Síða 1 af 1
Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 21:21
af Haraldur25
Nú erum við konan að fara að kaupa eitt stk loksins og viljum fá svona comfort lift eins og ég sé auglýst á nokkrum.
Er búinn að skoða og er með 2 til huga.
https://rafha.is/product/fsk93848p-8-up ... rettyPhotoOGhttps://elko.is/vorur/electrolux-comfor ... /EEC87300WMín spurning ef þið vitið betur, en er þetta ekki sama vélin?
Re: Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 21:28
af ColdIce
Ekki sama vélin nei. Tæki frekar þessa í elko
Re: Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 21:30
af Haraldur25
ColdIce skrifaði:Ekki sama vélin nei. Tæki frekar þessa í elko
Geturðu sagt mér afhverju þú mundir frekar taka hana?
Re: Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 21:33
af ColdIce
Einu kerfi fleiri og fær betri dóma online :p
Re: Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 21:36
af audiophile
Líklegt að þetta sé allavega mjög svipuð vél. Electrolux Group eiga AEG vörumerkið í heimilistækjum.
Tæki sjálfur frekar Electrolux. Á þurrkara frá þeim og hef verið mjög sáttur
Re: Uppþvottavél
Sent: Sun 02. Jan 2022 22:05
af Haraldur25
Já skil ykkur. Ef þið mælið með annarri þá er ég einnig til að heyra það. Einnig verið að horfa á siemsen IQ700
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 00:09
af rapport
Veit ekki hvort Húsasmiðjan er með þessa týpu en þeir eru official Electrolux partner og bjóða 5 ára ábyrgð og eru með eigið verkstæði.
Annars eru Siemens og Miele það eina sem stóðst kröfur LSH á sínum tíma man ég, með klukkutíma prógram sem fór yfir 70 gráður í X margar mínútur.
Aðrar vélar eru með svona prógram, en það er oftast 1,5 eða 2 klst.
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 08:04
af audiophile
Þegar ég valdi á sínum tíma var mælt með Bosch, Siemens og Miele. Ég endaði á Bosch og hef verið sáttur.
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 09:07
af littli-Jake
Ég hef svosem ekki endilega innsýn í hvaða tegund er betri en önnur. En það eina sem ég myndi vilja hafa í Whirlpool vélinni minni sem er ekki er að hún myndi opna sig sjálfvirkt þegar hún klárar. Ótrúlegt hvað hlutir geta verið lengi að þorna
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 10:08
af GullMoli
littli-Jake skrifaði:Ég hef svosem ekki endilega innsýn í hvaða tegund er betri en önnur. En það eina sem ég myndi vilja hafa í Whirlpool vélinni minni sem er ekki er að hún myndi opna sig sjálfvirkt þegar hún klárar. Ótrúlegt hvað hlutir geta verið lengi að þorna
Getur líka fengið vél með hitaelemnti sem þurrkar án þess að opna sig, þá losnar líka ekki allur rakinn út.
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 12:26
af Haraldur25
GullMoli skrifaði:littli-Jake skrifaði:Ég hef svosem ekki endilega innsýn í hvaða tegund er betri en önnur. En það eina sem ég myndi vilja hafa í Whirlpool vélinni minni sem er ekki er að hún myndi opna sig sjálfvirkt þegar hún klárar. Ótrúlegt hvað hlutir geta verið lengi að þorna
Getur líka fengið vél með hitaelemnti sem þurrkar án þess að opna sig, þá losnar líka ekki allur rakinn út.
Hvernig vél er það og hvar fæst sú vél?
Re: Uppþvottavél
Sent: Mán 03. Jan 2022 12:46
af SE-sPOON
Ef menn hafa efni á því þá Miele.
Ef ekki að þá eru Siemens og Bosch solid.
Re: Uppþvottavél
Sent: Mið 05. Jan 2022 11:25
af kusi
Eitt sem ég gæti bent þér á að skoða er innréttingin (þ.e. grindurnar). Þær eru mis vandaðar; stöðugar, sveigjanlegar og rúma mis mikið af leirtaui. Þá gæti verið gott að athuga hversu hljóðlát vélin er, sérstaklega ef opið er milli eldhúss og stofu.
Ég fékk mér sjálfur ekki svona liftusystem því ég hafði áhyggjur af því að þetta myndi bila og verða leiðinlegt eftir einhvern tíma.