Síða 1 af 1
Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 04. Nóv 2023 14:38
af Hjaltiatla
Er að leita mér að góðum Soundbar til að tengja við sjónvarpið. Eitthvað sem þið mælið með að ég ætti að skoða.
Budget í kringum 100 þúsund.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 04. Nóv 2023 15:11
af gutti
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 04. Nóv 2023 18:32
af appel
keypti mér sonos arc því ég vildi low profile.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 04. Nóv 2023 18:57
af Langeygður
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Sun 05. Nóv 2023 09:45
af Hjaltiatla
Takk fyrir ábendinganar. Var að skoða Sonos Beam fyrst (Sonos ARC er of stórt fyrir mitt sjónvarp sem er 48"). En eftir að hafa horft á LTT video sem mælir með að hafa Bassabox með soundbar þá stefni ég frekar í þá átt.
https://youtu.be/e7fe_LXK93E?t=648Líst ágætlega á þetta Soundbar frá LG:
https://elko.is/vorur/lg-s60q-hljodstong-med-bassaboxi-325583/S60QCSWELLKÉg mun líklega prófa nokkra Samsung soundbar og LG Soundbar áður en ég versla eitthvað.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Sun 05. Nóv 2023 10:16
af GullMoli
Myndi athuga hvort að hægt sé að bæta við bakhátlörum, aldrei að vita hvað þú vilt gera í framtíðinni!
Hægt með mörgum LG hljóðstöngum, þekki ekki aðra framleiðendur.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Sun 05. Nóv 2023 11:36
af kjartanbj
Ég er með Samsung Q990b sem heitir reyndar Q995b í Evrópu útgáfu. Svolítið pricy en færð
rosalega flott hljóð og Atmos skilar sér vel. Það er bassa box og bakhátalar með því.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Sun 05. Nóv 2023 11:44
af Hjaltiatla
kjartanbj skrifaði:Ég er með Samsung Q990b sem heitir reyndar Q995b í Evrópu útgáfu. Svolítið pricy en færð
rosalega flott hljóð og Atmos skilar sér vel. Það er bassa box og bakhátalar með því.
Lítur vel út , aðeins of dýrt fyrir minn smekk. Fer líklega ekki mikið hærra en 100 þúsund nema að það sé einhver virkilega djúsí fídus sem
fær mig til að borga aukalega. Stefnan er að reyna að fá sem mest fyrir peninginn án þess að fókusa á smáatriðin.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Sun 05. Nóv 2023 16:46
af Maddas
https://ht.is/tcl-heimabio-soundbar-3-1-2-dolby-atmos-1.htmlÞetta er held ég gott sondbar er sjálfur með lg 2.1 en myndi alvarlega skoða þetta ef ég væri að leita að nýju, þetta er með 3.1.2 Dolby atmos
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 11. Nóv 2023 16:05
af Hjaltiatla
Þetta Soundbar var verslað í dag á Singles day tilboði í Rafland:
https://rafland.is/lg-dolby-atmos-soundbar-9.htmlTakk fyrir hugmyndinar frá ykkur , fékk mig til að velta nokkrum vinklum fyrir mér áður en ég verslaði mér Soundbar-ið.
Mjög sáttur
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 11. Nóv 2023 17:21
af Langeygður
Tengja með HDMI í ARC og kveikja á e-ARC ef þú getur á sjónvarpinu.
Re: Hvaða Soundbar mæliði með ?
Sent: Lau 11. Nóv 2023 17:45
af Hjaltiatla
Langeygður skrifaði:Tengja með HDMI í ARC og kveikja á e-ARC ef þú getur á sjónvarpinu.
Jebb það er E-arc tengi tengt frá Soundbar við sjónvarp (Eru bæði LG). Soundbar kveikir á sér þegar ég ræsi sjónvarpið og slekkur á sér þegar ég slekk á sjónvarpi með TV fjarstýringu.
Get núna stýrt sjónvarpi, Nvidia Shield og Soundbar með Magic remote tv fjarstýringunni. Hins vegar er ekki hægt að fínstilla hljóð á soundbar eftir því sem ég best veit (t.d bassa og hvaða mode er stillt , eingöngu hækka og lækka). Þarf að hafa soundbar fjarstýringuna yfirleitt nálagt mér til þess.
Er ennþá að venjast bassaboxinu hvað það er stórt , er byrjaður að pæla hvar er gott að staðsetja það en það fær að vera þarna fyrst um sinn. Getur ekki verið of nálagt tölvunum í sjónvarpsskápnum.