Það er alveg ánægjulegt að Síminn skuli vera að nálgast nútímann, þó það sé á eftir öllum öðrum, framþróun ber að fagna.
Nú er ég búinn að prófa þetta í umþaðbil 60 sec samtals, og á þeim tíma hef ég rekið mig á 3 atriði sem ég hef skoðun á...
1. Áður en þú skráir þig inn þarftu að samþykkja skilmála.
Skilmálarnir eru hvítir stafir á litríkum, ljósum, bakgrunni.
Mig langar að segja að það sé nokkuð ljóst að enginn sem hefur "accessibility" að leiðarljósi hafi komið að þessum hluta.
Sjá mynd.2. Eftir að þú staðfestir innskráningu, færðu texta um að innskráning hefur verið staðfest, og þú þarft að ýta á "Staðfesta" til að staðfesta að innskráning hafi verið staðfest.
Kannski mætti breyta þessum takka í "áfram" eða eitthvað, þessi valmynd var mögulega bara gerð í flýti.
3. Það er mis-gaman að borga "premium" verð fyrir sjónvarpsþjónustu og sitja uppi með unskippable* auglýsingar í byrjun hvers þáttar.
(*það að ég geti 'skippað' eftir 10 sec eða whatever gerir hana ekki skippable.)
En heilt á litið, ef ég er á annað borð með sjónvarpsþjónustu frá Símanum þá finnst mér frábært að eiga möguleikann á að sleppa myndlykli.
Það er enginn skortur af tækjum í kringum sjónvarpið, og ég fagna hverju boxi sem fer og kemur aldrei aftur.