Síða 1 af 1

RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 01:25
af straumar
Hæ reyndi að gúggla en gat ekkert fundið þar sem gat hjálpað. Ég er að lenda í því hér í tölvunni að þegar ég opna í firefox browser þátt af Ruv sarpinum þá fer allur texti í burtu kemur bara hvítur skjár. Sem sagt gengur ekki að opna þátt til að horfa.

Þegar ég nota google browser get ég opnað en kemur bara hljóð ekki mynd.

Í firefox þegar ég horfi t.d á Spilara hjá NRK þá opnast það alveg hljóð og mynd.

Veit einhver hvað getur verið málið?

kv

Re: RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 14:22
af straumar
Getur þetta verið útaf flash player sem er hættur að virka og ekki hægt að downloada lengur adobe flash player eða uppfæra nema borga?

eru einhverjir aðrir fríir flash players sem er hægt að nota?

Re: RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 19:24
af straumar
algert rugl og vesen get ekki horft á eurovision keppnina :(

Re: RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 19:31
af codemasterbleep
Prufaðu að nota annan vafra en þann sem þú ert með eða einfaldlega fara í huliðsham og sjá hvort spilarinn á rúv virkar ekki.

Ég veit ekki hvar flash player er ennþá á notkun á netinu en ég er nokkuð viss um að RÚV er ekki að senda út með flash player.

Það er enginn að nota flash player í dag.

Re: RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 19:37
af straumar
codemasterbleep skrifaði:Prufaðu að nota annan vafra en þann sem þú ert með eða einfaldlega fara í huliðsham og sjá hvort spilarinn á rúv virkar ekki.

Ég veit ekki hvar flash player er ennþá á notkun á netinu en ég er nokkuð viss um að RÚV er ekki að senda út með flash player.

Það er enginn að nota flash player í dag.


Rúv bendir fólki á á sinni heimasíðu að fólk verði að hafa flash player til að geta horft á spilarann sjá :

https://www.ruv.is/spurt-og-svarad/hvad ... eda-hlusta

Hef prófað að nota google chrome og þar kemur hljóð ekki mynd. Internet explorer kemur ekkert.

kann ekkert á huliðsham.

Re: RUV Sarpur get ekki spilað í tölvunni

Sent: Lau 12. Mar 2022 19:40
af zetor
straumar skrifaði:
codemasterbleep skrifaði:Prufaðu að nota annan vafra en þann sem þú ert með eða einfaldlega fara í huliðsham og sjá hvort spilarinn á rúv virkar ekki.

Ég veit ekki hvar flash player er ennþá á notkun á netinu en ég er nokkuð viss um að RÚV er ekki að senda út með flash player.

Það er enginn að nota flash player í dag.


Rúv bendir fólki á á sinni heimasíðu að fólk verði að hafa flash player til að geta horft á spilarann sjá :

https://www.ruv.is/spurt-og-svarad/hvad ... eda-hlusta

Hef prófað að nota google chrome og þar kemur hljóð ekki mynd. Internet explorer kemur ekkert.

kann ekkert á huliðsham.


þessi ábending rúv um flash player er frá árinu 2014, þetta er orðið úrelt. prufaðu edge browser