Ódýrar og góðar snúrur
Sent: Þri 27. Júl 2021 08:21
af fhrafnsson
Nú vantar mig góða HDMI snúru sem dugar fyrir Dolby vision og HDR (tengi TV -- Soundbar -- Shield) þar sem eina HDMI snúran mín sem dugar er allt of stutt. Eins og flestir vita er yfirleitt okrað vel á snúrum hér á landi og því langar mig að athuga hvar sé best að versla snúrur sem eru bæði nógu góðar en samt ekki allt of dýrar.
Einhver með góð ráð?
Re: Ódýrar og góðar snúrur
Sent: Þri 27. Júl 2021 12:43
af JReykdal
Re: Ódýrar og góðar snúrur
Sent: Þri 27. Júl 2021 15:15
af Zethic
HDMI snúrur eiga að fylgja stöðlum. Allt annað er markaðssetning
Þú ert safe með HDMI 2.1 þar sem þú finnur ódýrast
https://en.wikipedia.org/wiki/HDMI#Main_specificationshttps://en.wikipedia.org/wiki/HDMI#Refr ... dard_video
Re: Ódýrar og góðar snúrur
Sent: Þri 27. Júl 2021 16:17
af fhrafnsson
Já ég hélt það einmitt þangað til ég fékk flicker á sjónvarpið mitt þegar ég virkjaði Dolby vision. Ég fékk skilaboð um að snúran gæti verið verri og eftir að prufa tvær fann ég eina sem virkaði. Ef ég skipti snúrum (tek þessa úr tv -- soundbar og set í shield -- soundbar) þá fæ ég aftur flicker.
Eftir smá google leit virðist það einnig svoleiðis að aðrir séu að lenda í svipuðu.
Re: Ódýrar og góðar snúrur
Sent: Þri 27. Júl 2021 16:55
af TheAdder
Ultra High Speed HDMI er 2.1 speccuð snúra.
Ef hún hefur verið prófuð eftir staðlinum, ekki bara framleidd eftir honum, þá á að vera QR kóði á pakkningunni sem official appið getur skannað.