Fyrir alla muni ekki snerta þetta LG tæki. LG er svo gott sem eini sjónvarpsframleiðandinn sem þrjóskast enn við að nota IPS panela í LCD tækjunum sínum sem veldur því að sverturnar og myndgæðin í þeim eru þau verstu á markaðnum. Kauptu LG OLED eða veldu annan framleiðanda.
FALD er eitthvað sem þú vilt en helstu tækin sem bjóða upp á það eru fyrir ofan þinn verðflokk (Sony XH90, Samsung Q80T, o.s.frv.) og í þeim verðflokki ertu kominn hættulega nálægt að geta teygt þig í OLED.
Samsung Q77T sjónvarpið sem þú nefnir er þokkalegt en hefur lítið yfir Q60 línuna að bjóða nema 120hz skjá. Q80 línan er svo aftur miklu betri en Q70 línan þökk sé FALD baklýsingunni. Sony tækin eru oft góð ef þú finnur þau til á sæmilegu verði (
https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-sk ... 888.action ). Sjálfur er ég veikur fyrir Philips Ambilight (
https://ht.is/product/65-uhd-smart-tv-a ... -65pus8545 ) en það er smekksatriði og sértu ekki aðdáandi er Philips ekki mjög spennandi miðað við hvað annað - nema að hljóðgæðin skipti þig máli því B&W hljóðkerfið í betri Philips tækjum er líklega besta sjónvarpshljóð sem þú færð en það á ekki við um þig.
Í þínum verðflokki myndi ég persónulega stækka stærðarflokkinn (nei 65" er ekki það stærsta sem passar í stofuna) og velja það ódýrasta boðlega (þ.e. allt nema LG) 70"-75" sjónvarp sem þú finnur. Með öðrum orðum mæli ég með í þínum sporum öðru hvoru:
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... -1300pqi-3 eða
https://ht.is/product/70-uhd-smart-tv-a ... -70pus8545 . Samsung sjónvarpið er stærra en baklýsingin í Philips tækinu ætti að vera betri þar sem það er ekki kantlýst heldur baklýst. Sjálfur mæti ég stærðina mikilvægari en gæti vel hugsað mér Philips tækið. Myndgæðin eru svo mjög svipuð í þessum sjónvörpum þangað til þú kemst í FALD eða helst OLED. Ef þú heldur þig við þá ranghugmynd að þú viljir ekki stærra en 65" þá er Samsung Q77T tækið líklega málið það sem það hefur með betri myndgæðum þessa verðflokks auk 120hz-a skjás og HDMI 2.1 en ég ítreka að stærðin er mun stærra atriði þegar kemur að upplifuninni.
Breyting:
https://www.heimkaup.is/samsung-75-qled ... vid=228403 Þetta er aðeins dýrara en hin en að ég tel miklu betri kaup en það sem ég nefndi þökk sé afsláttarins. Þarna ertu að fá bæði bestu stærðina og bestu myndgæðin sem eru í boði í þessum verðflokki (eða 25þ krónum yfir) í stað þess að velja á milli. Gæti líka borgað sig að skoða hvað er í boði í Costco.