Síða 1 af 1

Sjónvarp fyrir tölvuleiki

Sent: Mán 18. Apr 2022 11:47
af Viktor
Er að leita að 65” sjónvarpi fyrir tölvuleiki, 120hz + 4K í kringum 200K.

Er einhver betri díll en þetta?

https://tolvutek.is/SelectProd?prodId=28734

https://www.rtings.com/tv/reviews/sony/x85j

Re: Sjónvarp fyrir tölvuleiki

Sent: Mán 18. Apr 2022 15:09
af njordur9000
Hægt að stíga upp í OLED í HT fyrir 300 kall. En ef 200 er hámarkið er þetta líklega besta í boði. Getur fengið Samsung Q80A á svipuðu Ormsson sem að nafninu til ætti að vera betra tæki en er með IPS panel sem er ekki svo spennandi. Tæki sjálfur frekar Sony VA skjáinn. Q77A með VA skjá er líka í Elko á svipuðu sem Rtings kallar nánast nákvæmlega jafngott og Sony tækið, en rétt að taka fram að Q77A er aðeins betra en Q70A, eitthvað með baklýsinguna en hugsa að það breyti ekki miklu.

Re: Sjónvarp fyrir tölvuleiki

Sent: Mán 18. Apr 2022 16:11
af dadik
Þetta er fínt tæki, var að skoða þetta í vetur til að nota sem tölvuskjá þar sem það styður chroma 4:4:4. Ef þú leggur ekki í OLED er þetta gott bang for the buck.

Gætir prófað að kíkja í Costco, þeir hafa líka verið með þessi tæki frá Sony