Síða 1 af 1

Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 18:57
af jardel
Ef að tengivalmóguleikarnir eru svona
20220306_185250.jpg
20220306_185250.jpg (2.44 MiB) Skoðað 1650 sinnum

Samt segir framleiðandi að það sé DVB-T2 mótakari í tækimu.

Svona er endin á gervihnattakaplinum


Screenshot_20220306-190234_Gallery.jpg
Screenshot_20220306-190234_Gallery.jpg (194.65 KiB) Skoðað 1646 sinnum

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 19:06
af TheAdder
Þarft millistykki yfir í efsta tengið. Það er svokallað F tengi á kaplinum, tengið á sjónvarpinu er yfirleitt kallað loftnetstengi.
Kapallinn skrúfast á millistykki sem passar beint í loftnetstengið.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 19:08
af Njall_L
Tengingin sem TheAdder lýsir er rétt en er það ekki rétt munað hjá mér að DVB-T2 móttakari taki ekki gervihnattamerki, þyrftir að vera með DVB-S2 til þess.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 19:11
af Cikster
Njall_L skrifaði:Tengingin sem TheAdder lýsir er rétt en er það ekki rétt munað hjá mér að DVB-T2 móttakari taki ekki gervihnattamerki, þyrftir að vera með DVB-S2 til þess.


Jú það er rétt hjá þér. En einnig ef sjónvarpið væri með DVB-S2 væri það með rétt tengi fyrir þennan kapal frá disknum.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 19:44
af jardel
Tækið er gefið út fyrir að vera með
DVB-T ,  DVB-T2 ,  DVB-C
DvB T2 ætti að ná fta rásum frá gervihnetti er það ekki?

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 19:56
af Cikster
jardel skrifaði:Tækið er gefið út fyrir að vera með
DVB-T ,  DVB-T2 ,  DVB-C
DvB T2 ætti að ná fta rásum frá gervihnetti er það ekki?


Nei, því miður mun það ekki virka.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 20:21
af TheAdder
jardel skrifaði:Tækið er gefið út fyrir að vera með
DVB-T ,  DVB-T2 ,  DVB-C
DvB T2 ætti að ná fta rásum frá gervihnetti er það ekki?

T-ið í DVB-T og T2 stendur fyrir Terrestrial, þetta eru digital útsendingar á jörðu niðri. Þessir móttakarar geta ekki tekið á móti gervihnatta merki. Þú þarft að öllum líkindum sér móttakara á milli sjónvarpsins og disksins.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 20:23
af Sinnumtveir
Eins og svo margir hafa nefnt hér: Það þarf DVB-S2 móttakara til að taka við gervihnattasjónvarpi í Evrópu. Urmull móttakaraboxa er í boði til þess arna og fjöldi sjónvarpstækja er með DVB-S2 móttakara en fjöldinn er engu að síður hlutfallslega lágur.

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 20:51
af jonfr1900
Þetta sjónvarp styður ekki gervihnattamóttöku. Þú þarft sérstakan DVB-S/DVB-S2 móttakara og þetta sjónvarp er ekki með slíkan móttakara. Sýnist á því sem þarna er sýnt að það er ekki einu sinni víst að þetta sjónvarp styðji móttöku á DVB-T2 og nýrri stöðlum.

Þetta hérna sjónvarp styður gervihnattamóttöku.

https://elko.is/vorur/samsung-43-au7175 ... AU7175UXXC

Re: Hvernig get ég tengt kapal beint frá gervihnattadiski yfir í sjónvarp

Sent: Sun 06. Mar 2022 21:40
af jardel
Ég skil ykkur. Ég þakka fyrir upplýsingarnar. Ég var að vonast að ég þyrfti ekki að nota mótakara fyrir fta rásir.
Ég er með mótakara mun nota hann.