Síða 1 af 1
Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Sun 06. Mar 2022 14:03
af littli-Jake
Er einhver með svona rafmagns gardínur og er með góða lausn til að stjórna þessu með símanum. Tími eginlega ekki að kaupa Orginal bridge.
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Sun 06. Mar 2022 21:07
af Hlynzi
M.v. þá gardínu sem ég á frá Somfy er hægt að stýra henni bara með segulliða, önnur snertan myndi fara inná upp og hin inná niður, þá þarftu bara að finna app til að stýra segulliðanum.
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Sun 06. Mar 2022 21:39
af TheAdder
Ef það þarf bara segulliða til þess að stýra gardínunum, er 2 rása Shelly ekki tilvalinn?
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Mán 07. Mar 2022 14:29
af littli-Jake
Ég verð að viðurkenna á mig vanþekkingu á vélbúnaðinum í þessu.
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Mán 07. Mar 2022 20:44
af netkaffi
littli-Jake skrifaði:Ég verð að viðurkenna á mig vanþekkingu á vélbúnaðinum í þessu.
Ég veit ekki beint hvað þetta er. En google segir að shelly devices séu fyrirbæri til að stýra smart home devices. Fæst á Íslandi og allt:
https://www.snjallhornid.is/products/shelly-em Tengist við Google Home, Alexa, o.fl.
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Mán 07. Mar 2022 21:06
af TheAdder
Shelly eru litlir WiFi tengdir kubbar, er til app fyrir þá, svo geturðu nánast gert það sem þú vilt við þá, Shelly 2.5 er að mig minnir með tvær snertur.
Ég held það sé jafnvel ódýrara að versla beint af þeim á Shelly.cloud.
Re: Somfy rafmagns gardínur. Stjórnun.
Sent: Mið 09. Mar 2022 16:55
af littli-Jake
En bara einhver Universal bridge eða rasberry?