Síða 1 af 1

Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 14:23
af steinihjukki
Sælir spjallverjar.
Hvað er "eðlileg" styrktarupphæð fyrir aðgang að server á plexinu?

Re: Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 14:59
af Njall_L
Eins og kom fram í hinum Plex þræðinum sem þú stofnaðir (viewtopic.php?f=47&t=88273) þá er sala inn á Plex servera ólögleg, enda lang flestir þannig serverar fullir af höfundaréttavörðu efni sem er í eigu annara heldur en eiganda serversins.

Þú getur kallað þetta styrktarupphæð til að reyna að fegra það fyrir sjálfum þér, en það er alveg jafn ólöglegt. Hitt er að það væri aldrei hægt að segja neina fasta "styrktarupphæð" þar sem hver og einn server er einstakur með mismiklu og mismunandi efni.

Varðandi nafnið á þræðinum þá hvet ég þig til að renna yfir reglurnar og sérstaklega 1a: rules

Re: Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 16:33
af steinihjukki
Takk fyrir svarið, ég er nú ekki að þjónusta server en er að þiggja þjónustu annars, "reynslutíminn" búinn og nú þarf að styrkja til að halda áfram. Vildi forvitnast um upphæð þessara styrkja. Vonandi skít ég mig ekki í rassinn með þessum pósti. Nýr í þessu og vantar upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun.

Re: Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 16:35
af MrIce
Allt yfir 0 krónur er ofrukkun. Ef þú ætlar að fara borga eitthvað mánaðarlegt "styrktargjald" geturu alveg eins fengið þér stöð2

Re: Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 16:38
af ColdIce
1500-2500 hef ég heyrt

Re: Plex

Sent: Sun 29. Ágú 2021 17:06
af Njall_L
steinihjukki skrifaði:...ég er nú ekki að þjónusta server en er að þiggja þjónustu annars...

Alveg jafn ólögleg viðskipti sama hvoru megin við borðið þú situr...