Hérna er mitt setup. Er með tvær spjaldtölvur uppá vegg, eina á hvorri hæð.
- IMG_20210603_194407.jpg (160.1 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Amazon Fire HD 8
Heimatilbúin "screensaver" skjámynd sem kemur upp eftir 5 mín idle tíma
- IMG_20210603_212609.jpg (148.95 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Amazon Fire HD 10
Heimatilbúin "screensaver" skjámynd sem kemur upp eftir 5 mín idle tíma
Svo er ég með nokkur mismunandi view, hér eru þau sem eru mest notuð af familíunni:
Þetta er aðalskjámyndin:
- dashboard.png (1.04 MiB) Skoðað 10461 sinnum
Hérna er dedicated view fyrir eldhúsið:
- eldhus.png (417.72 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Annað fyrir stofuna:
- stofa.png (451.37 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Hér er view fyrir heimabíóið:
- heimabio.png (429.26 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Loks er hér view til að stýra öllu sem viðkemur heita pottinum:
- heiturpottur.png (408.74 KiB) Skoðað 10461 sinnum
Dashboardin eru svo í raun bara hluti af þessu, er líka með fullt af automations til að gera hitt og þetta. T.d kveikja/slökkva öll útiljós m.v. við sólarupprás/sólsetur. Ef hreyfing er útí bílskúr þá kvikna ljósin þar. Ef hreyfing er skynjuð fyrir framan hús þá sendist notification með mynd á android tv tækin á heimilinu. Svo þegar ég kveiki á skjávarpanum í heimabíóinu þá sjálfkrafa slökkna öll ljós og gardínurnar lokast sjálfkrafa, svona svo fátt eitt sé nefnt.
Svo er ég með NFC tags hér og þar sem eru tengd ákveðinni virkni, get t.d skannað NFC tög utaná húsinu til að opna bílskúrshurðina og aðalinnganginn osv.frv.
Er búinn að integrate-a inní þetta Smartthings, Philips Hue, Shelly relay, Ring dyrabjöllu, Unifi netbúnað og myndavélar, Harmony fjarstýringar, Yamaha heimabíómagnara, Denon heimabíómagnara, allskyns rest þjónustur, t.d heimasmíðaðar þjónustur sem tala við Rasbperry PI til að opna/loka bílskúrshurðinni, lesa hitastig úr heita pottinum o.sv.frv. o.sv.frv. Algjörlega endalausir möguleikar.
Get ekki mælt nægilega mikið með Home Assistant