Síða 1 af 1
Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 13:40
af ÓmarSmith
Hefur einhver reynslu af þessum eða sambærilegum ?
https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... 45-mon-parEr ekkert í neinni hljóðvinnslu, og nota nær bara heyrartól við tölvuna.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 13:49
af oliuntitled
Mæli hreinlega með því að kíkja til þeirra og prófa þá.
Helsti munurinn á milli stúdíó monitora og hefðbundinna hátalara er að monitors eru oftar en ekki að fókusa á að hafa hljóðið flatt uppá að henta sem best í hljóðvinnslu.
Er sjálfur með stóra M-Audio monitora sem ég nota fyrir plötusnúðun og hlustun, fíla bassann úr M-Audio sjálfur en þetta er klárlega personal preference
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 13:53
af gnarr
Þótt ég þekki ekki akkúrat þessa mónitor'a, þá gera Presonus almennt mjög fínar græjur.
Eina sem ég sé í fljótu bragði að gæti böggað þig er að það er ekkert rosalega lágt frequency response á þeim, þannig að ef þú ert að hlusta mikið á hiphop, edm og álíka tónlist sem að byggir mikið á þungum bassa, þá væri gott að vera með sub með þessu.
Annars myndi ég bara fara í búðina með tilbúna tónlist sem þú þekkir vel sjálfur og fá að hlusta á hana í gegnum þessa hátalara og sjá hvort þeir virka fyrir þig.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 15:22
af appel
Veit ekki hvernig svona ódýrir monitorar hljóma, en ímynda mér að það sé ekki mikill bassi.
Er með Yamaha HS8, fínn bassi í þeim, en dýrari. Var með adam t5v, þeir voru góðir en vantaði aðeins upp á bassann, en flott hljóð.
Nota líka software equalizer til að fá hljóm sem mér finnst betri og ekki eins flatur.
Ef þú ert til í að eyða kannski 50k þá geturu reynt að finna notaða monitora á einhverjum facebook hljóðnörda grúppum, yamaha hs7 kannski.
edit: desktop speakers eru yfirleitt ekkert góðir, oftast bara í sub 30k range... tölvubúðir eru bara með 2.0 hátalara upp að kannski 20-25 þús. Ef þú vilt gott 2.0 hljóð við desktop tölvuna þá eru monitorar eina málið. Svo er líka hægt að kaupa spes subwoofera.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 20:47
af SolviKarlsson
iK Multimedia Micromonitor hafa verið að fá mikil lof frá mörgum í hljóðvinnslu og víðar. Taka ekkert pláss og með dúndur sound miðað við stærð. Örlítið dýrari en þessir Presonus sem þú nefnir. En getur eflaust fundið Logitech Z623 notaða einhversstaðar og þar ertu með allann bassan sem þú þarft og meira til, en ekkert fallegasta sándið.
En alltaf best að fara og hlusta á hátalarana/heyrnartólin/hvað sem það er ef maður hefur tök á því það er ekki hægt að treysta netverjum til að segja hvaða sound manni sjálfum finnst best.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mið 30. Jún 2021 23:17
af ÓmarSmith
SolviKarlsson skrifaði:iK Multimedia Micromonitor hafa verið að fá mikil lof frá mörgum í hljóðvinnslu og víðar. Taka ekkert pláss og með dúndur sound miðað við stærð. Örlítið dýrari en þessir Presonus sem þú nefnir. En getur eflaust fundið Logitech Z623 notaða einhversstaðar og þar ertu með allann bassan sem þú þarft og meira til, en ekkert fallegasta sándið.
En alltaf best að fara og hlusta á hátalarana/heyrnartólin/hvað sem það er ef maður hefur tök á því það er ekki hægt að treysta netverjum til að segja hvaða sound manni sjálfum finnst best.
Ég á akkúrat Z623 THX settið, en nenni ekki að tengja það aftur og hef í raun enga þörf fyrir það sem tölvuhátalara í dag, en það er jú þrusu sound í því.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 12:09
af ÓmarSmith
Jæja,fór í Hljóðfærahúsið áðan og hlustaði á bæði Presonus Eris 3.5 og 4.5.
Fannst mjög lítill munur á þeim og hugsa að ég endi í þessum litlu.
Amk finnst mér næstum 100% verðmunur á þeim engan veginn réttlætanlegur.
Þeir eru miklu opnari en ég reiknaði með og bassinn var alveg ljómandi líka.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 12:43
af Squinchy
Mjög solid viðbót fyrir tónlist og að horfa á bíómyndir
https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... -subwoofer
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 12:56
af appel
ÓmarSmith skrifaði:Jæja,fór í Hljóðfærahúsið áðan og hlustaði á bæði Presonus Eris 3.5 og 4.5.
Fannst mjög lítill munur á þeim og hugsa að ég endi í þessum litlu.
Amk finnst mér næstum 100% verðmunur á þeim engan veginn réttlætanlegur.
Þeir eru miklu opnari en ég reiknaði með og bassinn var alveg ljómandi líka.
Ertu með einhvern DAC eða hljóðkort fyrir þetta?
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 13:37
af ÓmarSmith
Ég á Harman Kardon Sub sem ég nota ekki lengur, hann myndi fúnkera með þessu ef ég þyrfti.
En ég reikna bara ekki með því að þurfa hann neitt sérstaklega.
Er að nota Asus Xonar hljóðkort með þessu ( Það er amk yfirdrifið nóg til að keyra Sennheiser HD560s ) sem eru 120 Ohm.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 13:40
af gnarr
appel skrifaði:Ertu með einhvern DAC eða hljóðkort fyrir þetta?
Bókstaflega öll tæki sem geta spilað stafrænt hljóð eru með DAC einhverstaðar í keðjuni
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fim 01. Júl 2021 19:52
af appel
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fös 02. Júl 2021 09:34
af Dropi
Þetta er alltof dýrt. Ég keypti HS5 parið mitt fyrir 10 árum nýtt úr búð á svipaðan pening.
Frábærir hátalarar, en það suðar í spenninum og þéttarnir eru ekki eitthvað æðislegir. Ég endaði með að skipta um spennana fyrir gúmmísteypta toroida af farnell. Einnig eru hátalararnir svo ofboðslega næmir fyrir suði á groundinu að ég þurfti að kaupa mér nýjann DAC (líka með góðum toroid), keyra hann á optical TOSlink af tölvunni og þá loksins hætti ég að fá truflanir í hátalarana.
Edit: afsaka, ég á sennilega HS50 en ekki HS5. Sama græjan, nema HS5 er uppfærð útgáfa. Hvaða galla og kosti hún hefur nákvæmlega veit ég ekki.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fös 02. Júl 2021 12:28
af upg8
Ef þú pikkar upp of mikið af truflunum úr tækjum þá er mögulega attenuator málið fyrir þig, hefur gert alveg ótrúlega mikið fyrir flest heyrnartólin mín allavega. Ef þér finnst studio hátalarar hljóma of flatir þá hef ég sjálfur verið að nota pre-amp með equalizer bæði fyrir heyrnartól og hátalara með góðri raun
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Fös 02. Júl 2021 19:42
af appel
Dropi skrifaði:Þetta er alltof dýrt. Ég keypti HS5 parið mitt fyrir 10 árum nýtt úr búð á svipaðan pening.
Frábærir hátalarar, en það suðar í spenninum og þéttarnir eru ekki eitthvað æðislegir. Ég endaði með að skipta um spennana fyrir gúmmísteypta toroida af farnell. Einnig eru hátalararnir svo ofboðslega næmir fyrir suði á groundinu að ég þurfti að kaupa mér nýjann DAC (líka með góðum toroid), keyra hann á optical TOSlink af tölvunni og þá loksins hætti ég að fá truflanir í hátalarana.
Edit: afsaka, ég á sennilega HS50 en ekki HS5. Sama græjan, nema HS5 er uppfærð útgáfa. Hvaða galla og kosti hún hefur nákvæmlega veit ég ekki.
Það er þekkt að það gæti komið suð frá innbyggðum hljóðkortum í pc tölvum, best að vera með utanáliggjandi.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Mán 05. Júl 2021 09:25
af Dropi
appel skrifaði:Það er þekkt að það gæti komið suð frá innbyggðum hljóðkortum í pc tölvum, best að vera með utanáliggjandi.
Einmitt. Vandamálið mitt er að USB ber suðið líka, þetta kemur allt yfir groundið í kassanum. Hvort það hafi verið móðurborðið, aflgjafinn eða hvað sem er ábyrgur þar - þá leysti TOSlink vandamálið í eitt skipti fyrir öll.
Í dag er ég ekki með TOSlink á tölvunni, svo að ég er með þetta svona: USB hljóðkort -> Toslink -> DAC -> Hátalarar.
Re: Studio monitorar vs desktop speakers
Sent: Þri 06. Júl 2021 14:34
af Emarki