Umkvörtunarréttur er það sem fólk talar almennt um sem ábyrgð í daglegu tali og felur í sér réttinn til að skila hlut / krefjast úrbóta ef hann er gallaður. Og það sem hér er kallað umkvörtunarréttur er í raun tímafresturinn sem neytandi hefur til að tilkynna seljanda um galla og krefjast úrbóta í samræmi við ábyrgð hans á söluhlutnum. Hugtakið ábyrgð vísar einfaldlega til þess að seljandi beri ábyrgð á einhverju og hann ber vissulega ábyrgð á því að söluhlutur sé ekki gallaður og að hann endist eins og vera ber. Aftur á móti getur seljandi tekið á sig aukna ábyrgð, umfram ábyrgð samkvæmt neytendakaupalögum, með yfirlýsingu, samningi eða samkvæmt skilmálum, sem oft er kallað verksmiðjuábyrgð.
Þótt 27. gr. neytendakaupalaga nr. 48/2003 sé ekki fullkomlega skýr um hvað fellur undir fimm ára regluna þá er til fjöldinn allur af álitum kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa þar sem greinin er túlkuð nánar. Niðurstaðan hefur verið sú að sjónvörp falla oftast undir fimm ára regluna, sjá sem dæmi hér eitt af fjölmörgum álitum:
https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 6-2013.pdf Hér er tilvitnun úr umræddu áliti:
"Eðlilegur endingartími sjónvarpa getur vissulega verið mismunandi eftir tegundum.
Þótt ekki sé hægt að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll hver sé eðlilegur endingartími sjónvarpa
er það álit kærunefndarinnar að kaupandi megi búast við því að sjónvarp þeirrar gerðar sem
hér um ræðir endist lengur án bilana en í þrjú og hálft ár og sé kvörtunarfrestur því 5 ár í því
tilviki sem hér um ræðir. Kvörtun álitsbeiðanda kom fram innan þess tíma."
Við mat á galla og endingartíma er mikilvægt að hafa í huga að miðað er við hvað neytandi mátti eðlilega búast við en ekki álit seljanda.