Síða 1 af 1

Bluetooth fyrir Plötuspilara

Sent: Mið 14. Júl 2021 16:44
af einarhr
Hæhæ, ég var að uppfæra úr Stereo græjum yfir í JBL soundbar en ég á það til að spila Vínylplötur þegar ég er í stuði.

Hvað er sniðugasta tækið til þess að tengja við plötuspilarann? Má alveg kosta smá og þarf að vera með gott samband.

Þetta er græjan
https://ht.is/product/soundbar-heimabio ... bl-bar913d

Edit, þarf að passa við RCA

Re: Bluetooth fyrir Plötuspilara

Sent: Mið 14. Júl 2021 16:57
af gnarr
Ég myndi aldrei fara í Bluetooth í svona tenginu. Myndi frekar finna RCA yfir í optical breyti.

Passa bara að það sé pottþétt formögnun fyrir framan optical breytinguna

Re: Bluetooth fyrir Plötuspilara

Sent: Mið 14. Júl 2021 17:26
af einarhr
gnarr skrifaði:Ég myndi aldrei fara í Bluetooth í svona tenginu. Myndi frekar finna RCA yfir í optical breyti.

Passa bara að það sé pottþétt formögnun fyrir framan optical breytinguna


Spilarinn er svolítið langt frá Soundbarinu og því er ég að spá í vera með þetta Bluetooth, ég er audiophile að mörgu leiti en þó svo að það sé smá drop í gæðum þá skiptir það ekki öllu máli og töluvert skemmtilegra að vera með Atmos hljóð þar sem ég horfi meira á TV en að hlusta á tónlist í græjunum. Annars spila ég líka mikið af Spotify svo þetta skiptir ekki öllu máli en það er bara eitthvað svo cósý að setja á plötu og leyfa henni að renna í gegn.

Ps. ég er með Audio Technica spilara sem er bæði með og án formagnara en þetta er copya af Technics 120 spilaranum

Re: Bluetooth fyrir Plötuspilara

Sent: Mið 14. Júl 2021 18:01
af ZiRiuS
Gæti þetta ekki verið það sem þig vantar í lífið?

https://www.fiio.com/bta30