvað ætlarðu að nota þetta. Icepower 2000 er ágætis stöff, en ef maður þarf þetta afl, þá er hægt að fá það fyrir minni pening, og ef maður er að leita að hljómgæðum, þá er hægt að fá þau meiri og ódýrari. Ef þú þarft 20 rásir af þetta mörgum vöttum... hvað er þá eiginlega í gangi?
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Sun 10. Des 2023 23:44
af Hauxon
Ég smíðaði 300B lampamagnara í fyrra. Ég keypti kassann af ítölsku fyrirtæki HiFi2000. Margar útfærslur í boði. Svo keypti ég íhluti frá HiFiCollective.
Hrotti skrifaði:Ég þarf að smíða kraftmagnara á næstunni og er ákveðinn í að panta mér https://shop.icepoweraudio.com/product/2000as2-hv/ til þess. Ég þarf 20 rásir s.s.10 módúla og þarf að finna einhverja kassa utan um þá. Það eru til tilbúnir kassar en þeir kosta 250eur fyrir hvern módúl og ég vildi mikið frekar ná að koma þessu öllu í 2-3 stærri kassa. Hefur einhver hérna gert eitthvað svipað og getur gefið góð ráð? t.d. hvar er best að finna kassa osfrv.
Sæll.
Þú finnur bönsj af kössum á Ali - ál er bara ál og það ætti ekki að skipta öllu - passa bara að holurnar passi ef þú nennir ekki að bora þær út sjálfur. Audiophonics í Frakklandi er líka megasniðugt, finnur allt sem þú þarft þar - þeir áttu Icepower-kassa síðast þegar ég skoðaði. Partsexpress er líka flott - þú þarft að senda þeim tölvupóst en þeir senda til Ísland no problem.
En þá er spurningin, í hvað ætlarðu að nota þetta. Icepower 2000 er ágætis stöff, en ef maður þarf þetta afl, þá er hægt að fá það fyrir minni pening, og ef maður er að leita að hljómgæðum, þá er hægt að fá þau meiri og ódýrari. Ef þú þarft 20 rásir af þetta mörgum vöttum... hvað er þá eiginlega í gangi?
Ég þarf í rauninni ekki þetta afl á allar rásirnar, það væri nóg að hafa 10 rásir með þessu afli of restina talsvert kraftminni. Það er bara dýrara en að taka 12 2000w módúla í pakka. (Ég geri bara eitthvað annað við 2) Ég ætla að nota þetta heimabíó sem ég er að smíða, það eru 700kg af hátölurum í kjallaranum hjá mér að bíða eftir að ég taki til hendinni
Hinsvegar ef þú veist um meiri og ódýrari hljómgæði þá er ég með eyrun opin.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mán 11. Des 2023 11:17
af drengurola
Menn eru að gera ótrúlegustu hluti TPA3255 þessa dagana.
Ég geri ráð fyrir þú verðir með slatta af öðrum búnaði, væri ekki snyrtilegast að koma þessu í Rack kassa ?
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mán 11. Des 2023 12:15
af Hrotti
axyne skrifaði:Ég geri ráð fyrir þú verðir með slatta af öðrum búnaði, væri ekki snyrtilegast að koma þessu í Rack kassa ?
Það væri fínt, en ekki algjört möst. Allur búnaður verður í öðru herbergi, flest í rekka en ekki allt.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mán 11. Des 2023 12:51
af Hauxon
Ég hef reyndar verið að spá í að gera stereo magnara með 1200AS2 Held að 2000AS2 sé "einum of" fyrir nær allt. 2000AS2 skilar 1400W í 8ohm á meðan 1200AS er "aðeins" 700W í 8 ohm. Þó að það sé auðveldara að skemma hátalara með of litlu afli en of miklu þá er spurning hvort þetta sé farið að snerta hinn endann.
Annars væri ég mögulega til í að taka eitt unit ef þú pantar 12 stk.
Ertu búinn að skoða hvernig power supply-ið er og 12V triggera osfrv?
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mán 11. Des 2023 15:13
af Hrotti
Hauxon skrifaði:Ég hef reyndar verið að spá í að gera stereo magnara með 1200AS2 Held að 2000AS2 sé "einum of" fyrir nær allt. 2000AS2 skilar 1400W í 8ohm á meðan 1200AS er "aðeins" 700W í 8 ohm. Þó að það sé auðveldara að skemma hátalara með of litlu afli en of miklu þá er spurning hvort þetta sé farið að snerta hinn endann.
Annars væri ég mögulega til í að taka eitt unit ef þú pantar 12 stk.
Ertu búinn að skoða hvernig power supply-ið er og 12V triggera osfrv?
Ég verð með þessa að framan https://krix.com.au/mx-40/ þannig að 1400W eru akkúrat málið. Svo verð ég með 2 sub í viðbót að aftan sem eru sömu specs. Restin þarf ekki svona mikið afl en pakkadíllinn er bara svo helvíti góður.
Ég er ekkert búinn að leggjast yfir power supply og 12v að öðru leiti en það ekki vera mikið mál að græja það allt. Fyrir 1 stereo magnara er líka tiltölulega ódýrt að fá kit með öllu sem þarf til þess. t.d. https://www.tcrastrs.com/tcr1200-diy-kit
Ég ætlaði alltaf að kaupa magnara fyrir meirihlutann af hátölurunum og byrjaði í raun bara að skoða DIY til að keyra subbana en fór svo að hugsa afhverju ekki bara gera þetta allt svona.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Þri 12. Des 2023 02:06
af DJOli
Fýla metnaðinn. Skil hugsunina. Ég hugsa að ég myndi frekar bíða með þetta ef verð er issue heldur en að taka class d magnara. Annars myndi ég finna nýja class ab kraftmagnara og kaupa bara nóg af þeim, eða annars stalka og mögulega flytja inn eldri class ab kraftmagnara ef mann langaði í eitthvað spes merki.
Ástæðan sem ég set upp er að mér finnst class d hljóðmögnun alltaf vera of crispy og öll tónjöfnun missir marks vegna þess að hljóðið einhvernveginn þjappast svo furðulega; háar tíðnir eru svo blindar eitthvað. Þær fara úr að hljóma eins og tweeterinn standi meter út úr hátalarnum niður í að hljóma eins og þú sért búinn að setja margfalt svona hátalarafabric yfir tweeterinn, eða það er mín reynsla, þá reyndar spilar verð inn í hversu augljóst þetta er, en ég losnaði samt ekki við að heyra þessar ákveðnu skerandi tíðnir jafnvel með einhverjum rosa fancy magnara sem Ormsson voru að sýna. Vegna þess sé ég enga ástæðu til að nota class d magnara í dag í annað en að magna bassarásir.
Annars, gæti sloppið til ef þú ert að spá í að bi-ampa hátalara; þá að keyra keilurnar sér (class d) og mids + highs sér (class ab).
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Þri 12. Des 2023 08:40
af Hauxon
DJOli skrifaði:Fýla metnaðinn. Skil hugsunina. Ég hugsa að ég myndi frekar bíða með þetta ef verð er issue heldur en að taka class d magnara. Annars myndi ég finna nýja class ab kraftmagnara og kaupa bara nóg af þeim, eða annars stalka og mögulega flytja inn eldri class ab kraftmagnara ef mann langaði í eitthvað spes merki.
Ástæðan sem ég set upp er að mér finnst class d hljóðmögnun alltaf vera of crispy og öll tónjöfnun missir marks vegna þess að hljóðið einhvernveginn þjappast svo furðulega; háar tíðnir eru svo blindar eitthvað. Þær fara úr að hljóma eins og tweeterinn standi meter út úr hátalarnum niður í að hljóma eins og þú sért búinn að setja margfalt svona hátalarafabric yfir tweeterinn, eða það er mín reynsla, þá reyndar spilar verð inn í hversu augljóst þetta er, en ég losnaði samt ekki við að heyra þessar ákveðnu skerandi tíðnir jafnvel með einhverjum rosa fancy magnara sem Ormsson voru að sýna. Vegna þess sé ég enga ástæðu til að nota class d magnara í dag í annað en að magna bassarásir.
Annars, gæti sloppið til ef þú ert að spá í að bi-ampa hátalara; þá að keyra keilurnar sér (class d) og mids + highs sér (class ab).
Það hefur orðið mikil þróun í Class D undanfarin ár og mér skilst að það sem er í boði núna frá Hypex , Purifi og IcePower (Bang & Olufsen) sé á pari við allra bestu Class AB magnarana. Hef samt ekki heyrt í þeim þ.a. þetta er "vitneskja" af internetinu. Ég er með frekar öflugan Class AB kraftmagnara heima, Cambridge Audio 851W Azur sem er 200W á rás í 8 ohm og er nokkuð spenntur að bera hann saman við topp klassa Class D.
Svo er það hitt málið, Class AB vött eru dýr og þegar þú ert kominn upp fyrir 200W/8ohm á rás í Class AB er veldisvöxtur á verðinu. Ef ég ætla að fara í meiri kraft þá eru ekki margir möguleikar í boði. Tvöföldun á krafti gefur manni auka 3db í hljóðstyrk. Þ.a. ég þyrfti að fara í 400w/8hm til að fá mögulega heyranlegan mun, kannski meira. Par af Parasound JC1 monoblokkum 400W/8ohm kostar $17000, og Parasound er ekki einu sinni snobb merki.
Hins vegar þarf enginn 20 stk. 1400W magnara nema kannski Metallica í Egilshöll. Ef þú ert með DSP crossover sem cuttar lágtíðnirnar af hátölurunum sem eru ekki subwooferar eru 50-100W í raun alveg nóg og 200W yfirdrifið. Heima með stereo systemið mitt er ég að spá í að nota MiniDSP Flex til að skipta tíðnunum á milli tweetera, mids og subwoofers og nota 8W lampamagnarann minn fyrir tweeterana. 8W er plenty fyrir 2000hz og upp.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Þri 12. Des 2023 09:06
af Hauxon
Ég var reyndar að sjá að Krix MX-40 unitið er $29000 og þá væntanlega er budget í eitthvað af mögnurum
Annars er ég svo mikill DIY maður að ég hef verið að hugsa um að smíða eitthvað í ætt við þetta. Sem þýðir auðvitað að margir mánuðir eða ár....
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Þri 12. Des 2023 12:48
af Hrotti
DJOli skrifaði:Fýla metnaðinn. Skil hugsunina. Ég hugsa að ég myndi frekar bíða með þetta ef verð er issue heldur en að taka class d magnara. Annars myndi ég finna nýja class ab kraftmagnara og kaupa bara nóg af þeim, eða annars stalka og mögulega flytja inn eldri class ab kraftmagnara ef mann langaði í eitthvað spes merki.
Ástæðan sem ég set upp er að mér finnst class d hljóðmögnun alltaf vera of crispy og öll tónjöfnun missir marks vegna þess að hljóðið einhvernveginn þjappast svo furðulega; háar tíðnir eru svo blindar eitthvað. Þær fara úr að hljóma eins og tweeterinn standi meter út úr hátalarnum niður í að hljóma eins og þú sért búinn að setja margfalt svona hátalarafabric yfir tweeterinn, eða það er mín reynsla, þá reyndar spilar verð inn í hversu augljóst þetta er, en ég losnaði samt ekki við að heyra þessar ákveðnu skerandi tíðnir jafnvel með einhverjum rosa fancy magnara sem Ormsson voru að sýna. Vegna þess sé ég enga ástæðu til að nota class d magnara í dag í annað en að magna bassarásir.
Annars, gæti sloppið til ef þú ert að spá í að bi-ampa hátalara; þá að keyra keilurnar sér (class d) og mids + highs sér (class ab).
Þú annaðhvort heyrir mikið betur en ég eða hefur ekki hlustað á góða class D magnara nýlega. Þeir sem skipta einhverju máli (Trinnov/Stormaudio ofl) í þessari deild eru allir að nota class D.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Þri 12. Des 2023 13:44
af drengurola
Nú er ég enginn nýgræðingur í þessu græjustússi, var einu sinni hálf-geðveikur varðandi snúrur og allt þetta helvítis bull, allir mínir magnarar eru Class D í dag, meira af öllu sem þú vilt og minna af öllu sem þú vilt ekki fyrir peninginn. Ég er m.a. með Icepower 125, Infineon og TPA. Ef ég væri að smíða í dag fyrir heimilisbrúk færi ég í Purifi ef ég væri ríkur en annars TPA3255.
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mið 13. Des 2023 16:22
af beggi83
Mesta forvitnin í mér er hvernig verður uppsetninginn hjá þér upp á hljóðkerfi að gera. miðað við pælingarnar þínar þá er ég spenntur að sjá hvort þú ert að fara í 11.4.4 eða jafnvel 11.4.12 eins og ég hef séð á netinu. Hvaða magnari verður svo Frontinn til að keyra Atmos og DTS:X ?
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Mið 13. Des 2023 22:49
af Hrotti
Hauxon skrifaði:Ég var reyndar að sjá að Krix MX-40 unitið er $29000 og þá væntanlega er budget í eitthvað af mögnurum
Annars er ég svo mikill DIY maður að ég hef verið að hugsa um að smíða eitthvað í ætt við þetta. Sem þýðir auðvitað að margir mánuðir eða ár....
Ég er svo sem alls ekki að borga listaverð fyrir hátalarana (eða restina af því sem til þarf) en jú það er til budget í magnara. Trinnov amplitude 16 + ICEpower á stóra dótið væri líklegt ef ég tek ekki ICEpower á allt
Ég hef líka gaman af DIY en vinnan slítur svo í sundur fyrir mér daginn að ég myndi aldrei klára ef ég ætlaði að smíða hátalara sjálfur, eins og þú segir tekur mánuði eða ár. En þetta lítur nú samt ansi vel út.
beggi83 skrifaði:Mesta forvitnin í mér er hvernig verður uppsetninginn hjá þér upp á hljóðkerfi að gera. miðað við pælingarnar þínar þá er ég spenntur að sjá hvort þú ert að fara í 11.4.4 eða jafnvel 11.4.12 eins og ég hef séð á netinu. Hvaða magnari verður svo Frontinn til að keyra Atmos og DTS:X ?
Planið er að fara í 9.4.4 og ég verð með Trinnov altitude 32 til að sjá til þess að allt fari vel fram
Re: Magnara smíði, hefur einhver reynsluna?
Sent: Fös 22. Des 2023 10:02
af DJOli
Þið vonandi afsakið alveg geðveikt sein svör. Bara mikið að gera. Það er að detta í kollinn á mér pæling. Í staðinn fyrir marga, mörg-hundruð vatta magnara fyrir 'surround' hátalarana. Hvað með að annaðhvort kaupa eða útbúa sjálfur "margir í einum" class AB magnara, þannig að þú getir routað allt sound sem á að fara í 'sérmagnaða' hátalara þannig. "kickerinn" í þessum pælingum hjá mér er þá að hafa þá kannski frekar 50-100w pr magnara, í staðinn fyrir þessar risastóru 2x400w blokkir. Til að auka nýtnina sem mest væri hver útgangur með 'bassafilter', segjum bara 150-200hz. Bassakeilan sem væri á sér 400w+ magnara myndi sjá um allt í kringum 200-250hz og neðar. Ef einhver ein rás ætti að fá pínu meiri kraft væri það líklega miðjurásin keyrð á 100-150w. en þar lýkur pælingunni.