Síða 1 af 1

Nvidia Shield

Sent: Sun 23. Júl 2023 11:09
af Stáki
Ég þarf að fá mér margmiðlunarspilara. Er Nvidia Shield enn það besta, eða er eitthvað sem er sambærilegt. Wifi er ekkert frábært hjá mér.

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 16:32
af Hjaltiatla
Mjög sáttur með Nvidia Shield.
Ég er ennþá að keyra Nvidia Shield 2017 módelið og það er ennþá að fá update (2015 módelið er ennþá að fá security og feature update seinast þegar ég vissi).
Ég hef þurft að kaupa nýja fjarstýringu sem er í rauninni miklu betri fjarstýring en sú sem fylgdi græjunni á sínum tíma.

Aðrar Android græjur gætu tekið Nvidia sér til fyrirmyndar. T.d lofar Android One Nokia X20 síminn minn eingöngu 3 árum af öryggisuppfærslum.

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 17:13
af rapport
Er með hauggamla shield pro sem er enn overpowered fyrir það sem hún er notuð í...keypti hana 2016 eða 17

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 18:06
af littli-Jake
Ég er búinn að vera með shield síðan 18' Eina sem ég var ekki alveg sáttur með var að leikjapinnarnir entust ekki mjög vel. En sem sjónvarps græja er þetta alveg frábært.

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 18:50
af svanur08
Ég er með eitthvað eldgamalt tv frá 2016 sem ekki einu net í, þar sem ég sef. Of dýrt fyrir mig að kaupa Nvidia Shield, virðist samt vera besta stuffið, en er eitthvað varið í þetta fyrir mitt gamla tv? ----> https://elko.is/vorur/chromecast-med-go ... GOOGLETVHD

Og er Netflix, Viaplay, Disney+ og youtube á þessu?

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 19:25
af hagur
Ef þú vilt Android TV box, þá er Shield ennþá það besta sem þú færð, sem er í raun ótrúlegt. Hefur ekki verið update-að (hardware) síðan 2019. Ég er með 2019 módelið og það er geggjað. Átti áður 2015 módelið sem var líka geggjað, þangað til það bilaði eitthvað í því.

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 19:27
af hagur
svanur08 skrifaði:Ég er með eitthvað eldgamalt tv frá 2016 sem ekki einu net í, þar sem ég sef. Of dýrt fyrir mig að kaupa Nvidia Shield, virðist samt vera besta stuffið, en er eitthvað varið í þetta fyrir mitt gamla tv? ----> https://elko.is/vorur/chromecast-med-go ... GOOGLETVHD

Og er Netflix, Viaplay, Disney+ og youtube á þessu?


Ég á 4K útgáfuna af þessu og þetta er mjög gott fyrir peninginn. Öll öppin sem þú nefnir eru þarna og miklu meira til. Held að HD útgáfan sé eins, bara ekki eins öflug og náttúrulega bara 1080p.

Re: Nvidia Shield

Sent: Þri 25. Júl 2023 20:16
af gutti
Er með sheild 2019 nota fyrir plex horfa á og netflix Disney youtube og setti bak við tv á vegg pantað veggfeztingu að utan snilld :happy