Síða 1 af 2
Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 16:00
af Nariur
Ég var að kaupa 65" LG OLED á 230.000, 43% afsláttur.
Þeir eru lika með 48" CX 200.000 sem er gjöf en ekki gjald.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 16:26
af Semboy
Nariur skrifaði:Ég var að kaupa 65" LG OLED á 230.000, 43% afsláttur.
Þeir eru lika með 48" CX 200.000 sem er gjöf en ekki gjald.
Vá væri draumur ef húsasmiðjan væri með svona afslátt.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 16:37
af pattzi
Er einmitt að spá í að fara í rafland á morgun sé að það er góður afsláttur þar líka....
T.d panasonic sjónvarp með android 65 tomma ...
Tými svona 100-150þ í kall í tæki
https://rafland.is/product/65-uhd-sjonv ... 65bl5ef2ab Spá í þessu
https://rafland.is/product/65-uhd-andro ... tcl-65p615https://rafland.is/product/65-4k-android-led-sjonvarpErum með 50 tommu samsung smart tv síðan 2015 en langar að endunýja og setja samsung tækið inní svefnherbergi ..
Svo vorum að spá í að kíkja þarna í rafland á morgun sé að er opið bara svo mikil flóra að erfitt að velja
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 16:42
af Nariur
pattzi skrifaði:Er einmitt að spá í að fara í rafland á morgun sé að það er góður afsláttur þar líka....
Þetta er náttúrulega sama batteríið.
Þeir eru með góð verð á öðru, en OLED verðin eru bara út úr kortinu.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 16:45
af pattzi
Nariur skrifaði:pattzi skrifaði:Er einmitt að spá í að fara í rafland á morgun sé að það er góður afsláttur þar líka....
Þetta er náttúrulega sama batteríið.
Þeir eru með góð verð á öðru, en OLED verðin eru bara út úr kortinu.
Já okey er þetta sama fyrirtækið ég bara vissi það ekki.
Erum að spá í tæki en max 150þ .. oled eru mjög dýr hehe
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Lau 01. Jan 2022 18:44
af Hausinn
pattzi skrifaði:Nariur skrifaði:pattzi skrifaði:Er einmitt að spá í að fara í rafland á morgun sé að það er góður afsláttur þar líka....
Þetta er náttúrulega sama batteríið.
Þeir eru með góð verð á öðru, en OLED verðin eru bara út úr kortinu.
Já okey er þetta sama fyrirtækið ég bara vissi það ekki.
Erum að spá í tæki en max 150þ .. oled eru mjög dýr hehe
Ef að þú getur einhvernvegin togað það upp í 200þús er algjörlega þess virði að taka OLED sjónvarp. Rösalegt stökk frá einhverju basic LCD.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 13:12
af vatr9
Ætli þetta hafi eitthvað með það að gera að LG er að koma með nýja tækni í OLED skjáina sína?
LG’s OLED EX,
https://news.lgdisplay.com/global/2021/ ... y-oled-ex/Sagður allt að 30% bjartari.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 14:18
af Fletch
Keypti 48" a1 oled á 139k, geggjað tæki fyrir peninginn
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 14:20
af Fletch
Vonast eftir 42", verður þá geggjað sem tölvuskjár
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 14:21
af audiophile
Flott verð hjá þeim. Verst að ég þarf ekki nýtt sjónvarp á næstunni.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 20:17
af pattzi
Hausinn skrifaði:pattzi skrifaði:Nariur skrifaði:pattzi skrifaði:Er einmitt að spá í að fara í rafland á morgun sé að það er góður afsláttur þar líka....
Þetta er náttúrulega sama batteríið.
Þeir eru með góð verð á öðru, en OLED verðin eru bara út úr kortinu.
Já okey er þetta sama fyrirtækið ég bara vissi það ekki.
Erum að spá í tæki en max 150þ .. oled eru mjög dýr hehe
Ef að þú getur einhvernvegin togað það upp í 200þús er algjörlega þess virði að taka OLED sjónvarp. Rösalegt stökk frá einhverju basic LCD.
Tókum sharp tækið á 99.995
https://rafland.is/product/65-uhd-sjonv ... 65bl5ef2abGeggjað tæki fyrir peninginn
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 20:45
af njordur9000
Grínverð á þessu Philips tæki.
https://ht.is/philips-65-oled-plus-uhd-android-tv.htmlÞetta á að keppa vð LG G1, Panasonic JZ2000 eða Sony A90J (og gerir vel skv. óháðum reviewerum) en er verðlagt heilum flokki fyrir neðan (C1/JZ1000/A80J) og kemur ofan á það með besta innbyggða sjónvarpshljóð í OLED bransanum. Svo er Panasonic JZ1000 á mjög góðu verði líka þar sem Panasonic er líklega með bestu OLED tækin í bransanum:
https://www.rafland.is/product/65-uhd-o ... x65jz1000eSjálfur er ég að reyna að sannfæra sjálfan mig um að ég þurfi ekki að stækka við mig úr 65" því 500.000kr fyrir 77" sem er lægsta verð sem sést hefur á Íslandi freistar mjög.
https://ht.is/lg-77-oled-sjonvarp-2.html
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Sun 02. Jan 2022 22:24
af Aimar
hver er munurinn a þessu panasonic og siðan þessu lg.
https://ht.is/lg-65-oled-sjonvarp-4.html70þ. kr. munur þarna a milli.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mán 03. Jan 2022 02:46
af njordur9000
Það sem munar mestu á LG A-línunni er að hún er með 60hz-a skjá í stað 120hz-a eins og B, C og G línan. Að sama skapi styður það ekki black frame insertion eða G-Sync/Freesync og getur bara motion interpolateað að 30fps fyrir þá sem nota það. Svo er örgjörvinn í þessu almennt síðri og skjárinn verður ekki eins bjartur. Panasonic eru hins vegar með bestu stillingarnar og sjónvarpið kemur með réttustu litina úr kassanum hjá þeim venjulega. LG A1 getur eflaust verið fínasta tæki fyrir marga en sannir dellumenn eða þeir sem ætla sér að spila leiki á sjónvarpinu eða tengja tölvu við það ættu líklega að skoða B linuna eða betra eða þá Panasonic. Sony og Philips eru líka góð í sjónvarpsáhorf (held að Philips 936 séu bestu kaupin fyrir ofan JZ1000) en eru aðeins síðri í leikjunum og mun verri sem tölvuskjáir því þau styðja ekki 4K 120hz 4:4:4 chroma með VRR án þess að helminga lóðréttu upplausnina en LG og Panasonic, frá og með seinasta mánuði, gera það vandræðalaust.
Breyting: reyndar er Panasonic enn í vandræðum með að styðja HGiG í 4K 120hz og Dolby Vision 4K 120hz svo LG er enn aðeins lengra komið að því leiti en þetta eru að jaðaratriði og ég veldi samt JZ1000 yfir LG B1 eða C1 á sama verði, hvað þá lægra eins og núna.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Þri 04. Jan 2022 09:50
af Aimar
Ég endaði í Panasonic með 2.1 HDMI sem aðal urslit
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Þri 04. Jan 2022 10:55
af peer2peer
Ég fékk mér síðbúna jólagjöf og skellti mér á 77" Oled tækið
Mun líklega borða nokkuð oft hafragraut á þessu ári.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mið 05. Jan 2022 09:10
af Zorba
Hvernig er með burn in á þessum tækjum nú til dags? Væri mjög til í OLED en er að tengja PC tölvu til að vafra um á mbl og þvíumlíkt. Myndi það stúta panelnum á núll einni?
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mið 05. Jan 2022 09:59
af dadik
Zorba skrifaði:Hvernig er með burn in á þessum tækjum nú til dags? Væri mjög til í OLED en er að tengja PC tölvu til að vafra um á mbl og þvíumlíkt. Myndi það stúta panelnum á núll einni?
Rtings eru búin að vera að keyra burn-in test síðan 2019 -
https://www.rtings.com/tv/learn/real-life-oled-burn-in-testÉg myndi ekki þora að nota OLED sem PC monitor eins og staðan er í dag (+ að þessi sjónvörp eru bara of stór til að vera notuð sem monitors)
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mið 05. Jan 2022 10:04
af JVJV
Minnið mig á eftir svona ár að láta ykkur vita hvort þetta gangi sem long term skjár, ákvað að fórna mér í þessa tilraun. Var að festa kaup á 48". Ætla aðallega að passa mig að hafa hann í góðri fjarlægð, er með mjög djúpt borð, eða henda uppá vegg. Svo er væntanlega lykilatriði bara að hafa allar stillingar á sem hindra burn-in. Held að þetta liggi aðallega hjá notandanum hvort þú lendir í þessu.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mið 05. Jan 2022 10:53
af appel
Vona að micro-LED fari nú að koma á markaðinn, það mun taka alveg yfir af OLED. En kannski 10 ár í það
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mið 05. Jan 2022 13:17
af Gurka29
Er með 65” LG CX og fer 100% aftur í LG OLED. Mjög góð tilboð hjá þeim þarna. Sá 77” A1 á 450.000
https://ht.is/lg-77-oled-sjonvarp-1.html
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mán 10. Jan 2022 00:57
af Nariur
dadik skrifaði:Zorba skrifaði:Hvernig er með burn in á þessum tækjum nú til dags? Væri mjög til í OLED en er að tengja PC tölvu til að vafra um á mbl og þvíumlíkt. Myndi það stúta panelnum á núll einni?
Rtings eru búin að vera að keyra burn-in test síðan 2019 -
https://www.rtings.com/tv/learn/real-life-oled-burn-in-testÉg myndi ekki þora að nota OLED sem PC monitor eins og staðan er í dag (+ að þessi sjónvörp eru bara of stór til að vera notuð sem monitors)
JVJV skrifaði:Minnið mig á eftir svona ár að láta ykkur vita hvort þetta gangi sem long term skjár, ákvað að fórna mér í þessa tilraun. Var að festa kaup á 48". Ætla aðallega að passa mig að hafa hann í góðri fjarlægð, er með mjög djúpt borð, eða henda uppá vegg. Svo er væntanlega lykilatriði bara að hafa allar stillingar á sem hindra burn-in. Held að þetta liggi aðallega hjá notandanum hvort þú lendir í þessu.
Ég er að fara að detta í eitt ár með 48" CX á borðinu hjá mér. Hann er enn eins og nýr. Trikk númer 1, 2 og 3 er að hafa OLED light stillt lágt. Ég er með það í 25 í normal desktop stuffi og cranka það í 100 þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt. Svo er ég líka með annan skjá með taskbar og meira static hlutum eins og Discord og email o.þ.h. ofan á þetta venjulega sem allir tala um.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mán 10. Jan 2022 01:49
af Longshanks
Sá þennan þráð og skellti mér á 48" C1 fyrir skrifborðið, hef þrjóskast við lengi og talið 48" of stórt, ég hafði svo rangt fyrir mér því þetta er algjör draumur, takk op!
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mán 10. Jan 2022 09:57
af appel
Myndi alltaf vilja sjá þetta fyrst, finnst of dýr pakki bara til að "prófa".
Er með 43" dell monitor í dag sem mér finnst þrusugóður, 4k@60hz.
En ef ég ætla í 48" oled á 4k@120hz þá þarf ég einnig að kaupa mér nýtt skjákort, sem þýðir um 100 þús kr. aukalega.
Þannig að það er pakki sem kostar 300 þús kr.
En "seeing is believing", myndi alveg vilja sjá þetta í action í desktop mode fyrst. Allar þessar búðir eru bara að keyra þessi HDR demo reels á loopu og bjóða þér ekki að prófa neitt annað content, t.d. ekki einu sinni netflix, þannig að maður veit ekkert hvað maður er að kaupa.
Re: Heimilistæki með sturlaðan afslátt af OLED
Sent: Mán 10. Jan 2022 12:06
af dadik
Longshanks skrifaði:Sá þennan þráð og skellti mér á 48" C1 fyrir skrifborðið, hef þrjóskast við lengi og talið 48" of stórt, ég hafði svo rangt fyrir mér því þetta er algjör draumur, takk op!
Hvað ertu að sitja langt frá skjánum - er þetta bara standard skrifborð?
(ég er með svona sjónvarp fyrir PS5 - þetta er stórkostleg græja)