Síða 1 af 1

Öryggiskerfi

Sent: Sun 26. Jún 2022 15:08
af dadik
Þekkir einhver inn á þessi öryggiskerfi fyrir heimili? Búinn að vera með Securitas í 10+ ár og er alveg til í að prófa eitthvað annað.

Prófaði að kíkja á svona kerfi hjá á netinu fyrir nokkrum árum. Það er bara þvílíkur fjöldi í boði oh allir með 5-star rating.

Þekkir einhver inn á þetta?

Re: Öryggiskerfi

Sent: Sun 26. Jún 2022 15:26
af Semboy
Svo thu ert i hugleidingum ad setja thinn eigid ?

Re: Öryggiskerfi

Sent: Sun 26. Jún 2022 15:37
af dadik
Já alveg eins

Re: Öryggiskerfi

Sent: Sun 26. Jún 2022 20:54
af Njall_L
Ég er mjög hrifinn af Ajax sem Nova og Nortek eru að selja og/eða leigja, auðvelt í uppsetningu og hefur ekki klikkað hjá mér. Appið þar er líka mjög gott í iPhone allavega og hef heyrt góða hluti í Android en ekki prófað sjálfur.

Var áður búinn að prófa Sikkerthjem úr Ískraft og var ekki jafn hrifinn af því. Fannst það allt vera frekar cheap og appið ekki upp á marga fiska.

Bæði þessi kerfi eru þó þannig að þau eru laus við áskriftir en það er auðvitað enginn öryggisvörður á bakvið þau, þú færð bara notification um ef eitthvað gerist.

Re: Öryggiskerfi

Sent: Mán 27. Jún 2022 22:24
af Sinnumtveir
Éf hef samkvæmt áreiðanlegum en þó óstaðfestum heimildum að besta öryggiskerfið sé ... já ... hundur.