Síða 1 af 1
Scart switch
Sent: Mið 08. Mar 2023 19:59
af agnarkb
Sælt veri fólkið. Ég er að verða miðaldra og því ekki seinna vænna en að skella sér aftur til síðustu aldar og draga fram gömlu túbuna, MegaDrive og VHS tækið. Í þá tíð var nú ekki mikið um tengi möguleika og er t.d. bara eitt SCART tengi á túbunni. Hef aðeins verið að skoða að fá mér SCART switch til þess að tengja öll þessi tæki við. Hinsvegar það sem ég hef verið að finna á netinu er annað hvort ekki lengur til eða kostar annað nýrað.
Hefur einhver fundið svona apparat hér á landi á OK verði?
Re: Scart switch
Sent: Mið 08. Mar 2023 20:08
af hagur
Íhlutir gætu átt þetta, eða amk breytistykki úr SCART í composite+stereo RCA og þá mögulega switch fyrir það.
En annars minni ég á að það er yfirleitt hægt að daisy chain-a tæki með SCART, t.d voru flest video-tæki með SCART inn og út. Þá gæti gengið að tengja þetta svona og þá þarftu engan switch:
Megadrive -> VCR -> Túba.
Ef kveikt er á Megadrive þá detectar VCR það og sendir það áfram á Túbu.
Re: Scart switch
Sent: Mið 08. Mar 2023 20:24
af agnarkb
hagur skrifaði:Íhlutir gætu átt þetta, eða amk breytistykki úr SCART í composite+stereo RCA og þá mögulega switch fyrir það.
En annars minni ég á að það er yfirleitt hægt að daisy chain-a tæki með SCART, t.d voru flest video-tæki með SCART inn og út. Þá gæti gengið að tengja þetta svona og þá þarftu engan switch:
Megadrive -> VCR -> Túba.
Ef kveikt er á Megadrive þá detectar VCR það og sendir það áfram á Túbu.
Takk, skoða þetta. Á nokkrar scart-composite snúrur en ég myndi samt vilja möguleikan á því að bæta við án mikils vesens. T.d. ef ég skildi rekast á N64 einhverstaðar.
Re: Scart switch
Sent: Mið 08. Mar 2023 21:23
af IL2
Hef einstaka sinnum rekist á þetta í Góða Hirðinum.
Re: Scart switch
Sent: Fim 09. Mar 2023 10:44
af Halli25
ég átti svona SCART switch, mögulega í einhverjum kaplapokanum. Get skoðað hvort ég finni og selt þér það á uppsprengdu verði ef þú vilt
Re: Scart switch
Sent: Fim 09. Mar 2023 14:20
af Moldvarpan
Re: Scart switch
Sent: Fim 09. Mar 2023 15:14
af agnarkb
Þetta gæti dugað til þess að byrja með.
Re: Scart switch
Sent: Fim 09. Mar 2023 20:52
af Hlynzi
Eina sem mér dettur í hug ef þú getur komið öllum merkjum yfir í RCA væri að fá sér magnara með innbyggðri TV stýringu (Pioneer voru t.d. með svoleiðis), oft frekar ódýrir, þá er magnarinn kannski með 7 audio/video input og getur svissað á milli.
Re: Scart switch
Sent: Fim 09. Mar 2023 21:39
af hagur
Hlynzi skrifaði:Eina sem mér dettur í hug ef þú getur komið öllum merkjum yfir í RCA væri að fá sér magnara með innbyggðri TV stýringu (Pioneer voru t.d. með svoleiðis), oft frekar ódýrir, þá er magnarinn kannski með 7 audio/video input og getur svissað á milli.
Heimabíómagnarar með gamaldags analog video inputs fást samt varla lengur. En vissulega séns á að finna svoleiðis notaða.
Re: Scart switch
Sent: Fös 10. Mar 2023 20:30
af Hlynzi
hagur skrifaði:Hlynzi skrifaði:Eina sem mér dettur í hug ef þú getur komið öllum merkjum yfir í RCA væri að fá sér magnara með innbyggðri TV stýringu (Pioneer voru t.d. með svoleiðis), oft frekar ódýrir, þá er magnarinn kannski með 7 audio/video input og getur svissað á milli.
Heimabíómagnarar með gamaldags analog video inputs fást samt varla lengur. En vissulega séns á að finna svoleiðis notaða.
Hér er akkúrat einn slíkur. Ég hugsa að þetta sé ódýrasta lausnin í SCART switch. (meira að segja S-video tengi á þessum)
https://bland.is/til-solu/raftaeki/sjon ... 1/4779196/