Síða 1 af 1

Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Sun 23. Maí 2021 13:19
af jardel
Langar að forvitnast hvaða öpp þið eruð að nota.
Sjálfur nota ég netflix viaplay novatv youtibe og tivimate.
Það væri gaman að heyra frá ykkur hvað þið eruð að nota.

Re: Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Sun 23. Maí 2021 13:40
af zetor
Er með Mibox S 4k

youtube
síminn
Novat TV
Openvpn
Disney+
Amazon Prime
Plex
My radio Iceland

væri mikið til í að fá Spilarann í android tv útgáfu

Re: Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Sun 23. Maí 2021 19:47
af jardel
Ég er einmitt að nota Spilaran fyrir útvarpið. Ég þarf að skoða þetta með prime veituna.
Varðandi siminn appið er möguleiki að vera með sjónvarp símans án þess að vera með myndlikil frá þeim?

Re: Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Mán 24. Maí 2021 09:46
af zetor
já það er möguleiki, 900kr á mánuði: https://www.siminn.is/sjonvarp#appid
Ég hef verið með síminn appið frá því fyrir áramót, hef það tengt við ákskrift frá öðrum fjölskyldumeðlim sem er með myndliki. Nota það mjög mikið,
bý erlendis , þannig mjög þægilegt fyrir mig, besta íslenska sjónvarpsappið að mínu mati.

Re: Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Þri 25. Maí 2021 00:24
af jardel
Já það er flott. Eru allir hættir að nota Kodi í dag? er það alveg úrelt?

Re: Nvidia shield 4k eða sambærileg Android box

Sent: Þri 25. Maí 2021 06:48
af Hjaltiatla
jardel skrifaði:Já það er flott. Eru allir hættir að nota Kodi í dag? er það alveg úrelt?


Kodi er fínt , Það hefur stundum verið vesen með afspilun á video-um hjá mér með texta í Plex appinu að þau einfaldlega spilast ekki fyrr en ég slekk á texta (gerist ekki þegar ég nota plex addon í Kodi).
Nota Plex addonið einnig í Kodi á snjalltækjum þarf þá ekki að greiða aukalega Plex pass :megasmile