Síða 1 af 1
Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 08:55
af Viktor
Nú eru QC35 II búin að þjóna sínu hlutverki vel síðustu fimm árin og er að spá í að uppfæra.
Þetta eru langbestu heyrnartól sem ég hef notað, finn ekki fyrir þeim á hausnum, auðvelt að kveikja á þeim og parast alltaf sjálfkrafa og ekkert vesen.
Nota þetta bara sem bluetooth heyrnartól fyrir iPhone síma og Lenovo fartölvu.
Ég vil ekki sjá neitt touch-control rugl
Bara gömlu góðu "dont fix it if it aint broken" takkana sem virka hvort sem maður er í hönskum, með blauta putta og svo framvegis.
Er þá ekki QC45 eina vitið?
Það eina sem böggar mig við QC35 er að þau muni ekki hvaða noise-cancelling stillingu ég var með síðast.
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 09:00
af Dropi
Ég á QC35 II og var alveg sammála með takkana, þangað til ég fékk Bose 700 í vinnuni og þegar ég er að ryksuga heima með gömlu QC35 II þá er ég sífellt að reyna að nota snertiflöt sem er ekki til staðar til að hækka og lækka. Líka mjög næs að tví-tappa til að pása ef einhver er að reyna að tala við mig.
Bæði heyrnartólin hafa verið og eru enn algjör draumur, eflaust er QC45 bara meira af því góða. Ég myndi ekki hika.
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 09:05
af TheAdder
Ef að QC35 hafa hentað þér vel hingað til, þá eru yfirgnæfandi líkur á að QC45 taki við kyndlinum í því samhengi. Ég er persónulega á móti Bose, eftir eigin reynslu, og myndi fara í Sony línuna. Þrátt fyrir það sýnist mér að í þínum aðstæðum sé QC45 eðlilegasti kosturinn.
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 09:24
af Njall_L
Ég var akkúrat í þessum pælingum á tímabilinu nóv '21 - jan '22 og prófaði þau þrjú noise cancelling heyrnatól sem mér fannst koma til greina, ein í einu um mánuð í senn. Tek það fram að öll tólin sem ég prófaði voru keypt í Elko og ég nýtti mér 30 daga skilaréttinn þar á þeim tólum sem mér fannst ekki koma til greina. Sjálfur nota ég heyrnatólin með iPhone, Windows 10 og 11 tölvum og LG Oled tæki sem keyrir WebOS 3.X.
Hérna eru nokkur orð um þau tól sem ég prófaði:
Sony WH-1000XM4
Hljóma fínt og auðvelt að stilla EQ í appinu til að fá nákvæmlega þann hljóm sem maður vill. Noise cancelling er mjög gott en mér fannst transperancy mode ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Touch Control fór ekki neitt í taugarnar á mér en virkuðu ekki ef maður var í vettlingum. Build quality var bara fínt og mér fannst þau ágætlega þægileg heilt yfir, sátu bæði vel á höfðinu og klemmdust þægilega mikið yfir eyrun. Hinsvegar duttu þau alltaf úr synci við sjónvarpið hjá mér og eftir að hafa leitað upplýsinga um vandamálið virðist þetta vera þekkt og engin lausn, ég endaði því á að skila þeim.
Bose QuietComfort 45
Hljómuðu að mínu mati ekkert sérstaklega vel og engar EQ stillingar í appinu til að breyta því. Noise cancelling var bara fínt en myndi ekki segja að þau nái Sony tólunum heilt yfir. Prófaði transperancy mode ekki nægilega mikið til að geta lagt mat á það. Takkarnir til að stýra þeim eru mun betri en snertilausnin á Sony en mér fannst smá erfitt að gera greinamun á hvaða takka ég væri að fara að ýta á þar sem þeir liggja mjög þétt saman. Build quality var fínt en mér fannst þau þó frekar "cheap" að halda á þeim. Þægindin voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir þar sem mér fannst þau klemmast lítið og fékk alltaf á tilfinningunni að þau gætu verið að detta af mér. Þau virkuðu þó vel með öllum þau tækjum sem ég prófaði þau með en heilt yfir fór hljómurinn og þægindin það mikið í taugarnar á mér að ég endaði á að skila þeim.
Apple Airpods Max
Hljóma að mínu mati langbest af þessum þremur en ekkert hægt að stilla EQ fyrir utan kveikja/slökkva á Spatial Audio, ég fíla það ágætlega við að hlusta á tónlist en finnst það ekki gott þegar það er tal í gangi. Noise cancelling er alveg á pari við Sony tólin og transperancy mode er alveg first in class. Stýringin er mjög þægileg og notkunin á "Digital Crown" snúningstakkanum segir sig mjög mikið sjálf. Þau eru ekki með neinum on/off takka heldur fara í sleep mode þegar þau eru tekin af sér og deep sleep þegar þau eru sett í hulstrið. Sjálfur var ég skeptískur um þessa virkni fyrst en finnst þetta mjög þægilegt eftir að hafa prófað þar sem maður pælir aldrei í hvort það sé kveikt á þeim eða ekki, setur þau bara á hausinn og ferð að nota. Build quality er augljóslega best af þessum þremur tólum sem eru listuð hérna en þau eru þó þyngst (langþyngst). Þrátt fyrir að vera þyngst finnst mér þau þó þægilegust af þessum þremur, klemmast þægilega mikið um eyrun og netið á spönginni lætur þau liggja þægilega á höfðinu. Að auki virka þau þó vel með öllum þeim tækjum sem ég er að nota. Það tvennt sem ég get sett út á þau er að hulstrið er "asnalegt" í útliti og þau eru dýr.
Eftir miklar pælingar endaði ég því með að eiga Airpods Max eftir að hafa kyngt verðmiðanum. Miðað við mína miklu notkun taldi ég það þó vera þess virði og er gríðarlega sáttur með kaupin!
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 09:41
af Viktor
Njall_L skrifaði:Apple Airpods Max
Hljóma að mínu mati langbest af þessum þremur en ekkert hægt að stilla EQ fyrir utan kveikja/slökkva á Spatial Audio
Væri til í að prófa Airpods, en á fyrstu gerðina og hélt að þau virkuðu ekki á Windows?
Er mest að fara að nota þetta fyrir iPhone síma og Lenovo fartölvu.
TheAdder skrifaði:Ef að QC35 hafa hentað þér vel hingað til, þá eru yfirgnæfandi líkur á að QC45 taki við kyndlinum í því samhengi. Ég er persónulega á móti Bose, eftir eigin reynslu, og myndi fara í Sony línuna. Þrátt fyrir það sýnist mér að í þínum aðstæðum sé QC45 eðlilegasti kosturinn.
Njall_L skrifaði:Sony WH-1000XM4
Hinsvegar duttu þau alltaf úr synci við sjónvarpið hjá mér og eftir að hafa leitað upplýsinga um vandamálið virðist þetta vera þekkt og engin lausn, ég endaði því á að skila þeim.
Ég hef einmitt heyrt af þessu pairing vandamál hjá Sony og er ekkert spenntur fyrir þeim. Þekki einn sem keypti sér ný Sony, virkuðu í smá stund, pöruðust svo ekki aftur og hann þurfti að skila þeim. Hef ekki taugar í Bluetooth pairing vandamál þegar ég er að tengja heyrnatólin og Teams fundurinn byrjaður
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 09:52
af Njall_L
Viktor skrifaði:Njall_L skrifaði:Apple Airpods Max
Hljóma að mínu mati langbest af þessum þremur en ekkert hægt að stilla EQ fyrir utan kveikja/slökkva á Spatial Audio
Væri til í að prófa Airpods, en á fyrstu gerðina og hélt að þau virkuðu ekki á Windows?
Er mest að fara að nota þetta fyrir iPhone síma og Lenovo fartölvu.
Ég hef svosem ekki prófað Airpods In-Ear með Windows en þessi Airpods Max fá fulla virkni á Windows án nokkurs vesen, digital crown virkar meira að segja fullkomlega.
Viktor skrifaði:Njall_L skrifaði:Sony WH-1000XM4
Hinsvegar duttu þau alltaf úr synci við sjónvarpið hjá mér og eftir að hafa leitað upplýsinga um vandamálið virðist þetta vera þekkt og engin lausn, ég endaði því á að skila þeim.
Ég hef einmitt heyrt af þessu pairing vandamál hjá Sony og er ekkert spenntur fyrir þeim. Þekki einn sem keypti sér ný Sony, virkuðu í smá stund, pöruðust svo ekki aftur og hann þurfti að skila þeim. Hef ekki taugar í Bluetooth pairing vandamál þegar ég er að tengja heyrnatólin og Teams fundurinn byrjaður
Ég lenti reyndar aldrei í pairing vandamáli en þetta sync dæmi var þannig að eftir smá stund þá hætti hljóðið að vera í synci við mynd svo allt tal var augljóslega á eftir í heyrnatólunum, það fannst mér óþolandi.
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 10:04
af Dropi
Konan mín á Sony in-ear WF-1000XM3 og þau eru stanslaust með bluetooth vesen, það er ærandi. Tekur stundum alveg 20-30 mín að finna út úr því hvað í gangi, stundum næ ég að redda þeim á 5 mín. Hún aftur á móti notar þau daglega í fjarvinnu, teams og allt annað, hún elskar þau.
Re: Ný þráðlaus heyrnartól - Er ekki QC45 bara málið?
Sent: Mán 21. Feb 2022 13:10
af JReykdal
Er með XM3 (stór). Svínvirka, aldrei neitt pairing vesen. Finnst mun betra sound í þeim en í QC 35 ii.